Fótbolti

Zidane rólegur yfir sögusögnum um Mourinho

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Zinedine Zidane er sagður undir pressu
Zinedine Zidane er sagður undir pressu vísir/getty
Zinedine Zidane segist engar áhyggjur hafa af því þótt Jose Mourinho sé orðaður við stöðu hans sem knattspyrnustjóri Real Madrid.

Zidane er sagður vera undir pressu hjá Madrid eftir erfiða byrjun í Meistaradeildinni, en Real tapaði 3-0 fyrir Paris Saint-Germain í vikunni.

Neymar, Kylian Mbappe og Edinson Cavani voru allir fjarverandi í liði PSG en Madrídarliðið náði sér alls ekki á strik og átti ekki eitt einasta skot á markið.

„Ég hef engan áhuga á því sem er sagt fyrir utan klúbbinn. Dagurinn þegar ég fer að veita því athygli hvað er í fréttum er dagurinn sem ég fer,“ sagði Zidane.

„Mér finnst ég vera í sterkri stöðu og ég gefst aldrei upp. Ég mun halda áfram að reyna svo lengi sem félagið gefur mér tækifæri á því.“

Samkvæmt spænskum fjölmiðlum hefur forseti Real Madrid, Florentino Perez, áhuga á því að fá Jose Mourinho aftur til Spánar og er Mourinho sagður áhugasamur.

„Mér er sama um þessar vangaveltur,“ sagði Zidane.

„Þegar það koma slæm úrslit þá fara allir að segja að það þurfi að breyta öu. Þetta er erfitt, en svona er fótboltinn.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×