Caravan Haukur Örn Birgisson skrifar 17. september 2019 09:30 Ég á von á tvíburum. Þeir eru víst eineggja og eru væntanlegir í lok janúar. Fyrir eigum við tvö börn, sjö og níu ára. Ég reiknaði ekkert sérstaklega með því að eignast fleiri börn og er mjög sáttur með þessi tvö sem ég á fyrir. Fréttirnar af væntanlegri komu tvíburanna voru mér því svolítið sjokk. Nei, ég lýg því. Þær komu alveg flatt upp á mig. Gleði í stressleginni maríneringu. Ein af mínum fyrstu viðbrögðum voru að hafa áhyggjur af praktískum atriðum eins og skorti á svefnherbergjum, ráðningu á au-pair og bílnum mínum, sem nú þarf að skipta út. Það breytist víst margt þegar maður eignast þriðja og fjórða barnið, sérstaklega ef það gerist á einni nóttu. Allt í einu verður húsnæðið ekki nógu stórt, bíllinn of lítill og allt gamla barnadótið kemur að engum notum. Það passar ekkert fyrir tvíbura. Allt þarf að vera tvöfalt. En aftur að bílnum. Ég get ekki sagt að ég keyri um á mikilli drossíu en bíllinn minn er samt alveg ágætur. Mitsubishi Outlander, eins og helmingur þjóðarinnar á. Með hryllingi hugsa ég til þess að nú þurfi ég að aka um bæinn á sjö manna bíl. Til að gagn sé að honum þá þarf hann víst að vera með rennihurð. Ekki skánar hann við það. Gott ef rennihurðin verður ekki með parketklæðningu, eins og í bandarískum úthverfabíómyndum. Þvílík örlög. Það er alveg ljóst að þetta er að fara að kosta mig að minnsta kosti 400 töffarastig - og á ég nú ekkert alltof mörg fyrir. Nýorðinn miðaldra, of þungur og að verða gráhærður. Strumpastrætó er líklegast það síðasta sem ég þarf á að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Ég á von á tvíburum. Þeir eru víst eineggja og eru væntanlegir í lok janúar. Fyrir eigum við tvö börn, sjö og níu ára. Ég reiknaði ekkert sérstaklega með því að eignast fleiri börn og er mjög sáttur með þessi tvö sem ég á fyrir. Fréttirnar af væntanlegri komu tvíburanna voru mér því svolítið sjokk. Nei, ég lýg því. Þær komu alveg flatt upp á mig. Gleði í stressleginni maríneringu. Ein af mínum fyrstu viðbrögðum voru að hafa áhyggjur af praktískum atriðum eins og skorti á svefnherbergjum, ráðningu á au-pair og bílnum mínum, sem nú þarf að skipta út. Það breytist víst margt þegar maður eignast þriðja og fjórða barnið, sérstaklega ef það gerist á einni nóttu. Allt í einu verður húsnæðið ekki nógu stórt, bíllinn of lítill og allt gamla barnadótið kemur að engum notum. Það passar ekkert fyrir tvíbura. Allt þarf að vera tvöfalt. En aftur að bílnum. Ég get ekki sagt að ég keyri um á mikilli drossíu en bíllinn minn er samt alveg ágætur. Mitsubishi Outlander, eins og helmingur þjóðarinnar á. Með hryllingi hugsa ég til þess að nú þurfi ég að aka um bæinn á sjö manna bíl. Til að gagn sé að honum þá þarf hann víst að vera með rennihurð. Ekki skánar hann við það. Gott ef rennihurðin verður ekki með parketklæðningu, eins og í bandarískum úthverfabíómyndum. Þvílík örlög. Það er alveg ljóst að þetta er að fara að kosta mig að minnsta kosti 400 töffarastig - og á ég nú ekkert alltof mörg fyrir. Nýorðinn miðaldra, of þungur og að verða gráhærður. Strumpastrætó er líklegast það síðasta sem ég þarf á að halda.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar