Lærdómurinn Hörður Ægisson skrifar 13. september 2019 07:00 Skiptir samkeppnishæfni Íslands máli? Svarið virðist einhlítt en orð og efndir fara sjaldnast saman hjá stjórnvöldum. Fyrir þá sem kjósa einfaldar skýringar er auðveldast að telja sér trú um að krónan sé orsök hærra vaxtastigs en í nágrannaríkjum okkar. Ástæðurnar eru flóknari og margþættari. Heimatilbúnar aðgerðir skipta meira máli. Strangar eiginfjárkröfur ásamt auknum álögum hafa skilað þeirri niðurstöðu að við höfum búið til dýrasta bankakerfi í Evrópu. Þessu munu embættismenn og starfsmenn FME vafalaust neita, enda gerir það starf þeirra auðveldara að svona sé búið um hnútana, en þetta er samt staðan. Afleiðingarnar eru hærri fjármögnunarkostnaður fyrirtækja og lakari framleiðni. Er fórnarkostnaðurinn þess virði? Rannsóknir hafa sýnt að eins prósentustigs hækkun á vogunarhlutfalli, sem reiknast sem eigið fé sem hlutfall af heildareignum, skili sér að jafnaði í hærri lánskjörum sem nemur um 0,16%. Vogunarhlutfall íslensku bankanna var um síðustu áramót að jafnaði um 15% á meðan það var um 5,5% í evrópskum bönkum. Sjónarmiðin sem hér togast á, eins og Benedikt Gíslason, nýr bankastjóri Arion banka, útskýrði í viðtali við Markaðinn, eru annars vegar varúðarkröfur og neytendavernd og hins vegar skilvirkni og hagkvæmni í fjármálakerfinu. „Við þurfum að spyrja okkur þeirrar spurningar hvar þessi jafnvægispunktur eigi að liggja en í dag er hann talsvert frá okkar nágrannalöndum,“ segir Benedikt. Í tilfelli Arion, sem hefur skilað arðsemi undir áhættulausum vöxtum, má segja að búið sé að svara þeirri spurningu. Bankinn er ekki lengur samkeppnisfær í útlánum til stærri fyrirtækja, sem geta sótt sér betri kjör á skuldabréfamarkaði, en eftir sitja minni og meðalstór fyrirtæki sem reiða sig á dýra fjármögnun í bankakerfinu. Þessi umræða, sem snýst ekki um að gera eigi bankana berskjaldaða gagnvart fjármálaáföllum, varðar ekki aðeins hagsmuni viðskiptavina heldur einnig ríkisins. Bankasýslan hefur sett fram tillögur sínar um næstu skref í söluferli bankanna. Þær hugmyndir, sem eru skynsamlegar, lúta að því að seldur verði fjórðungshlutur í Íslandsbanka með útboði og tvíhliða skráningu eða að allt að hundrað prósenta hlutur með uppboðsleið þar sem fjárfestingabankar og sjóðir gera tilboð. Lilja Alfreðsdóttir hefur sagst leggja áherslu á mikilvægi þess að eigendastefna ríkisins verði áður uppfærð og eins að staðið verðið þannig að málum að almenningur muni hafa traust á ferlinu og í garð fjármálakerfisins. Undir þau sjónarmið má taka. Meira þarf samt til. Áhugasamir fjárfestar, sem bíða ekki í röðum, vilja vita við hverju má búast þegar kemur að lagalegri umgjörð horft fram í tímann. Þar er ekki síður mikilvægt að sýn ríkisstjórnarinnar liggi fyrir, meðal annars um skattlagningu, eiginfjárkröfur og samstarf til að minnka upplýsingatæknikostnað, enda ræður það miklu um það verð sem skattgreiðendur geta vænst þess að fá fyrir bankana. Lærdómur síðustu ára, sem við sáum hvað skýrast við úrlausn slitabúa föllnu bankanna og áætlunar um losun hafta, er að pólitískt eignarhald er forsenda árangurs í stórum og flóknum málum. Sala á tveimur bönkum, sem eru með yfir 400 milljarða í eigið fé, er slíkt verkefni. Bankasýslan hefur gert sitt, en nú er komið að stjórnmálunum að taka við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Skiptir samkeppnishæfni Íslands máli? Svarið virðist einhlítt en orð og efndir fara sjaldnast saman hjá stjórnvöldum. Fyrir þá sem kjósa einfaldar skýringar er auðveldast að telja sér trú um að krónan sé orsök hærra vaxtastigs en í nágrannaríkjum okkar. Ástæðurnar eru flóknari og margþættari. Heimatilbúnar aðgerðir skipta meira máli. Strangar eiginfjárkröfur ásamt auknum álögum hafa skilað þeirri niðurstöðu að við höfum búið til dýrasta bankakerfi í Evrópu. Þessu munu embættismenn og starfsmenn FME vafalaust neita, enda gerir það starf þeirra auðveldara að svona sé búið um hnútana, en þetta er samt staðan. Afleiðingarnar eru hærri fjármögnunarkostnaður fyrirtækja og lakari framleiðni. Er fórnarkostnaðurinn þess virði? Rannsóknir hafa sýnt að eins prósentustigs hækkun á vogunarhlutfalli, sem reiknast sem eigið fé sem hlutfall af heildareignum, skili sér að jafnaði í hærri lánskjörum sem nemur um 0,16%. Vogunarhlutfall íslensku bankanna var um síðustu áramót að jafnaði um 15% á meðan það var um 5,5% í evrópskum bönkum. Sjónarmiðin sem hér togast á, eins og Benedikt Gíslason, nýr bankastjóri Arion banka, útskýrði í viðtali við Markaðinn, eru annars vegar varúðarkröfur og neytendavernd og hins vegar skilvirkni og hagkvæmni í fjármálakerfinu. „Við þurfum að spyrja okkur þeirrar spurningar hvar þessi jafnvægispunktur eigi að liggja en í dag er hann talsvert frá okkar nágrannalöndum,“ segir Benedikt. Í tilfelli Arion, sem hefur skilað arðsemi undir áhættulausum vöxtum, má segja að búið sé að svara þeirri spurningu. Bankinn er ekki lengur samkeppnisfær í útlánum til stærri fyrirtækja, sem geta sótt sér betri kjör á skuldabréfamarkaði, en eftir sitja minni og meðalstór fyrirtæki sem reiða sig á dýra fjármögnun í bankakerfinu. Þessi umræða, sem snýst ekki um að gera eigi bankana berskjaldaða gagnvart fjármálaáföllum, varðar ekki aðeins hagsmuni viðskiptavina heldur einnig ríkisins. Bankasýslan hefur sett fram tillögur sínar um næstu skref í söluferli bankanna. Þær hugmyndir, sem eru skynsamlegar, lúta að því að seldur verði fjórðungshlutur í Íslandsbanka með útboði og tvíhliða skráningu eða að allt að hundrað prósenta hlutur með uppboðsleið þar sem fjárfestingabankar og sjóðir gera tilboð. Lilja Alfreðsdóttir hefur sagst leggja áherslu á mikilvægi þess að eigendastefna ríkisins verði áður uppfærð og eins að staðið verðið þannig að málum að almenningur muni hafa traust á ferlinu og í garð fjármálakerfisins. Undir þau sjónarmið má taka. Meira þarf samt til. Áhugasamir fjárfestar, sem bíða ekki í röðum, vilja vita við hverju má búast þegar kemur að lagalegri umgjörð horft fram í tímann. Þar er ekki síður mikilvægt að sýn ríkisstjórnarinnar liggi fyrir, meðal annars um skattlagningu, eiginfjárkröfur og samstarf til að minnka upplýsingatæknikostnað, enda ræður það miklu um það verð sem skattgreiðendur geta vænst þess að fá fyrir bankana. Lærdómur síðustu ára, sem við sáum hvað skýrast við úrlausn slitabúa föllnu bankanna og áætlunar um losun hafta, er að pólitískt eignarhald er forsenda árangurs í stórum og flóknum málum. Sala á tveimur bönkum, sem eru með yfir 400 milljarða í eigið fé, er slíkt verkefni. Bankasýslan hefur gert sitt, en nú er komið að stjórnmálunum að taka við.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun