Menningu breytt með handafli Drífa Snædal skrifar 20. september 2019 15:08 Hvað sem fjárlagafrumvarpi og fyrirhuguðum skattabreytingum líður þá er alveg ljóst að stóra baráttan næstu árin og áratugina verður sanngjörn dreifing okkar gæða. Miðstjórn ASÍ ályktaði á miðvikudaginn um fjárlagafrumvarpið undir fyrirsögninni „Sanngjarnt skattkerfi sem eykur jöfnuð og fjármagnar velferð“. Það var stór sigur í vor að fá stjórnvöld til að fallast á þriggja þrepa skattkerfi þar sem hugmyndarfræðin er að létta sköttum af þeim tekjulægstu en í staðinn hækkar skattprósentan eftir því sem þú hefur meira aflögu. Við hefðum reyndar kosið ofurteknaskatt líka og hækkun fjármagnstekna. Það má ekki gleyma hinni hliðinni á peningnum, sem er að fjármagna velferðina okkar, spítalana, menntakerfið og alla innviði. Einhver þarf að borga og það er sanngjarnt að þeir borgi sem eigi peninga. Það vantar því miður í frumvarpið og því er það áhyggjuefni hvernig á að fjármagna heilbrigðisþjónustuna okkar, sem nú þegar fær ekki nóg. Annars var Ísland í kastljósi vikunnar hjá þeim sem berjast gegn ofbeldi með hinni risastóru ráðstefnu um #metoo og hvernig verður haldið áfram eftir byltinguna. Í #metoo byltingunni var raunveruleiki kvenna sýndur og sagt frá en þú þarf að halda áfram og byggja samfélag þar sem konur eru frjálsar undan ofbeldi og áreitni, hvort sem er heima, í almannarýminu eða á vinnustöðum. Einn þeirra snillinga sem komu hingað til lands á ráðstefnuna er Marie Clarke, baráttukona og formaður alþýðusambandsþings Kanada. Hún sagði réttilega að verkalýðshreyfingin þyrfti að byrja á sjálfri sér auk þess að leggja ábyrgðina á herðar atvinnurekenda og stjórnvalda. Það þarf handafl til að breyta menningu og það þarf allar hendur uppá dekk. Enginn er undanskilinn og öll þurfum við að byrja næst okkur. Í mínu erindi lagði ég áherslu á samspil launa, valda og ofbeldis en ég er þess fullviss að til að vinna gegn ofbeldi þarf að vinna gegn valdaskipulagi, þar með talið launamisrétti. Svo ég geri orð leiðarahöfundarins Alissu Quart að mínum: „Kynbundið ofbeldi þrífst í valdamisvægi. Það er miklu erfiðara að áreita jafningja. Því meira bil á milli valda og efnahags, þeim mun betra tækifæri til að nýta sér valdastöðuna og þeim mun meiri er freistingin.“ Góða helgi, Drífa.Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað sem fjárlagafrumvarpi og fyrirhuguðum skattabreytingum líður þá er alveg ljóst að stóra baráttan næstu árin og áratugina verður sanngjörn dreifing okkar gæða. Miðstjórn ASÍ ályktaði á miðvikudaginn um fjárlagafrumvarpið undir fyrirsögninni „Sanngjarnt skattkerfi sem eykur jöfnuð og fjármagnar velferð“. Það var stór sigur í vor að fá stjórnvöld til að fallast á þriggja þrepa skattkerfi þar sem hugmyndarfræðin er að létta sköttum af þeim tekjulægstu en í staðinn hækkar skattprósentan eftir því sem þú hefur meira aflögu. Við hefðum reyndar kosið ofurteknaskatt líka og hækkun fjármagnstekna. Það má ekki gleyma hinni hliðinni á peningnum, sem er að fjármagna velferðina okkar, spítalana, menntakerfið og alla innviði. Einhver þarf að borga og það er sanngjarnt að þeir borgi sem eigi peninga. Það vantar því miður í frumvarpið og því er það áhyggjuefni hvernig á að fjármagna heilbrigðisþjónustuna okkar, sem nú þegar fær ekki nóg. Annars var Ísland í kastljósi vikunnar hjá þeim sem berjast gegn ofbeldi með hinni risastóru ráðstefnu um #metoo og hvernig verður haldið áfram eftir byltinguna. Í #metoo byltingunni var raunveruleiki kvenna sýndur og sagt frá en þú þarf að halda áfram og byggja samfélag þar sem konur eru frjálsar undan ofbeldi og áreitni, hvort sem er heima, í almannarýminu eða á vinnustöðum. Einn þeirra snillinga sem komu hingað til lands á ráðstefnuna er Marie Clarke, baráttukona og formaður alþýðusambandsþings Kanada. Hún sagði réttilega að verkalýðshreyfingin þyrfti að byrja á sjálfri sér auk þess að leggja ábyrgðina á herðar atvinnurekenda og stjórnvalda. Það þarf handafl til að breyta menningu og það þarf allar hendur uppá dekk. Enginn er undanskilinn og öll þurfum við að byrja næst okkur. Í mínu erindi lagði ég áherslu á samspil launa, valda og ofbeldis en ég er þess fullviss að til að vinna gegn ofbeldi þarf að vinna gegn valdaskipulagi, þar með talið launamisrétti. Svo ég geri orð leiðarahöfundarins Alissu Quart að mínum: „Kynbundið ofbeldi þrífst í valdamisvægi. Það er miklu erfiðara að áreita jafningja. Því meira bil á milli valda og efnahags, þeim mun betra tækifæri til að nýta sér valdastöðuna og þeim mun meiri er freistingin.“ Góða helgi, Drífa.Höfundur er forseti ASÍ.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun