Fótbolti

Ancelotti lætur yfirvöld heyra það: „Hvar eigum við að skipta um föt?“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Carlo Ancelotti er ekki sáttur við yfirvöld í Napólí
Carlo Ancelotti er ekki sáttur við yfirvöld í Napólí vísir/getty
Knattspyrnustjóri Napólí, Carlo Ancelotti, er ósáttur við hvernig gengur að endurbæta leikvang liðsins og lét þá sem sjá um framkvæmdirnar heyra það.

„Það er hægt að byggja hús á tveimur mánuðm en þeir gátu ekki lagað búningsklefana,“ sagði Ancelotti.

Napólí hefur spilað fyrst tvo leiki sína í Seria A á útivelli á meðan endurbætur á leikvanginum hafa staðið yfir.

Það er hins vegar heimaleikur gegn Sampdoria á sunnudag og svo kemur Liverpool í heimsókn í Meistaradeild Evrópu á þriðjudag.

„Ég hef séð ástandið á búningsklefunum og ég á ekki til orð yfir því. Ég samþykkti beiðni félagsins að spila fyrstu leikina á útivelli svo hægt væri að klára verkið, eins og okkur var lofað,“ sagði Ancelotti í tilkynningu á vefsíðu félagsins.

„Hvar eigum við að skipta um föt fyrir leikina á móti Sampdoria og Liverpool?“

„Ég er hneykslaður á fólkinu sem sér um þessar framkvæmdir. Hvernig gat stjórnsýslan látið þetta gerast? Þetta er vanvirðing við félagið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×