Fótbolti

Vildi ólmur komast til Barcelona í sumar en heimtar nú að þeir greiði sér gamla bónusa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neymar í leik með PSG fyrr á leiktíðinni.
Neymar í leik með PSG fyrr á leiktíðinni. vísir/getty
Brasilíumaðurinn Neymar kom til Barcelona í gær en hann mun mæta fyrir rétt nú í morgunsárið en hann segist eiga inni bónusa frá tíma sínum hjá spænska liðinu.

Málið er komið fyrir rétt og verður tekið fyrir í réttinum í Barcelona í dag en hinn 27 ára gamli Neymar segist eiga inni rúmlega tíu milljónir evra í bónusa hjá spænsku meisturunum.

Neymar fékk rúmlega tólf milljónir evra greiddar út er hann gekk í raðir PSG frá Barcelona fyrir 200 milljónir evra árið 2017 en Brassinn vill meira.







Bónusarnir eru hluti af samningi sem Neymar skrifaði undir er hann gekk í raðir Barcelona en Börsungar segja að hann eigi ekki rétt öllum bónusnum vegna þess að hann kláraði ekki samning sinn hjá félaginu.

Málinu var frestað í janúar er Barcelona óskaði eftir fleiri gönum frá PSG í málinu en því verður ekki frestað aftur.

Mikið fjaðrafok var í kringum Neymar í sumar en hann vildi ólmur komast frá PSG og aftur til Barcelona. Svo varð ekki og er hann því enn í herbúðum PSG.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×