Michael Schumacher útskrifaður af sjúkrahúsinu í París eftir tilraunameðferðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2019 13:00 Schumacher er sigursælasti formúlukappi sögunnar vísir/getty Meðferð Michael Schumacher á sjúkrahúsinu í París er lokið samkvæmt blaðamanni franska blaðsins Le Parisien. Hin fimmtuga þýska kappakstursgoðsögn fór í síðustu viku í tilraunameðferð hjá Frakkanum Philippe Menaschés á Georges Pompidou sjúkrahúsinu í París. Jean-Michel Décugis, blaðamaður Le Parisien, sagði í sjónvarpsviðtali að meðferðinni væri lokið og að Michael Schumacher hefði snúið til baka til síns heima sem er við Genfarvatn í Sviss. Expressen segir frá. Samkvæmt fréttum Le Parisien þá var ætlunin að sprauta stofnfrumum í Michael Schumacher með það markmið að vinna á bólgum í höfði hans. Starfslið spítalans sagði frá því að Michael Schumacher hafi verið með meðvitund eftir meðferðina. Philippe Menaschés er frumkvöðull í slíkum lækningum enda sá fyrsti í heimi sem reyndi slíkt á mannfólki. Þessi aðferð er oftast notuð við meðhöndlun á hjartasjúkdómum en hún ætti að hafa jákvæð áhrif á aðra líkamshluta. Michael Schumacher er að glíma við skelfilegar afleiðingar þess að hafa fengið mikið höfuðhögg þegar hann datt á skíðum í lok desember 2013. Mikil leynd hefur verið yfir ástandi Michael Schumacher eftir slysið og hann hefur ekki sést opinberlega síðan. Schumacher var haldið sofandi í níu mánuði eftir slysið eða þar til að hann var útskrifaður af spítalanum. Það eina sem var gefið út var að hans biði þá löng og erfið barátta í endurhæfingu sinni. Michael Schumacher er sá eini sem hefur orðið sjö sinnum heimsmeistari í formúlu eitt en hann vann titilinn meðal annars fimm ár í röð frá 2000 til 2004. Hann á líka fjölda annarra meta í formúlu eitt. The news that Schumacher is now under the care of world-renowned surgeon Philippe Menasché, described as a “pioneer in cell surgery” has provoked a fever of hope and speculation among fans. Here's how cutting-edge technology could be used to treat traumatic brain injuries: — The Telegraph (@Telegraph) September 16, 2019 Formúla 1 Frakkland Þýskaland Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Spila allar í takkaskóm fyrir konur Fótbolti Missti móður sína nokkrum klukkutímum eftir að hann var valinn í NFL Sport Fleiri fréttir Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Almar Orri til Miami háskólans Spila allar í takkaskóm fyrir konur Missti móður sína nokkrum klukkutímum eftir að hann var valinn í NFL Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Warholm setti fyrsta heimsmetið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Hollywood-liðið komið upp í B-deild Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Elvar stigahæstur í öruggum sigri Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Sjá meira
Meðferð Michael Schumacher á sjúkrahúsinu í París er lokið samkvæmt blaðamanni franska blaðsins Le Parisien. Hin fimmtuga þýska kappakstursgoðsögn fór í síðustu viku í tilraunameðferð hjá Frakkanum Philippe Menaschés á Georges Pompidou sjúkrahúsinu í París. Jean-Michel Décugis, blaðamaður Le Parisien, sagði í sjónvarpsviðtali að meðferðinni væri lokið og að Michael Schumacher hefði snúið til baka til síns heima sem er við Genfarvatn í Sviss. Expressen segir frá. Samkvæmt fréttum Le Parisien þá var ætlunin að sprauta stofnfrumum í Michael Schumacher með það markmið að vinna á bólgum í höfði hans. Starfslið spítalans sagði frá því að Michael Schumacher hafi verið með meðvitund eftir meðferðina. Philippe Menaschés er frumkvöðull í slíkum lækningum enda sá fyrsti í heimi sem reyndi slíkt á mannfólki. Þessi aðferð er oftast notuð við meðhöndlun á hjartasjúkdómum en hún ætti að hafa jákvæð áhrif á aðra líkamshluta. Michael Schumacher er að glíma við skelfilegar afleiðingar þess að hafa fengið mikið höfuðhögg þegar hann datt á skíðum í lok desember 2013. Mikil leynd hefur verið yfir ástandi Michael Schumacher eftir slysið og hann hefur ekki sést opinberlega síðan. Schumacher var haldið sofandi í níu mánuði eftir slysið eða þar til að hann var útskrifaður af spítalanum. Það eina sem var gefið út var að hans biði þá löng og erfið barátta í endurhæfingu sinni. Michael Schumacher er sá eini sem hefur orðið sjö sinnum heimsmeistari í formúlu eitt en hann vann titilinn meðal annars fimm ár í röð frá 2000 til 2004. Hann á líka fjölda annarra meta í formúlu eitt. The news that Schumacher is now under the care of world-renowned surgeon Philippe Menasché, described as a “pioneer in cell surgery” has provoked a fever of hope and speculation among fans. Here's how cutting-edge technology could be used to treat traumatic brain injuries: — The Telegraph (@Telegraph) September 16, 2019
Formúla 1 Frakkland Þýskaland Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Spila allar í takkaskóm fyrir konur Fótbolti Missti móður sína nokkrum klukkutímum eftir að hann var valinn í NFL Sport Fleiri fréttir Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Almar Orri til Miami háskólans Spila allar í takkaskóm fyrir konur Missti móður sína nokkrum klukkutímum eftir að hann var valinn í NFL Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Warholm setti fyrsta heimsmetið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Hollywood-liðið komið upp í B-deild Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Elvar stigahæstur í öruggum sigri Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Sjá meira