Hryllingur í sundlauginni Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 14. september 2019 08:00 The Host fjallar um ógurlegt skrímsli sem hlífir engum. Hið árlega og vinsæla sundlaugarbíó RIFF sem alltaf hefur verið uppselt á fer fram í Sundhöllinni í Reykjavík þann 28. september klukkan 19.30 í ár. Á boðstólum verður The Host (Skrímslið, 2006), hin fræga skrímslamynd suður-kóreska leikstjórans Bong Joon-ho. Kvikmyndinni verður varpað á tjald í gömlu innilauginni, sem verður hituð upp. Bong Joon-ho sem stýrir myndinni vann aðalverðlaun Cannes-hátíðarinnar í vor með myndinni Parasite og verður sú mynd lokamynd RIFF-hátíðarinnar. En í Sundbíóinu er ein af fyrri myndum hans sýnd. The Host varð á nokkrum mánuðum aðsóknarmesta bíómynd í Kóreu frá upphafi. Þrettán milljón miðar seldust á myndina frá júlímánuði og fram í nóvember. Myndin átti síðan eftir að vinna til margra alþjóðlegra verðlauna. The Host fjallar um mann sem lendir í þeim hremmingum að skrímsli rænir dóttur hans. Allt hefst þetta á því að bandarískur meinafræðingur hellir eiturefnum í á í Suður-Kóreu sem er lífæð landsins. Þetta athæfi bandaríska meinafræðingsins leiðir til þess að skrímsli vex í ánni og byrjar að ráðast á fólk. Þetta er „költ“ mynd sem náði algjörri met miðasölu á síðasta áratug og gaf tóninn fyrir feril leikstjórans. Þess skal svo getið að í ár býður RIFF upp á nýjan flokk mynda sem eru hryllingsmyndir og margar gerast á norrænum slóðum. Meðal þeirra er hryllingskómedían Helsinki Mansplaining Massacre um örvæntingarfullan flótta konu undan hópi manna sem vilja útskýra allt fyrir henni. Myndin hefur hlotið fjölda viðurkenninga á hryllingsmyndahátíðum víða um heim. Einnig má nefna Evil Ed um mann sem er ljúfur og listrænn klippari í þægilegu starfi. Þegar hann er færður yfir í hryllingsdeildina og látinn ritskoða hrollvekjur daginn út og inn byrjar hann smám saman að missa vitið. Sænsk költmynd sem er í senn óður til subbumynda níunda áratugarins og glettin ádeila á hið harðsoðna sænska ritskoðunarkerfi. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Reykjavík RIFF Sundlaugar Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Hið árlega og vinsæla sundlaugarbíó RIFF sem alltaf hefur verið uppselt á fer fram í Sundhöllinni í Reykjavík þann 28. september klukkan 19.30 í ár. Á boðstólum verður The Host (Skrímslið, 2006), hin fræga skrímslamynd suður-kóreska leikstjórans Bong Joon-ho. Kvikmyndinni verður varpað á tjald í gömlu innilauginni, sem verður hituð upp. Bong Joon-ho sem stýrir myndinni vann aðalverðlaun Cannes-hátíðarinnar í vor með myndinni Parasite og verður sú mynd lokamynd RIFF-hátíðarinnar. En í Sundbíóinu er ein af fyrri myndum hans sýnd. The Host varð á nokkrum mánuðum aðsóknarmesta bíómynd í Kóreu frá upphafi. Þrettán milljón miðar seldust á myndina frá júlímánuði og fram í nóvember. Myndin átti síðan eftir að vinna til margra alþjóðlegra verðlauna. The Host fjallar um mann sem lendir í þeim hremmingum að skrímsli rænir dóttur hans. Allt hefst þetta á því að bandarískur meinafræðingur hellir eiturefnum í á í Suður-Kóreu sem er lífæð landsins. Þetta athæfi bandaríska meinafræðingsins leiðir til þess að skrímsli vex í ánni og byrjar að ráðast á fólk. Þetta er „költ“ mynd sem náði algjörri met miðasölu á síðasta áratug og gaf tóninn fyrir feril leikstjórans. Þess skal svo getið að í ár býður RIFF upp á nýjan flokk mynda sem eru hryllingsmyndir og margar gerast á norrænum slóðum. Meðal þeirra er hryllingskómedían Helsinki Mansplaining Massacre um örvæntingarfullan flótta konu undan hópi manna sem vilja útskýra allt fyrir henni. Myndin hefur hlotið fjölda viðurkenninga á hryllingsmyndahátíðum víða um heim. Einnig má nefna Evil Ed um mann sem er ljúfur og listrænn klippari í þægilegu starfi. Þegar hann er færður yfir í hryllingsdeildina og látinn ritskoða hrollvekjur daginn út og inn byrjar hann smám saman að missa vitið. Sænsk költmynd sem er í senn óður til subbumynda níunda áratugarins og glettin ádeila á hið harðsoðna sænska ritskoðunarkerfi.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Reykjavík RIFF Sundlaugar Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira