Losun frá flugi jókst um fjórðung á einu ári Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2019 10:49 Áttföldun hefur orðið á losun frá flugi á Íslandi frá 1995. Losunin hefur aukist um 240% frá 2010. Vísir/Vilhelm Flugsamgöngur losa mest af gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni af einstökum atvinnugreinum í íslenska hagkerfinu. Losun frá flutningum með flugi jókst um 27% frá 2016 til 2017. Samkvæmt tölum Hagstofunnar mun kísiliðnaður á Íslandi auka losun frá stóriðju um 60%. Þá stefnir í að flutningar á sjó fari fram úr landbúnaði og matvælaiðnaði í losun. Alls nam losun frá flugsamgöngum 2,6 milljónum koltvísýringsígilda árið 2017 samkvæmt losunarbókhaldi Íslands. Það er rúmlega áttfalt meiri losun en árið 1995. Eftir rúmlega fjórðungs aukningu á milli 2016 og 2017 áætlar Hagstofan að losunin frá flugi hafi aukist um 5% frá 2017 til 2018. Tölur fyrir 2019 liggi fyrir snemma árs 2020. Losun frá málmframleiðslu sem var lengi vel losunarfrekasta atvinnugreinin hefur verið að mestu stöðug síðasta áratuginn. Hagstofan segir að innflutningar á hráefni til stóriðju og útflutningur á unninni vöru bendi til þess að losunin hafi áfram verið stöðug á milli 2017 og 2018. Kísiliðnaður sem nú er byggður upp á Íslandi geti hins vegar losað allt að rúm milljón tonn koltvísýrings þegar framleiðslan nær fullum afköstum. Það nemi um 60% aukningu losunar frá stóriðju sem nemur fyrir um 1,8 milljón tonnum. Meðallosun frá heimilum á einstakling nam um 1,7 tonnum koltvísýringsígilda og hvers einkabíls á heimilum um fjórum tonnum.HagstofanÚtlit fyrir að flotinn taki fram úr landbúnaði Sjósamgöngur losuðu 70% meira árið 2017 en þær gerðu árið 2010. Hagstofan vísar til aukinnar notkunar jarðefnaeldsneyti og kælimiðla í flutningum. Tímabilið einkennist einnig af miklum vexti í ferðamannaiðnaði. Flutningsskip og skip til skemmtiferðasiglinga eru inni í þeim tölum séu þau með innlendan rekstraraðila. Erlend skemmtiferðaskip, flutningaskip og ferjur eru utan við losunarbókhald Íslands. Hagstofan spáir því að losun frá skipaflotanum fari fram úr losun frá landbúnaði og matvælaiðnaði og byggir það á líkani um innflutning skipaeldsneyti, fjölda skipa í rekstri og heildarvélarafl flotans. Engu að síður hefur losun frá fiskveiðum og fiskeldi dregist saman. Losunin árið 2017 var rúmur helmingur þess sem hún var árið 1995 og um fjórðungi minni en hún var árið 2010.Kísilverksmiðja PCC á Bakka við Húsavík. Þegar kísiliðnaður verður kominn í fulla framleiðslu gæti losun stóriðju aukist um 60%.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Mest losun á starfsmann í málmvinnslu Þegar litið er til losunar á hvern starfsmann eftir atvinnugreinum er málmframleiðsla með afgerandi mesta losun. Um 940 tonn koltvísýringsígilda hafa verið losuð á hvern starfandi einstakling frá 2008 til 2017. Í fluggeiranum hefur losun á starfsmann aukist um 70% frá 2010 til 2017 Hún er nú um 696 tonn á starfsmann. Á sama tíma jókst heildarlosun frá flugsamgöngum um 240%. Fréttir af flugi Loftslagsmál Stóriðja Umhverfismál Tengdar fréttir Losun frá flugi vex hraðar en spár gerðu ráð fyrir Þrátt fyrir að sparneytni nýrra flugvéla hafi batnað hefur vaxandi eftirspurn og fjölgun flugferða meira en vegið upp á móti því. 20. september 2019 10:21 Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun. 22. september 2019 14:00 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Flugsamgöngur losa mest af gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni af einstökum atvinnugreinum í íslenska hagkerfinu. Losun frá flutningum með flugi jókst um 27% frá 2016 til 2017. Samkvæmt tölum Hagstofunnar mun kísiliðnaður á Íslandi auka losun frá stóriðju um 60%. Þá stefnir í að flutningar á sjó fari fram úr landbúnaði og matvælaiðnaði í losun. Alls nam losun frá flugsamgöngum 2,6 milljónum koltvísýringsígilda árið 2017 samkvæmt losunarbókhaldi Íslands. Það er rúmlega áttfalt meiri losun en árið 1995. Eftir rúmlega fjórðungs aukningu á milli 2016 og 2017 áætlar Hagstofan að losunin frá flugi hafi aukist um 5% frá 2017 til 2018. Tölur fyrir 2019 liggi fyrir snemma árs 2020. Losun frá málmframleiðslu sem var lengi vel losunarfrekasta atvinnugreinin hefur verið að mestu stöðug síðasta áratuginn. Hagstofan segir að innflutningar á hráefni til stóriðju og útflutningur á unninni vöru bendi til þess að losunin hafi áfram verið stöðug á milli 2017 og 2018. Kísiliðnaður sem nú er byggður upp á Íslandi geti hins vegar losað allt að rúm milljón tonn koltvísýrings þegar framleiðslan nær fullum afköstum. Það nemi um 60% aukningu losunar frá stóriðju sem nemur fyrir um 1,8 milljón tonnum. Meðallosun frá heimilum á einstakling nam um 1,7 tonnum koltvísýringsígilda og hvers einkabíls á heimilum um fjórum tonnum.HagstofanÚtlit fyrir að flotinn taki fram úr landbúnaði Sjósamgöngur losuðu 70% meira árið 2017 en þær gerðu árið 2010. Hagstofan vísar til aukinnar notkunar jarðefnaeldsneyti og kælimiðla í flutningum. Tímabilið einkennist einnig af miklum vexti í ferðamannaiðnaði. Flutningsskip og skip til skemmtiferðasiglinga eru inni í þeim tölum séu þau með innlendan rekstraraðila. Erlend skemmtiferðaskip, flutningaskip og ferjur eru utan við losunarbókhald Íslands. Hagstofan spáir því að losun frá skipaflotanum fari fram úr losun frá landbúnaði og matvælaiðnaði og byggir það á líkani um innflutning skipaeldsneyti, fjölda skipa í rekstri og heildarvélarafl flotans. Engu að síður hefur losun frá fiskveiðum og fiskeldi dregist saman. Losunin árið 2017 var rúmur helmingur þess sem hún var árið 1995 og um fjórðungi minni en hún var árið 2010.Kísilverksmiðja PCC á Bakka við Húsavík. Þegar kísiliðnaður verður kominn í fulla framleiðslu gæti losun stóriðju aukist um 60%.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Mest losun á starfsmann í málmvinnslu Þegar litið er til losunar á hvern starfsmann eftir atvinnugreinum er málmframleiðsla með afgerandi mesta losun. Um 940 tonn koltvísýringsígilda hafa verið losuð á hvern starfandi einstakling frá 2008 til 2017. Í fluggeiranum hefur losun á starfsmann aukist um 70% frá 2010 til 2017 Hún er nú um 696 tonn á starfsmann. Á sama tíma jókst heildarlosun frá flugsamgöngum um 240%.
Fréttir af flugi Loftslagsmál Stóriðja Umhverfismál Tengdar fréttir Losun frá flugi vex hraðar en spár gerðu ráð fyrir Þrátt fyrir að sparneytni nýrra flugvéla hafi batnað hefur vaxandi eftirspurn og fjölgun flugferða meira en vegið upp á móti því. 20. september 2019 10:21 Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun. 22. september 2019 14:00 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Losun frá flugi vex hraðar en spár gerðu ráð fyrir Þrátt fyrir að sparneytni nýrra flugvéla hafi batnað hefur vaxandi eftirspurn og fjölgun flugferða meira en vegið upp á móti því. 20. september 2019 10:21
Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun. 22. september 2019 14:00