Ekki eyland Hörður Ægisson skrifar 27. september 2019 07:00 Tíminn hefur verið illa nýttur. Frá 2014 hefur bankastarfsmönnum fækkað um þrettán prósent. Það er of lítið sé tekið mið af viðvarandi erfiðu rekstrarumhverfi, sem einkennist af stífum eiginfjárkröfum og háum sértækum sköttum, og fyrirsjáanlegum áskorunum með nýjum leikendum og mun meiri samkeppni í fjármálaþjónustu. Afleiðingin hefur verið léleg arðsemi og mikill rekstrarkostnaður. Ákvörðun stjórnar Arion um að fækka starfsfólki bankans um eitt hundrað, sem kom ekki á óvart, er viðbragð við þessari stöðu og þess vegna því miður nauðsynleg. Skortur á virkum eigendum hefur valdið því að bankarnir, sem eru að tveimur þriðju hluta í eigu ríkisins, hafa verið reknir á sjálfstýringu í of langan tíma. Afleiðingarnar eru að skýra sýn hefur vantað upp á hverju þurfi að breyta og hvað bæta. Sú staða er ekki lengur í boði. Fjöldauppsagnir hjá Arion og Icelandair, sem eru á meðal stærstu vinnustaða landsins, eiga sér ekki stað í tómarúmi. Þær aðgerðir, ásamt uppsögnum fjölda annarra fyrirtækja í vikunni, eru um margt vitnisburður þverrandi samkeppnishæfni Íslands. Launakostnaður, mældur í erlendri mynt, hefur hækkað margfalt meira hér á landi í samanburði við okkar helstu nágrannaríki. Þetta er ekki hræðsluáróður heldur sá efnahagsveruleiki sem við blasir og veldur því að mörg fyrirtæki, meðal annars Icelandair, hefur orðið undir í samkeppni við erlenda keppinauta og leitar nú allra leiða til hagræðingar eigi félagið að vera samkeppnisfært. Vandinn sem bankarnir standa frammi fyrir er í grunninn sá hinn sami. Fjárhagslegur styrkur þeirra hefur sjaldan verið meiri, með hæstu eiginfjárhlutföll í Evrópu, sem samanstendur af raunverulegu eigin fé, og geta því vel staðið af sér möguleg stór áföll í efnahagslífinu. Þær eiginfjárkröfur sem bankarnir þurfa að uppfylla, ásamt því að greiða margfalt hærri opinberar álögur en aðrir evrópskir bankar, hefur hins vegar stuðlað að óarðbærum rekstri og rýrt stórkostlega samkeppnishæfni þeirra, einkum í útlánum til fyrirtækja. Það er hægt að afgreiða slík rök með hefðbundnum hætti, sem væl í bankamönnum sem ekki beri að taka mark á, en þetta er engu að síður staðreynd. Enginn hefur talað fyrir breytingum sem miða að því að hverfa aftur til áranna í aðdraganda fjármálahrunsins, enda þótt sumir hagfræðiprófessorar kjósi að stilla hlutunum upp þannig í sínum hliðarveruleika, heldur einungis að fyrirtæki búi við sambærilegt regluverk og þekkist í Evrópu. Svo er ekki í dag. Hagkvæmt og skilvirkt fjármálakerfi, sem hefur burði til að þjónusta fyrirtæki og heimili, er forsenda þess að bæta framleiðni í atvinnulífinu. Ætla mætti að flestir væru sammála um að það væri eftirsóknarvert markmið. Ísland er ekki eyland. Versnandi rekstraraðstæður í atvinnulífinu, sem endurspeglast núna í tíðum hópuppsögnum, er áminning um mikilvægi þess að huga betur að samkeppnishæfni landsins. Enginn ætti að vera stikkfrí í þeirri umræðu. Verkalýðshreyfingin, stjórnmálamenn, eftirlitsstofnanir, Seðlabankinn og atvinnurekendur. Við eigum í alþjóðlegri samkeppni um vinnuafl og fjármagn og hvernig fyrirtækjum reiðir þar af ákvarðar þá verðmætasköpun sem verður til hverju sinni. Þetta gerist nefnilega ekki af sjálfu sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Tíminn hefur verið illa nýttur. Frá 2014 hefur bankastarfsmönnum fækkað um þrettán prósent. Það er of lítið sé tekið mið af viðvarandi erfiðu rekstrarumhverfi, sem einkennist af stífum eiginfjárkröfum og háum sértækum sköttum, og fyrirsjáanlegum áskorunum með nýjum leikendum og mun meiri samkeppni í fjármálaþjónustu. Afleiðingin hefur verið léleg arðsemi og mikill rekstrarkostnaður. Ákvörðun stjórnar Arion um að fækka starfsfólki bankans um eitt hundrað, sem kom ekki á óvart, er viðbragð við þessari stöðu og þess vegna því miður nauðsynleg. Skortur á virkum eigendum hefur valdið því að bankarnir, sem eru að tveimur þriðju hluta í eigu ríkisins, hafa verið reknir á sjálfstýringu í of langan tíma. Afleiðingarnar eru að skýra sýn hefur vantað upp á hverju þurfi að breyta og hvað bæta. Sú staða er ekki lengur í boði. Fjöldauppsagnir hjá Arion og Icelandair, sem eru á meðal stærstu vinnustaða landsins, eiga sér ekki stað í tómarúmi. Þær aðgerðir, ásamt uppsögnum fjölda annarra fyrirtækja í vikunni, eru um margt vitnisburður þverrandi samkeppnishæfni Íslands. Launakostnaður, mældur í erlendri mynt, hefur hækkað margfalt meira hér á landi í samanburði við okkar helstu nágrannaríki. Þetta er ekki hræðsluáróður heldur sá efnahagsveruleiki sem við blasir og veldur því að mörg fyrirtæki, meðal annars Icelandair, hefur orðið undir í samkeppni við erlenda keppinauta og leitar nú allra leiða til hagræðingar eigi félagið að vera samkeppnisfært. Vandinn sem bankarnir standa frammi fyrir er í grunninn sá hinn sami. Fjárhagslegur styrkur þeirra hefur sjaldan verið meiri, með hæstu eiginfjárhlutföll í Evrópu, sem samanstendur af raunverulegu eigin fé, og geta því vel staðið af sér möguleg stór áföll í efnahagslífinu. Þær eiginfjárkröfur sem bankarnir þurfa að uppfylla, ásamt því að greiða margfalt hærri opinberar álögur en aðrir evrópskir bankar, hefur hins vegar stuðlað að óarðbærum rekstri og rýrt stórkostlega samkeppnishæfni þeirra, einkum í útlánum til fyrirtækja. Það er hægt að afgreiða slík rök með hefðbundnum hætti, sem væl í bankamönnum sem ekki beri að taka mark á, en þetta er engu að síður staðreynd. Enginn hefur talað fyrir breytingum sem miða að því að hverfa aftur til áranna í aðdraganda fjármálahrunsins, enda þótt sumir hagfræðiprófessorar kjósi að stilla hlutunum upp þannig í sínum hliðarveruleika, heldur einungis að fyrirtæki búi við sambærilegt regluverk og þekkist í Evrópu. Svo er ekki í dag. Hagkvæmt og skilvirkt fjármálakerfi, sem hefur burði til að þjónusta fyrirtæki og heimili, er forsenda þess að bæta framleiðni í atvinnulífinu. Ætla mætti að flestir væru sammála um að það væri eftirsóknarvert markmið. Ísland er ekki eyland. Versnandi rekstraraðstæður í atvinnulífinu, sem endurspeglast núna í tíðum hópuppsögnum, er áminning um mikilvægi þess að huga betur að samkeppnishæfni landsins. Enginn ætti að vera stikkfrí í þeirri umræðu. Verkalýðshreyfingin, stjórnmálamenn, eftirlitsstofnanir, Seðlabankinn og atvinnurekendur. Við eigum í alþjóðlegri samkeppni um vinnuafl og fjármagn og hvernig fyrirtækjum reiðir þar af ákvarðar þá verðmætasköpun sem verður til hverju sinni. Þetta gerist nefnilega ekki af sjálfu sér.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar