Sorgarmiðstöð skiptir máli Ína Ólöf Sigurðardóttir, Helena Rós Sigmarsdóttir og K. Hulda Guðmundsdóttir og Anna Lísa Björnsdóttir skrifa 12. september 2019 07:22 Sorgarmiðstöð, sem sinnir fræðslu og ráðgjöf til syrgjenda og þeirra sem vinna að velferð þeirra, verður opnuð í kvöld. Fjögur grasrótarfélög á sviði sorgarúrvinnslu standa að Sorgarmiðstöð; Birta landssamtök, Gleym mér ei, Ljónshjarta og Ný dögun og stuðningur í sorg. Unnið úr sorginni með aðstoð Sorgarúrvinnsla eflir og styður við andlega, líkamlega og félagslega heilsu fólks eftir ástvinamissi. Enginn veit hvenær sorgin hellist yfir, eða hvernig ferli sorgarinnar er. Stundum höfum við óraunhæfar hugmyndir um sorgina og bregðumst jafnvel við á óviðeigandi hátt. Fólk getur virst ónærgætið, en í raun heldur það oft að sorgin sé svo persónuleg að það eigi ekki að ræða hana. Sumum finnst erfitt að vera í návist syrgjanda og eftir jarðarför er hinn látni jafnvel ekki nefndur á nafn af því fólk óttast að segja eitthvað óviðeigandi. Það getur verið mjög gagnlegt að ræða við einhvern sem hefur sjálfur gengið í gegnum sorg og veit að hún snýst um að lifa með missinum, en ekki að loka á tilfinningar. Rannsóknir hafa sýnt að góð úrræði í sorg geta fækkað geðheilbrigðisvandamálum og hjálpað til að flýta félagslegri endurhæfingu syrgjenda. Þannig getur úrvinnsla úr sorg haft forvarnargildi, vegna sjúkdóma og félagslegs vanda. Opnun Sorgarmiðstöðvar verður kl. 20:00 í Lífsgæðasetri sem áður var St. Jósefsspítali í Hafnarfirði. Þar verða flutt stutt ávörp og fræðsluerindi fyrir syrgjendur. Þið eruð öll velkomin.Höfundar eru stofnendur Sorgarmiðstöðvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Lísa Björnsdóttir Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Sjá meira
Sorgarmiðstöð, sem sinnir fræðslu og ráðgjöf til syrgjenda og þeirra sem vinna að velferð þeirra, verður opnuð í kvöld. Fjögur grasrótarfélög á sviði sorgarúrvinnslu standa að Sorgarmiðstöð; Birta landssamtök, Gleym mér ei, Ljónshjarta og Ný dögun og stuðningur í sorg. Unnið úr sorginni með aðstoð Sorgarúrvinnsla eflir og styður við andlega, líkamlega og félagslega heilsu fólks eftir ástvinamissi. Enginn veit hvenær sorgin hellist yfir, eða hvernig ferli sorgarinnar er. Stundum höfum við óraunhæfar hugmyndir um sorgina og bregðumst jafnvel við á óviðeigandi hátt. Fólk getur virst ónærgætið, en í raun heldur það oft að sorgin sé svo persónuleg að það eigi ekki að ræða hana. Sumum finnst erfitt að vera í návist syrgjanda og eftir jarðarför er hinn látni jafnvel ekki nefndur á nafn af því fólk óttast að segja eitthvað óviðeigandi. Það getur verið mjög gagnlegt að ræða við einhvern sem hefur sjálfur gengið í gegnum sorg og veit að hún snýst um að lifa með missinum, en ekki að loka á tilfinningar. Rannsóknir hafa sýnt að góð úrræði í sorg geta fækkað geðheilbrigðisvandamálum og hjálpað til að flýta félagslegri endurhæfingu syrgjenda. Þannig getur úrvinnsla úr sorg haft forvarnargildi, vegna sjúkdóma og félagslegs vanda. Opnun Sorgarmiðstöðvar verður kl. 20:00 í Lífsgæðasetri sem áður var St. Jósefsspítali í Hafnarfirði. Þar verða flutt stutt ávörp og fræðsluerindi fyrir syrgjendur. Þið eruð öll velkomin.Höfundar eru stofnendur Sorgarmiðstöðvar.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar