Ríkislögreglustjórinn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 25. september 2019 07:00 Ríkislögreglustjóri hefur, með orðum sínum og gjörðum, komið sér í þá stöðu að hann nýtur ekki lengur trausts í embætti. Það sýna samþykktir fagfélaga innan lögreglunnar. Haraldur Johannessen hefur gegnt stöðunni í rúma tvo áratugi og nú er svo komið að hann nýtur ekki lengur trausts. Það kallar á aðgerðir. Lögreglan gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Til hennar verður að ríkja traust og þau sem þar starfa verða að treysta hvert öðru og því kerfi sem þau starfa innan. Það að ríkislögreglustjóri lýsi því yfir í viðtali að innan lögreglunnar ríki spilling á eitt og sér að kalla á að hann verði látinn standa fyrir máli sínu. Ef hann getur ekki sýnt fram á dæmi, máli sínu til stuðnings, er yfirlýsingin þess eðlis að honum er ekki sætt í starfi eftir hana.Hvað hefur breyst? Í því ljósi er athyglisvert að rifja upp viðtal við Harald í Fréttablaðinu frá 2016. Þar segir hann: „Ég er búinn að vera ríkislögreglustjóri í átján ár. Á ferlinum hef ég ekki upplifað mörg spillingarmál. Það eru örfá mál þar sem lögreglumenn hafa misst tök á sjálfum sér. Þau mál hafa yfirleitt komið upp vegna innra eftirlits. Það eru engir lögreglustjórar sem líða það að spilling líðist innan síns embættis.“ Hvað hefur breyst á þessum þremur árum að nú telji Haraldur að spilling ríki innan lögreglunnar? Því getur hann einn svarað, enda ber hann sjálfur ábyrgð á eftirliti með innri málum lögreglunnar. Haraldur virðist ekki gera sér ljósa þá ábyrgð sem á honum hvílir sem ríkislögreglustjóra. Staðan virðist öllum öðrum að kenna, ekki honum. Ef ríkislögreglustjóri tæki sína ábyrgð alvarlega mundi hann stíga til hliðar á meðan stjórnsýsluúttekt fer fram. Skapa frið, það hlýtur að vera hlutverk hvers sem gegnir embættinu. Ef hann er ekki fær um að taka þá ákvörðun sjálfur á dómsmálaráðherra að taka hana fyrir hann.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur, með orðum sínum og gjörðum, komið sér í þá stöðu að hann nýtur ekki lengur trausts í embætti. Það sýna samþykktir fagfélaga innan lögreglunnar. Haraldur Johannessen hefur gegnt stöðunni í rúma tvo áratugi og nú er svo komið að hann nýtur ekki lengur trausts. Það kallar á aðgerðir. Lögreglan gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Til hennar verður að ríkja traust og þau sem þar starfa verða að treysta hvert öðru og því kerfi sem þau starfa innan. Það að ríkislögreglustjóri lýsi því yfir í viðtali að innan lögreglunnar ríki spilling á eitt og sér að kalla á að hann verði látinn standa fyrir máli sínu. Ef hann getur ekki sýnt fram á dæmi, máli sínu til stuðnings, er yfirlýsingin þess eðlis að honum er ekki sætt í starfi eftir hana.Hvað hefur breyst? Í því ljósi er athyglisvert að rifja upp viðtal við Harald í Fréttablaðinu frá 2016. Þar segir hann: „Ég er búinn að vera ríkislögreglustjóri í átján ár. Á ferlinum hef ég ekki upplifað mörg spillingarmál. Það eru örfá mál þar sem lögreglumenn hafa misst tök á sjálfum sér. Þau mál hafa yfirleitt komið upp vegna innra eftirlits. Það eru engir lögreglustjórar sem líða það að spilling líðist innan síns embættis.“ Hvað hefur breyst á þessum þremur árum að nú telji Haraldur að spilling ríki innan lögreglunnar? Því getur hann einn svarað, enda ber hann sjálfur ábyrgð á eftirliti með innri málum lögreglunnar. Haraldur virðist ekki gera sér ljósa þá ábyrgð sem á honum hvílir sem ríkislögreglustjóra. Staðan virðist öllum öðrum að kenna, ekki honum. Ef ríkislögreglustjóri tæki sína ábyrgð alvarlega mundi hann stíga til hliðar á meðan stjórnsýsluúttekt fer fram. Skapa frið, það hlýtur að vera hlutverk hvers sem gegnir embættinu. Ef hann er ekki fær um að taka þá ákvörðun sjálfur á dómsmálaráðherra að taka hana fyrir hann.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun