Schengen Davíð Stefánsson skrifar 16. september 2019 07:00 Líkt og var með þriðja orkupakkann á sínum tíma er hætt við vaxandi undiröldu gegn aðild Íslands að Schengen-samstarfinu. Nýleg orðræða talsmanna lýðhylli í greinaskrifum og í útvarpi lýsir efasemdum og jafnvel andstöðu gegn samstarfinu. Það er því full þörf á staðfestu og varðstöðu stjórnmálamanna um þetta mikilvæga mál. Schengen-samstarfið, sem tók gildi með samningi 2001, er samstarf Evrópuríkja á sviði landamæraeftirlits og löggæslu sem byggir á Schengen-samningnum. Markmiðið er að auðvelda ferðir fólks innan Evrópu og tryggja öryggi borgaranna með samvinnu. Norðurlöndin fimm ákváðu árið 1996 að taka þátt í samstarfinu enda höfðu þau í áratugi leyst ríkisborgara annarra Norðurlanda undan skyldu til að hafa í höndum vegabréf og dvalarleyfi við dvöl í öðru norrænu landi en heimalandinu. Norræna vegabréfasambandið féll að vissu leyti inn í Schengen-samstarf Evrópusambandsins. Schengen-samstarfið felst í grundvallaratriðum í tvennu. Annars vegar afnámi vegabréfaskoðunar á innri landamærum þátttökuríkjanna og hins vegar mótvægisaðgerðum, sem felast einkum í samræmdum reglum um eftirlit á ytri landamærum Schengen-svæðisins. Reglur um vegabréfsáritanir hafa verið samræmdar þannig að áritun í einu aðildarríki gildir í þeim öllum. Þá er samvinna lögreglu ríkjanna í baráttu gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi auðvelduð með rekstri sameiginlegs upplýsingakerfis sem geymir upplýsingar um eftirlýsta einstaklinga og framsalsbeiðnir. Að auki hefur Ísland, í gegnum Schengen-samstarfið, aðild að Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu (Frontex). Flugvélar og varðskip Landhelgisgæslunnar hafa tekið þátt í verkefnum Frontex í áraraðir. Talsmenn lýðhylli víða um Evrópu eru óþreytandi að benda á þær fordæmalausu áskoranir sem Schengen-samstarfið hefur sætt síðustu ár vegna fjölgunar flóttamanna og vegna aukinnar öryggisógnar frá hryðjuverkaárásum. En þessar áskoranir eru ekki rök gegn samvinnu. Þvert á móti sýna þær fram á nauðsyn alþjóðasamvinnu, ekki síst fyrir smærri þjóðir. Áskoranirnar felast einnig í fjölgun ferðamanna. Sú þróun kallar á upplýsingar til að tryggja öryggi. Það er galið að ætla að Íslendingar geti sinnt eftirliti einir og sér óháð samvinnu við aðra. Miðlun upplýsinga og virk alþjóðasamvinna lögreglu er okkur nauðsyn. Það fæst með Schengen-samstarfinu. Það þýðir þó ekki að samstarfið eða upplýsingakerfi þess sé hafið yfir gagnrýni. Ör þróun í upplýsingatækni og alþjóðaáskoranir kalla á sífellt endurmat og aðlögun. Í þeirri þingmálaskrá sem liggur fyrir 150. löggjafarþingi hefur dómsmálaráðherra listað nokkur mál tengd Schengen-samstarfinu. Þar á meðal að breyta á lögum um Schengen-upplýsingakerfið og kynna útgáfu og notkun nafnskírteina sem jafnframt væru ferðaskilríki á Schengen-svæðinu. Það er mikilvægt að nýr ráðherra dómsmála sendi skýr skilaboð um stuðning við Schengen-samstarfið. Þannig stendur hún vörð um íslenska hagsmuni og öryggi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Líkt og var með þriðja orkupakkann á sínum tíma er hætt við vaxandi undiröldu gegn aðild Íslands að Schengen-samstarfinu. Nýleg orðræða talsmanna lýðhylli í greinaskrifum og í útvarpi lýsir efasemdum og jafnvel andstöðu gegn samstarfinu. Það er því full þörf á staðfestu og varðstöðu stjórnmálamanna um þetta mikilvæga mál. Schengen-samstarfið, sem tók gildi með samningi 2001, er samstarf Evrópuríkja á sviði landamæraeftirlits og löggæslu sem byggir á Schengen-samningnum. Markmiðið er að auðvelda ferðir fólks innan Evrópu og tryggja öryggi borgaranna með samvinnu. Norðurlöndin fimm ákváðu árið 1996 að taka þátt í samstarfinu enda höfðu þau í áratugi leyst ríkisborgara annarra Norðurlanda undan skyldu til að hafa í höndum vegabréf og dvalarleyfi við dvöl í öðru norrænu landi en heimalandinu. Norræna vegabréfasambandið féll að vissu leyti inn í Schengen-samstarf Evrópusambandsins. Schengen-samstarfið felst í grundvallaratriðum í tvennu. Annars vegar afnámi vegabréfaskoðunar á innri landamærum þátttökuríkjanna og hins vegar mótvægisaðgerðum, sem felast einkum í samræmdum reglum um eftirlit á ytri landamærum Schengen-svæðisins. Reglur um vegabréfsáritanir hafa verið samræmdar þannig að áritun í einu aðildarríki gildir í þeim öllum. Þá er samvinna lögreglu ríkjanna í baráttu gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi auðvelduð með rekstri sameiginlegs upplýsingakerfis sem geymir upplýsingar um eftirlýsta einstaklinga og framsalsbeiðnir. Að auki hefur Ísland, í gegnum Schengen-samstarfið, aðild að Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu (Frontex). Flugvélar og varðskip Landhelgisgæslunnar hafa tekið þátt í verkefnum Frontex í áraraðir. Talsmenn lýðhylli víða um Evrópu eru óþreytandi að benda á þær fordæmalausu áskoranir sem Schengen-samstarfið hefur sætt síðustu ár vegna fjölgunar flóttamanna og vegna aukinnar öryggisógnar frá hryðjuverkaárásum. En þessar áskoranir eru ekki rök gegn samvinnu. Þvert á móti sýna þær fram á nauðsyn alþjóðasamvinnu, ekki síst fyrir smærri þjóðir. Áskoranirnar felast einnig í fjölgun ferðamanna. Sú þróun kallar á upplýsingar til að tryggja öryggi. Það er galið að ætla að Íslendingar geti sinnt eftirliti einir og sér óháð samvinnu við aðra. Miðlun upplýsinga og virk alþjóðasamvinna lögreglu er okkur nauðsyn. Það fæst með Schengen-samstarfinu. Það þýðir þó ekki að samstarfið eða upplýsingakerfi þess sé hafið yfir gagnrýni. Ör þróun í upplýsingatækni og alþjóðaáskoranir kalla á sífellt endurmat og aðlögun. Í þeirri þingmálaskrá sem liggur fyrir 150. löggjafarþingi hefur dómsmálaráðherra listað nokkur mál tengd Schengen-samstarfinu. Þar á meðal að breyta á lögum um Schengen-upplýsingakerfið og kynna útgáfu og notkun nafnskírteina sem jafnframt væru ferðaskilríki á Schengen-svæðinu. Það er mikilvægt að nýr ráðherra dómsmála sendi skýr skilaboð um stuðning við Schengen-samstarfið. Þannig stendur hún vörð um íslenska hagsmuni og öryggi.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun