Þetta var bara kona Sif Sigmarsdóttir skrifar 21. september 2019 08:00 Það er enginn skortur á styttum af konum í Wales. Sjá má konur um allt. Þær eru tákngervingar og líkneski, englar og mæður, friður og réttlæti. Í öllu landinu er þó ekki að finna eina einustu styttu af nafngreindri konu, ókonungborinni, sem uppi var í alvörunni. Á því verður þó senn breyting. Á næsta ári verður reist í miðbæ Cardiff stytta af Betty Campbell, fyrsta svarta skólastjóra Wales, sem lést árið 2017 en hún helgaði líf sitt mennta- og jafnréttismálum. Campbell var valin úr hópi fimm kvenna í samkeppninni „Huldar hetjur“ um hver yrði fyrsta nafngreinda konan í Wales til að verða að styttu. Það eru þó ekki aðeins stytturnar í Wales sem eru nafnlausir tákngervingar.Féll á hnífinn Hin þrjátíu og þriggja ára Charlotte Huggins fagnaði nýja árinu á hverfispöbbnum með vinum. Síðar sömu nótt ruddist fyrrverandi kærasti Huggins, Michael Rolle, inn á heimili hennar og stakk hana til bana með hníf. Rolle hafði séð Huggins í félagsskap annars manns og orðið afbrýðisamur. Fyrir rétti hélt Rolle fram að hann hefði ekki stungið Huggins heldur hefði hún einfaldlega fallið á hnífinn. Faraldur breiðist út í Bretlandi. Á götum Lundúna og víðar fer hnífstunguárásum fjölgandi. Daglegar fréttir berast af ástandinu þar sem reynt er að greina vandann. Eru ástæðurnar félagslegar? Aukin ítök gengja í lífi ungs fólks? Niðurskurður í lögreglunni? En þrátt fyrir áhuga fjölmiðla á hnífaárásum var umfjöllun um morðið á Charlotte Huggins aðfaranótt nýársdag lítil sem engin. Sandra Walklate, prófessor í afbrotafræðum við Háskólann í Liverpool, telur sig hafa skýringu. Hnífaárásir eru vissulega faraldur á götum úti. En það sama er uppi á teningnum innan veggja heimilisins. Um það ríkir hins vegar þögn því „ofbeldi gegn konum er oftast ósýnilegt“. Nýjar tölur sýna að morðum sem rekja má til heimilisofbeldis hefur fjölgað síðustu fimm ár í Bretlandi. Á síðasta ári voru fórnarlömbin 173, 32 fleiri en árið áður. Þrír fjórðu fórnarlambanna voru konur sem féllu fyrir hendi karlmanns. „Þetta eru hin ósýnilegu fórnarlömb hnífaárása,“ sagði Sandra Walklate í samtali við BBC.Rangt frumlag „Kona féll fram af svölum“ var fyrirsögn sem vakti hörð viðbrögð í íslenskum fjölmiðlum í vikunni. Við nánari athugun kom í ljós að konunni hafði verið hrint fram af svölum og liggur hún nú alvarlega slösuð á sjúkrahúsi. Þingmaðurinn Guðmundur Andri Thorsson ritaði á Facebook: „Það er rangt frumlag í þessari setningu, það sjáum við öll, gerandinn hefur verið fjarlægður, nýtur verndar. Ofbeldið er ekki óhjákvæmilegt, ekki eðlilegur hluti lífsins, heldur samfélagsleg og menningarleg meinsemd.“ Konur eru nafnlausir tákngervingar, almenn hugmynd en ekki einstaklingar, ekki fórnarlömb heldur tölfræði. Þær verða fyrir hnífum og falla fram af svölum eins og hafið fellur að og sólin hnígur í vestri. Jörðin snýst um möndul sinn. Svona lagað gerist. Þetta er ekkert persónulegt. Þetta var bara kona. Það glittir þó í von. Konur Bretlands voru Boris Johnson forsætisráðherra huldar sýnum þegar hann frestaði óvænt þinghaldi nýverið. Féll af dagskrá þingsins lagafrumvarp um heimilisofbeldi sem hafði verið lengi í smíðum og ríkti um þverpólitísk samstaða. Biðlað var til Borisar um að flytja málið á dagskrá næsta þings en hann varð ekki við þeirra ósk. Aldrei þessu vant ætlaði allt um kolla að keyra. Svo hörð voru viðbrögð kvenna í Bretlandi að Boris – sem býr sig nú undir kosningar – sá að honum var ekki stætt á að gera ekki neitt. Með hraði skipaði hann sérstakan umboðsmann um heimilisofbeldi. Konur eru nefnilega ekki líkneski, hugmynd eða tilgáta. Þær eru einstaklingar af holdi og blóði með andlit, raddir, nöfn – og kosningarétt; gleymum því ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Það er enginn skortur á styttum af konum í Wales. Sjá má konur um allt. Þær eru tákngervingar og líkneski, englar og mæður, friður og réttlæti. Í öllu landinu er þó ekki að finna eina einustu styttu af nafngreindri konu, ókonungborinni, sem uppi var í alvörunni. Á því verður þó senn breyting. Á næsta ári verður reist í miðbæ Cardiff stytta af Betty Campbell, fyrsta svarta skólastjóra Wales, sem lést árið 2017 en hún helgaði líf sitt mennta- og jafnréttismálum. Campbell var valin úr hópi fimm kvenna í samkeppninni „Huldar hetjur“ um hver yrði fyrsta nafngreinda konan í Wales til að verða að styttu. Það eru þó ekki aðeins stytturnar í Wales sem eru nafnlausir tákngervingar.Féll á hnífinn Hin þrjátíu og þriggja ára Charlotte Huggins fagnaði nýja árinu á hverfispöbbnum með vinum. Síðar sömu nótt ruddist fyrrverandi kærasti Huggins, Michael Rolle, inn á heimili hennar og stakk hana til bana með hníf. Rolle hafði séð Huggins í félagsskap annars manns og orðið afbrýðisamur. Fyrir rétti hélt Rolle fram að hann hefði ekki stungið Huggins heldur hefði hún einfaldlega fallið á hnífinn. Faraldur breiðist út í Bretlandi. Á götum Lundúna og víðar fer hnífstunguárásum fjölgandi. Daglegar fréttir berast af ástandinu þar sem reynt er að greina vandann. Eru ástæðurnar félagslegar? Aukin ítök gengja í lífi ungs fólks? Niðurskurður í lögreglunni? En þrátt fyrir áhuga fjölmiðla á hnífaárásum var umfjöllun um morðið á Charlotte Huggins aðfaranótt nýársdag lítil sem engin. Sandra Walklate, prófessor í afbrotafræðum við Háskólann í Liverpool, telur sig hafa skýringu. Hnífaárásir eru vissulega faraldur á götum úti. En það sama er uppi á teningnum innan veggja heimilisins. Um það ríkir hins vegar þögn því „ofbeldi gegn konum er oftast ósýnilegt“. Nýjar tölur sýna að morðum sem rekja má til heimilisofbeldis hefur fjölgað síðustu fimm ár í Bretlandi. Á síðasta ári voru fórnarlömbin 173, 32 fleiri en árið áður. Þrír fjórðu fórnarlambanna voru konur sem féllu fyrir hendi karlmanns. „Þetta eru hin ósýnilegu fórnarlömb hnífaárása,“ sagði Sandra Walklate í samtali við BBC.Rangt frumlag „Kona féll fram af svölum“ var fyrirsögn sem vakti hörð viðbrögð í íslenskum fjölmiðlum í vikunni. Við nánari athugun kom í ljós að konunni hafði verið hrint fram af svölum og liggur hún nú alvarlega slösuð á sjúkrahúsi. Þingmaðurinn Guðmundur Andri Thorsson ritaði á Facebook: „Það er rangt frumlag í þessari setningu, það sjáum við öll, gerandinn hefur verið fjarlægður, nýtur verndar. Ofbeldið er ekki óhjákvæmilegt, ekki eðlilegur hluti lífsins, heldur samfélagsleg og menningarleg meinsemd.“ Konur eru nafnlausir tákngervingar, almenn hugmynd en ekki einstaklingar, ekki fórnarlömb heldur tölfræði. Þær verða fyrir hnífum og falla fram af svölum eins og hafið fellur að og sólin hnígur í vestri. Jörðin snýst um möndul sinn. Svona lagað gerist. Þetta er ekkert persónulegt. Þetta var bara kona. Það glittir þó í von. Konur Bretlands voru Boris Johnson forsætisráðherra huldar sýnum þegar hann frestaði óvænt þinghaldi nýverið. Féll af dagskrá þingsins lagafrumvarp um heimilisofbeldi sem hafði verið lengi í smíðum og ríkti um þverpólitísk samstaða. Biðlað var til Borisar um að flytja málið á dagskrá næsta þings en hann varð ekki við þeirra ósk. Aldrei þessu vant ætlaði allt um kolla að keyra. Svo hörð voru viðbrögð kvenna í Bretlandi að Boris – sem býr sig nú undir kosningar – sá að honum var ekki stætt á að gera ekki neitt. Með hraði skipaði hann sérstakan umboðsmann um heimilisofbeldi. Konur eru nefnilega ekki líkneski, hugmynd eða tilgáta. Þær eru einstaklingar af holdi og blóði með andlit, raddir, nöfn – og kosningarétt; gleymum því ekki.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun