Fjármálaráðherra líti sér nær Helgi Vífill Júlíusson skrifar 25. september 2019 07:00 Skot fjármálaráðherra á veitingamenn á dögunum var fyrir neðan beltisstað. Bjarni Benediktsson var þreyttur á umræðu um að áfengisgjald skýri hátt verð á áfengi hér á landi og fór opinberlega að agnúast út í að samkvæmt lauslegri athugun væri álagning á bjór á veitingastað 270 prósent. Veitingastaðir eru lítil fyrirtæki sem veita mikla þjónustu, oft í fallegum húsakynnum. Þjónn kemur til viðskiptavinarins, fær pöntun um bjór, hellir í glasið og kemur með það á borðið. Nokkru seinna er glasið þrifið. Það má ekki líkja veitingahúsum við stórmarkað þar sem álagningin er lág því framlegðin fæst með því að selja mikið magn án þjónustu. Það er eðlilegt að álagning bjórglass sé jafnvel nokkur hundruð prósent enda þarf framlegðin að standa straum af miklum kostnaði; húsnæði, starfsfólki, sköttum, hagnaði og bjórnum sjálfum. Ef um dýrari vöru væri að ræða með sömu þjónustu gæti álagningin verið minni. Hvað varðar verðlag verður ekki fram hjá því litið að skattar hérlendis sem hlutfall af landsframleiðslu eru með þeim hæstu í OECD-ríkjunum og áfengisgjaldið er mun hærra en þekkist hjá öðrum ríkjum. Jafnvel þeim sem beita skattheimtu til að stemma stigum við ofneyslu áfengis. Áfengisgjaldið á bjór er tvöfalt hærra en í Svíþjóð þar sem álögurnar eru hæstar í Evrópusambandinu. Fjármunirnir sem standa undir háum skattgreiðslum eru sóttir í vasa neytenda. Rekstur veitingastaða í Reykjavík á undir högg að sækja. Laun hafa hækkað verulega sem meðal annars má rekja til launaskriðs opinberra starfsmanna. Til að bæta gráu ofan á svart eru skattar háir, til að mynda tryggingargjaldið sem eykur launakostnað og fasteignagjöld hafa hækkað verulega. Birgjar veitingastaða glíma að sjálfsögðu við sama vanda sem setur þrýsting á innkaupsverð. Svo haldið sé áfram að þusa um háa skatta má nefna að aka þarf bjórnum á veitingastaði en álögur á bifreiðar og eldsneyti eru með því hæsta sem þekkist. Allt leggst þetta saman á eitt. Eftir ferðamannasprengjuna er offramboð af veitingastöðum. Margir þeirra standa á brauðfótum. Eigendurnir horfa því væntanlega fremur til þess að hækka verð eftir því sem veitingahúsum fækkar í stað þess að lækka það. Það væri því einfaldlega sanngjarnara ef fjármálaráðherra myndi lækka skatta almennilega í stað þess að röfla í barþjóni um hvað bjórglasið sé dýrt, eins og hann segist hafa gert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Tengdar fréttir Fjögurra króna hækkun muni ekki miklu þegar horft er á 350 prósenta álagningu Fjármálaráðherra segir vert að skoða hvað það sé sem raunverulega þrengir að veitingageiranum. Áfengisverð er þrefalt hærra hér en í Evrópu og eru yfirvöld gagnrýnd fyrir hátt áfengisgjald. 17. september 2019 20:30 Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59 Segir ekki mikið svigrúm til að lækka verðið á bjór Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar, segir samanburð fjármálaráðherra hafa verið full einfaldan. 22. september 2019 22:24 Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Skot fjármálaráðherra á veitingamenn á dögunum var fyrir neðan beltisstað. Bjarni Benediktsson var þreyttur á umræðu um að áfengisgjald skýri hátt verð á áfengi hér á landi og fór opinberlega að agnúast út í að samkvæmt lauslegri athugun væri álagning á bjór á veitingastað 270 prósent. Veitingastaðir eru lítil fyrirtæki sem veita mikla þjónustu, oft í fallegum húsakynnum. Þjónn kemur til viðskiptavinarins, fær pöntun um bjór, hellir í glasið og kemur með það á borðið. Nokkru seinna er glasið þrifið. Það má ekki líkja veitingahúsum við stórmarkað þar sem álagningin er lág því framlegðin fæst með því að selja mikið magn án þjónustu. Það er eðlilegt að álagning bjórglass sé jafnvel nokkur hundruð prósent enda þarf framlegðin að standa straum af miklum kostnaði; húsnæði, starfsfólki, sköttum, hagnaði og bjórnum sjálfum. Ef um dýrari vöru væri að ræða með sömu þjónustu gæti álagningin verið minni. Hvað varðar verðlag verður ekki fram hjá því litið að skattar hérlendis sem hlutfall af landsframleiðslu eru með þeim hæstu í OECD-ríkjunum og áfengisgjaldið er mun hærra en þekkist hjá öðrum ríkjum. Jafnvel þeim sem beita skattheimtu til að stemma stigum við ofneyslu áfengis. Áfengisgjaldið á bjór er tvöfalt hærra en í Svíþjóð þar sem álögurnar eru hæstar í Evrópusambandinu. Fjármunirnir sem standa undir háum skattgreiðslum eru sóttir í vasa neytenda. Rekstur veitingastaða í Reykjavík á undir högg að sækja. Laun hafa hækkað verulega sem meðal annars má rekja til launaskriðs opinberra starfsmanna. Til að bæta gráu ofan á svart eru skattar háir, til að mynda tryggingargjaldið sem eykur launakostnað og fasteignagjöld hafa hækkað verulega. Birgjar veitingastaða glíma að sjálfsögðu við sama vanda sem setur þrýsting á innkaupsverð. Svo haldið sé áfram að þusa um háa skatta má nefna að aka þarf bjórnum á veitingastaði en álögur á bifreiðar og eldsneyti eru með því hæsta sem þekkist. Allt leggst þetta saman á eitt. Eftir ferðamannasprengjuna er offramboð af veitingastöðum. Margir þeirra standa á brauðfótum. Eigendurnir horfa því væntanlega fremur til þess að hækka verð eftir því sem veitingahúsum fækkar í stað þess að lækka það. Það væri því einfaldlega sanngjarnara ef fjármálaráðherra myndi lækka skatta almennilega í stað þess að röfla í barþjóni um hvað bjórglasið sé dýrt, eins og hann segist hafa gert.
Fjögurra króna hækkun muni ekki miklu þegar horft er á 350 prósenta álagningu Fjármálaráðherra segir vert að skoða hvað það sé sem raunverulega þrengir að veitingageiranum. Áfengisverð er þrefalt hærra hér en í Evrópu og eru yfirvöld gagnrýnd fyrir hátt áfengisgjald. 17. september 2019 20:30
Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59
Segir ekki mikið svigrúm til að lækka verðið á bjór Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar, segir samanburð fjármálaráðherra hafa verið full einfaldan. 22. september 2019 22:24
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar