Liverpool með átta stiga forskot eftir sigur á Bramall Lane Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2019 13:15 Wijanaldum fagnar marki sínu með Roberto Firmino. vísir/getty Liverpool náði átta stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 0-1 sigri á nýliðum Sheffield United á Bramall Lane í dag. Liverpool hefur unnið alla sjö leiki sína í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og alls 16 deildarleiki í röð. Georginio Wijnaldum skoraði eina mark leiksins á 70. mínútu. Hann átti þá skot frá vítateigslínu sem Dean Henderson, markvörður Sheffield United, missti klaufalega undir sig. Liverpool þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum gegn spræku liði Sheffield United sem lék vel á löngum köflum. Sadio Mané fékk besta færi fyrri hálfleiks þegar hann skaut í stöngina á marki heimamanna á 43. mínútu. Staðan var markalaus í hálfleik en þetta er í fyrsta skipti á tímabilinu sem Liverpool skorar ekki mark í fyrri hálfleik. Liverpool bætti í sóknina í seinni hálfleik og það skilaði sér í marki sem Henderson vill eflaust gleyma sem fyrst. Skömmu síðar varði hann reyndar vel frá Mohamed Salah. Leon Clarke var nálægt því að jafna fyrir Sheffield United undir lokin en hitti ekki markið. Lokatölur 0-1, Liverpool í vil. Sheffield United er í 10. sæti deildarinnar með átta stig. Enski boltinn
Liverpool náði átta stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 0-1 sigri á nýliðum Sheffield United á Bramall Lane í dag. Liverpool hefur unnið alla sjö leiki sína í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og alls 16 deildarleiki í röð. Georginio Wijnaldum skoraði eina mark leiksins á 70. mínútu. Hann átti þá skot frá vítateigslínu sem Dean Henderson, markvörður Sheffield United, missti klaufalega undir sig. Liverpool þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum gegn spræku liði Sheffield United sem lék vel á löngum köflum. Sadio Mané fékk besta færi fyrri hálfleiks þegar hann skaut í stöngina á marki heimamanna á 43. mínútu. Staðan var markalaus í hálfleik en þetta er í fyrsta skipti á tímabilinu sem Liverpool skorar ekki mark í fyrri hálfleik. Liverpool bætti í sóknina í seinni hálfleik og það skilaði sér í marki sem Henderson vill eflaust gleyma sem fyrst. Skömmu síðar varði hann reyndar vel frá Mohamed Salah. Leon Clarke var nálægt því að jafna fyrir Sheffield United undir lokin en hitti ekki markið. Lokatölur 0-1, Liverpool í vil. Sheffield United er í 10. sæti deildarinnar með átta stig.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti