Segir hátt áfengisverð í boði fjármálaráðherra og annarra stjórnmálamanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. september 2019 18:24 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að hátt verð á áfengi hér á landi sé í boði Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og annarra stjórnmálamanna á Alþingi. Annars vegar megi rekja hátt verð til opinberra gjalda sem leggjast á vöruna og svo hins vegar með álagningu ÁTVR, sem er í eigu ríkisins. Það vakti athygli í dag þegar Bjarni benti á hátt verð á stórum bjór á krana á barnum á Nordica Hilton-hótelinu í Reykjavík í færslu á Facebook-síðu sinni. Færsla Bjarna kom í kjölfarið á gagnrýni Ólafs í Viðskiptablaðinu í dag á 2,5 prósent hækkun áfengisgjalds sem boðuð er í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Rætt var við Ólaf um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Spurður út í Facebook-færslu Bjarna sagði Ólafur að ráðherrann væri sjálfur að selja meiri partinn af bjórnum í gegnum ríkisbúðina. „Og þar stjórna hann og félagar hans á Alþingi verðinu algjörlega, annars vegar með opinberum gjöldum á vöruna og hins vegar með álagninu ÁTVR. Því miður þá er fjármálaráðherrann í þessari færslu að dreifa athyglinni frá aðalatriðum málsins sem er að hið háa verð er í boði hans og annarra stjórnmálamanna,“ sagði Ólafur. Þá benti hann á að það væri ekkert nýtt að bjórinn væri dýrara á fínustu hótelum bæjarins en út úr búð. „Ef við horfum bara á útsöluverðið hvort sem er á bjór eða einhverju öðru áfengi í Vínbúðunum okkar þá eigum við Evrópumetið í öllum tilvikum nema að bjór er dýrari út úr búð í Noregi heldur en hér. Þar eru hærri opinber gjöld á honum sem útskýra það. Það er eina dæmið sem við finnum í þrjátíu og eitthvað Evrópulöndum um hærri gjaldtöku hins opinbera af áfengi og hærra verð.“ Ólafur sagði ástæðuna vera hæstu áfengisskatta í Evrópu. Félag atvinnurekenda hafi bent á það árum saman að menn hljóti að vera komnir að einhverjum mörkum í þessu. Ýmis rök hafi verið færð fram fyrir háum sköttum á áfengi, til dæmis er snýr að lýðheilsusjónarmiðum. Sagði Ólafur það geta verið gilt sjónarmið. „Það er hægt að færa rök fyrir því að áfengisneysla búi til vandamál sem kosta ríkissjóð einhverja tilteknar fjárhæðir og það sé ekki óeðlilegt að reyna að halda neyslunni niðri og fá tekjur á móti. En þá vaknar hins vegar spurningin hvar liggja mörkin því ef við horfum í kringum okkur í Evrópu þá skera norrænu ríkin sig úr. Noregur, Svíþjóð og Finnland eru með háa skatta á áfengi en þau eru samt, og þá sérstaklega Svíþjóð og Finnland, í öðrum keppnisflokki en Ísland. Við erum með helmingi hærri álögur á sterkt vín, kannski þrjátíu til sextíu prósent meira á bjór og svo framvegis. Það er mjög erfitt að gera atlögu að þessu Evrópumeti Íslendinga í áfengisverði,“ sagði Ólafur en viðtalið við hann í Reykjavík síðdegis má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Áfengi og tóbak Neytendur Tengdar fréttir Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59 Mest lesið Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að hátt verð á áfengi hér á landi sé í boði Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og annarra stjórnmálamanna á Alþingi. Annars vegar megi rekja hátt verð til opinberra gjalda sem leggjast á vöruna og svo hins vegar með álagningu ÁTVR, sem er í eigu ríkisins. Það vakti athygli í dag þegar Bjarni benti á hátt verð á stórum bjór á krana á barnum á Nordica Hilton-hótelinu í Reykjavík í færslu á Facebook-síðu sinni. Færsla Bjarna kom í kjölfarið á gagnrýni Ólafs í Viðskiptablaðinu í dag á 2,5 prósent hækkun áfengisgjalds sem boðuð er í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Rætt var við Ólaf um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Spurður út í Facebook-færslu Bjarna sagði Ólafur að ráðherrann væri sjálfur að selja meiri partinn af bjórnum í gegnum ríkisbúðina. „Og þar stjórna hann og félagar hans á Alþingi verðinu algjörlega, annars vegar með opinberum gjöldum á vöruna og hins vegar með álagninu ÁTVR. Því miður þá er fjármálaráðherrann í þessari færslu að dreifa athyglinni frá aðalatriðum málsins sem er að hið háa verð er í boði hans og annarra stjórnmálamanna,“ sagði Ólafur. Þá benti hann á að það væri ekkert nýtt að bjórinn væri dýrara á fínustu hótelum bæjarins en út úr búð. „Ef við horfum bara á útsöluverðið hvort sem er á bjór eða einhverju öðru áfengi í Vínbúðunum okkar þá eigum við Evrópumetið í öllum tilvikum nema að bjór er dýrari út úr búð í Noregi heldur en hér. Þar eru hærri opinber gjöld á honum sem útskýra það. Það er eina dæmið sem við finnum í þrjátíu og eitthvað Evrópulöndum um hærri gjaldtöku hins opinbera af áfengi og hærra verð.“ Ólafur sagði ástæðuna vera hæstu áfengisskatta í Evrópu. Félag atvinnurekenda hafi bent á það árum saman að menn hljóti að vera komnir að einhverjum mörkum í þessu. Ýmis rök hafi verið færð fram fyrir háum sköttum á áfengi, til dæmis er snýr að lýðheilsusjónarmiðum. Sagði Ólafur það geta verið gilt sjónarmið. „Það er hægt að færa rök fyrir því að áfengisneysla búi til vandamál sem kosta ríkissjóð einhverja tilteknar fjárhæðir og það sé ekki óeðlilegt að reyna að halda neyslunni niðri og fá tekjur á móti. En þá vaknar hins vegar spurningin hvar liggja mörkin því ef við horfum í kringum okkur í Evrópu þá skera norrænu ríkin sig úr. Noregur, Svíþjóð og Finnland eru með háa skatta á áfengi en þau eru samt, og þá sérstaklega Svíþjóð og Finnland, í öðrum keppnisflokki en Ísland. Við erum með helmingi hærri álögur á sterkt vín, kannski þrjátíu til sextíu prósent meira á bjór og svo framvegis. Það er mjög erfitt að gera atlögu að þessu Evrópumeti Íslendinga í áfengisverði,“ sagði Ólafur en viðtalið við hann í Reykjavík síðdegis má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Áfengi og tóbak Neytendur Tengdar fréttir Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59 Mest lesið Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59