Tilgangurinn helgar ekki meðalið Kristín Völundardóttir skrifar 12. september 2019 14:49 Í þessari viku hafa samtökin Réttur barna á flótta birt myndbönd til stuðnings fjáröflunarátaki fyrir börn á flótta. Þar virðist tilgangurinn vera að slá upp spaugilegri mynd af störfum starfsfólks Útlendingastofnunar í þágu átaksins og til að koma á framfæri gagnrýni á meðferð mála þessa viðkvæma hóps. Það er gott og vel en ekki er hægt að láta hjá líða að gera athugasemdir við nálgun átaksins. Í myndböndum samtakanna er vegið gróflega að æru og heiðarleika starfsfólks Útlendingastofnunar og því gefið að sök að fylgja annarlegum sjónarmiðum í sínum störfum og að virða ekki þau lög og reglur sem þeim ber að fara eftir. Það er eitt að hafa skoðun á því hvernig lög og reglur eru hér á landi og eftir atvikum hvort framkvæmd þeirra tryggi þau markmið sem sett eru fram í löggjöf. En að níða skóinn af því starfsfólki sem vinnur við þennan krefjandi málaflokk á hverjum degi er vægast sagt smekklaust og ófyrirleitið. Með því að beina spjótum sínum að starfsfólki, jafnvel undir því yfirskini að um grín sé að ræða, er reynt að hafa áhrif á vinnubrögð starfsfólksins sem og þá ímynd sem almenningur hefur af þeim einstaklingum sem vinna við þennan málaflokk, í þeim tilgangi væntanlega að þeir skammist sín fyrir að fara eftir sinni bestu sannfæringu í störfum sínum við framkvæmd laga og reglna. Málefnalegri nálgun væri að beina gagnrýninni að þeim sem fara með stjórn þessa málaflokks og handhöfum löggjafarvaldsins og gera það með áreiðanlegum upplýsingum og hófstilltri orðræðu.Höfundur er forstjóri Útlendingastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í þessari viku hafa samtökin Réttur barna á flótta birt myndbönd til stuðnings fjáröflunarátaki fyrir börn á flótta. Þar virðist tilgangurinn vera að slá upp spaugilegri mynd af störfum starfsfólks Útlendingastofnunar í þágu átaksins og til að koma á framfæri gagnrýni á meðferð mála þessa viðkvæma hóps. Það er gott og vel en ekki er hægt að láta hjá líða að gera athugasemdir við nálgun átaksins. Í myndböndum samtakanna er vegið gróflega að æru og heiðarleika starfsfólks Útlendingastofnunar og því gefið að sök að fylgja annarlegum sjónarmiðum í sínum störfum og að virða ekki þau lög og reglur sem þeim ber að fara eftir. Það er eitt að hafa skoðun á því hvernig lög og reglur eru hér á landi og eftir atvikum hvort framkvæmd þeirra tryggi þau markmið sem sett eru fram í löggjöf. En að níða skóinn af því starfsfólki sem vinnur við þennan krefjandi málaflokk á hverjum degi er vægast sagt smekklaust og ófyrirleitið. Með því að beina spjótum sínum að starfsfólki, jafnvel undir því yfirskini að um grín sé að ræða, er reynt að hafa áhrif á vinnubrögð starfsfólksins sem og þá ímynd sem almenningur hefur af þeim einstaklingum sem vinna við þennan málaflokk, í þeim tilgangi væntanlega að þeir skammist sín fyrir að fara eftir sinni bestu sannfæringu í störfum sínum við framkvæmd laga og reglna. Málefnalegri nálgun væri að beina gagnrýninni að þeim sem fara með stjórn þessa málaflokks og handhöfum löggjafarvaldsins og gera það með áreiðanlegum upplýsingum og hófstilltri orðræðu.Höfundur er forstjóri Útlendingastofnunar.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun