Menningu breytt með handafli Drífa Snædal skrifar 20. september 2019 15:08 Hvað sem fjárlagafrumvarpi og fyrirhuguðum skattabreytingum líður þá er alveg ljóst að stóra baráttan næstu árin og áratugina verður sanngjörn dreifing okkar gæða. Miðstjórn ASÍ ályktaði á miðvikudaginn um fjárlagafrumvarpið undir fyrirsögninni „Sanngjarnt skattkerfi sem eykur jöfnuð og fjármagnar velferð“. Það var stór sigur í vor að fá stjórnvöld til að fallast á þriggja þrepa skattkerfi þar sem hugmyndarfræðin er að létta sköttum af þeim tekjulægstu en í staðinn hækkar skattprósentan eftir því sem þú hefur meira aflögu. Við hefðum reyndar kosið ofurteknaskatt líka og hækkun fjármagnstekna. Það má ekki gleyma hinni hliðinni á peningnum, sem er að fjármagna velferðina okkar, spítalana, menntakerfið og alla innviði. Einhver þarf að borga og það er sanngjarnt að þeir borgi sem eigi peninga. Það vantar því miður í frumvarpið og því er það áhyggjuefni hvernig á að fjármagna heilbrigðisþjónustuna okkar, sem nú þegar fær ekki nóg. Annars var Ísland í kastljósi vikunnar hjá þeim sem berjast gegn ofbeldi með hinni risastóru ráðstefnu um #metoo og hvernig verður haldið áfram eftir byltinguna. Í #metoo byltingunni var raunveruleiki kvenna sýndur og sagt frá en þú þarf að halda áfram og byggja samfélag þar sem konur eru frjálsar undan ofbeldi og áreitni, hvort sem er heima, í almannarýminu eða á vinnustöðum. Einn þeirra snillinga sem komu hingað til lands á ráðstefnuna er Marie Clarke, baráttukona og formaður alþýðusambandsþings Kanada. Hún sagði réttilega að verkalýðshreyfingin þyrfti að byrja á sjálfri sér auk þess að leggja ábyrgðina á herðar atvinnurekenda og stjórnvalda. Það þarf handafl til að breyta menningu og það þarf allar hendur uppá dekk. Enginn er undanskilinn og öll þurfum við að byrja næst okkur. Í mínu erindi lagði ég áherslu á samspil launa, valda og ofbeldis en ég er þess fullviss að til að vinna gegn ofbeldi þarf að vinna gegn valdaskipulagi, þar með talið launamisrétti. Svo ég geri orð leiðarahöfundarins Alissu Quart að mínum: „Kynbundið ofbeldi þrífst í valdamisvægi. Það er miklu erfiðara að áreita jafningja. Því meira bil á milli valda og efnahags, þeim mun betra tækifæri til að nýta sér valdastöðuna og þeim mun meiri er freistingin.“ Góða helgi, Drífa.Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Hvað sem fjárlagafrumvarpi og fyrirhuguðum skattabreytingum líður þá er alveg ljóst að stóra baráttan næstu árin og áratugina verður sanngjörn dreifing okkar gæða. Miðstjórn ASÍ ályktaði á miðvikudaginn um fjárlagafrumvarpið undir fyrirsögninni „Sanngjarnt skattkerfi sem eykur jöfnuð og fjármagnar velferð“. Það var stór sigur í vor að fá stjórnvöld til að fallast á þriggja þrepa skattkerfi þar sem hugmyndarfræðin er að létta sköttum af þeim tekjulægstu en í staðinn hækkar skattprósentan eftir því sem þú hefur meira aflögu. Við hefðum reyndar kosið ofurteknaskatt líka og hækkun fjármagnstekna. Það má ekki gleyma hinni hliðinni á peningnum, sem er að fjármagna velferðina okkar, spítalana, menntakerfið og alla innviði. Einhver þarf að borga og það er sanngjarnt að þeir borgi sem eigi peninga. Það vantar því miður í frumvarpið og því er það áhyggjuefni hvernig á að fjármagna heilbrigðisþjónustuna okkar, sem nú þegar fær ekki nóg. Annars var Ísland í kastljósi vikunnar hjá þeim sem berjast gegn ofbeldi með hinni risastóru ráðstefnu um #metoo og hvernig verður haldið áfram eftir byltinguna. Í #metoo byltingunni var raunveruleiki kvenna sýndur og sagt frá en þú þarf að halda áfram og byggja samfélag þar sem konur eru frjálsar undan ofbeldi og áreitni, hvort sem er heima, í almannarýminu eða á vinnustöðum. Einn þeirra snillinga sem komu hingað til lands á ráðstefnuna er Marie Clarke, baráttukona og formaður alþýðusambandsþings Kanada. Hún sagði réttilega að verkalýðshreyfingin þyrfti að byrja á sjálfri sér auk þess að leggja ábyrgðina á herðar atvinnurekenda og stjórnvalda. Það þarf handafl til að breyta menningu og það þarf allar hendur uppá dekk. Enginn er undanskilinn og öll þurfum við að byrja næst okkur. Í mínu erindi lagði ég áherslu á samspil launa, valda og ofbeldis en ég er þess fullviss að til að vinna gegn ofbeldi þarf að vinna gegn valdaskipulagi, þar með talið launamisrétti. Svo ég geri orð leiðarahöfundarins Alissu Quart að mínum: „Kynbundið ofbeldi þrífst í valdamisvægi. Það er miklu erfiðara að áreita jafningja. Því meira bil á milli valda og efnahags, þeim mun betra tækifæri til að nýta sér valdastöðuna og þeim mun meiri er freistingin.“ Góða helgi, Drífa.Höfundur er forseti ASÍ.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun