Þú borðar lygi Ingólfur Ásgeirsson skrifar 12. september 2019 07:00 Danir hafa af umhverfisástæðum ákveðið að stöðva leyfisveitingar fyrir sjókvíaeldi. Mengunin og neikvæð áhrif á lífríkið þykja óásættanleg. Þegar tilkynnt var um þessa ákvörðun sagði Lea Wermelin, umhverfisráðherra Danmerkur, að ef þessi iðnaður vildi stækka þá þyrfti aukið eldi að fara fram á landi. Danir eru ekki þeir einu sem eru að vakna upp við vondan draum um skaðsemi þessa mengandi iðnaðar. Á dögunum tókst náttúruverndarsinnum og heimafólki við einn fallegasta fjörð Chile-hluta hins stórbrotna Patagóníusvæðis að koma í veg fyrir að norskt sjókvíaeldisfyrirtæki kæmi sér þar fyrir. Og í nágrannaríkinu Argentínu fer nú fram hörð barátta gegn því að norsku sjókvíaeldisrisarnir fái leyfi fyrir starfsemi sinni. Margir af þekktustu matreiðslumeisturum Argentínu og náttúruverndarsamtök hafa snúið bökum saman gegn þungu lobbíi sjókvíaeldisins (rétt eins og gerðist hér). Þar á meðal er stjörnukokkurinn Mauro Colagreco, eigandi veitingastaðarins Mirazur í Frakklandi, sem státar af þremur Michelin-stjörnum og var nýlega valinn besti veitingastaður í heimi. „Þú borðar lygi,“ er slagorðið sem Colagreco og félagar nota í baráttu sinni og beina þar spjótum sínum að eldislaxinum sem þeir segja að sé alls engin hollustuvara. Danir hafa réttilega áttað sig á því að það er ekki verjandi að byggja áfram upp iðnað þar sem allur úrgangur af starfseminni, fóðurafgangar, fiskisaur, lyf og eiturefni, er látinn vaða beint í sjóinn eins og tíðkast í opnu sjókvíaeldi. Samkvæmt Umhverfisstofnun Noregs er saurmengunin frá hverju tonni af laxeldi í opnum sjókvíum á við frá sextán manns. Þetta þýðir að ef sjókvíaeldi við Ísland nær 71.000 tonna ársframleiðslu, eins og hámarkið er nú miðað við áhættumat Hafrannsóknastofnunar, verður skólpmengunin á við 1.136.000 manns. Það er meira en þrefaldur íbúafjöldi Íslands. Að halda áfram á þessari braut er hugsunarháttur liðins tíma þegar talið var að hafið gæti tekið endalaust við öllu sem í það var dælt. Nú vitum við betur og verðum að fara að hegða okkur í samræmi við það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Danir hafa af umhverfisástæðum ákveðið að stöðva leyfisveitingar fyrir sjókvíaeldi. Mengunin og neikvæð áhrif á lífríkið þykja óásættanleg. Þegar tilkynnt var um þessa ákvörðun sagði Lea Wermelin, umhverfisráðherra Danmerkur, að ef þessi iðnaður vildi stækka þá þyrfti aukið eldi að fara fram á landi. Danir eru ekki þeir einu sem eru að vakna upp við vondan draum um skaðsemi þessa mengandi iðnaðar. Á dögunum tókst náttúruverndarsinnum og heimafólki við einn fallegasta fjörð Chile-hluta hins stórbrotna Patagóníusvæðis að koma í veg fyrir að norskt sjókvíaeldisfyrirtæki kæmi sér þar fyrir. Og í nágrannaríkinu Argentínu fer nú fram hörð barátta gegn því að norsku sjókvíaeldisrisarnir fái leyfi fyrir starfsemi sinni. Margir af þekktustu matreiðslumeisturum Argentínu og náttúruverndarsamtök hafa snúið bökum saman gegn þungu lobbíi sjókvíaeldisins (rétt eins og gerðist hér). Þar á meðal er stjörnukokkurinn Mauro Colagreco, eigandi veitingastaðarins Mirazur í Frakklandi, sem státar af þremur Michelin-stjörnum og var nýlega valinn besti veitingastaður í heimi. „Þú borðar lygi,“ er slagorðið sem Colagreco og félagar nota í baráttu sinni og beina þar spjótum sínum að eldislaxinum sem þeir segja að sé alls engin hollustuvara. Danir hafa réttilega áttað sig á því að það er ekki verjandi að byggja áfram upp iðnað þar sem allur úrgangur af starfseminni, fóðurafgangar, fiskisaur, lyf og eiturefni, er látinn vaða beint í sjóinn eins og tíðkast í opnu sjókvíaeldi. Samkvæmt Umhverfisstofnun Noregs er saurmengunin frá hverju tonni af laxeldi í opnum sjókvíum á við frá sextán manns. Þetta þýðir að ef sjókvíaeldi við Ísland nær 71.000 tonna ársframleiðslu, eins og hámarkið er nú miðað við áhættumat Hafrannsóknastofnunar, verður skólpmengunin á við 1.136.000 manns. Það er meira en þrefaldur íbúafjöldi Íslands. Að halda áfram á þessari braut er hugsunarháttur liðins tíma þegar talið var að hafið gæti tekið endalaust við öllu sem í það var dælt. Nú vitum við betur og verðum að fara að hegða okkur í samræmi við það.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun