Segir hátt áfengisverð í boði fjármálaráðherra og annarra stjórnmálamanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. september 2019 18:24 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að hátt verð á áfengi hér á landi sé í boði Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og annarra stjórnmálamanna á Alþingi. Annars vegar megi rekja hátt verð til opinberra gjalda sem leggjast á vöruna og svo hins vegar með álagningu ÁTVR, sem er í eigu ríkisins. Það vakti athygli í dag þegar Bjarni benti á hátt verð á stórum bjór á krana á barnum á Nordica Hilton-hótelinu í Reykjavík í færslu á Facebook-síðu sinni. Færsla Bjarna kom í kjölfarið á gagnrýni Ólafs í Viðskiptablaðinu í dag á 2,5 prósent hækkun áfengisgjalds sem boðuð er í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Rætt var við Ólaf um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Spurður út í Facebook-færslu Bjarna sagði Ólafur að ráðherrann væri sjálfur að selja meiri partinn af bjórnum í gegnum ríkisbúðina. „Og þar stjórna hann og félagar hans á Alþingi verðinu algjörlega, annars vegar með opinberum gjöldum á vöruna og hins vegar með álagninu ÁTVR. Því miður þá er fjármálaráðherrann í þessari færslu að dreifa athyglinni frá aðalatriðum málsins sem er að hið háa verð er í boði hans og annarra stjórnmálamanna,“ sagði Ólafur. Þá benti hann á að það væri ekkert nýtt að bjórinn væri dýrara á fínustu hótelum bæjarins en út úr búð. „Ef við horfum bara á útsöluverðið hvort sem er á bjór eða einhverju öðru áfengi í Vínbúðunum okkar þá eigum við Evrópumetið í öllum tilvikum nema að bjór er dýrari út úr búð í Noregi heldur en hér. Þar eru hærri opinber gjöld á honum sem útskýra það. Það er eina dæmið sem við finnum í þrjátíu og eitthvað Evrópulöndum um hærri gjaldtöku hins opinbera af áfengi og hærra verð.“ Ólafur sagði ástæðuna vera hæstu áfengisskatta í Evrópu. Félag atvinnurekenda hafi bent á það árum saman að menn hljóti að vera komnir að einhverjum mörkum í þessu. Ýmis rök hafi verið færð fram fyrir háum sköttum á áfengi, til dæmis er snýr að lýðheilsusjónarmiðum. Sagði Ólafur það geta verið gilt sjónarmið. „Það er hægt að færa rök fyrir því að áfengisneysla búi til vandamál sem kosta ríkissjóð einhverja tilteknar fjárhæðir og það sé ekki óeðlilegt að reyna að halda neyslunni niðri og fá tekjur á móti. En þá vaknar hins vegar spurningin hvar liggja mörkin því ef við horfum í kringum okkur í Evrópu þá skera norrænu ríkin sig úr. Noregur, Svíþjóð og Finnland eru með háa skatta á áfengi en þau eru samt, og þá sérstaklega Svíþjóð og Finnland, í öðrum keppnisflokki en Ísland. Við erum með helmingi hærri álögur á sterkt vín, kannski þrjátíu til sextíu prósent meira á bjór og svo framvegis. Það er mjög erfitt að gera atlögu að þessu Evrópumeti Íslendinga í áfengisverði,“ sagði Ólafur en viðtalið við hann í Reykjavík síðdegis má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Áfengi og tóbak Neytendur Tengdar fréttir Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59 Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að hátt verð á áfengi hér á landi sé í boði Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og annarra stjórnmálamanna á Alþingi. Annars vegar megi rekja hátt verð til opinberra gjalda sem leggjast á vöruna og svo hins vegar með álagningu ÁTVR, sem er í eigu ríkisins. Það vakti athygli í dag þegar Bjarni benti á hátt verð á stórum bjór á krana á barnum á Nordica Hilton-hótelinu í Reykjavík í færslu á Facebook-síðu sinni. Færsla Bjarna kom í kjölfarið á gagnrýni Ólafs í Viðskiptablaðinu í dag á 2,5 prósent hækkun áfengisgjalds sem boðuð er í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Rætt var við Ólaf um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Spurður út í Facebook-færslu Bjarna sagði Ólafur að ráðherrann væri sjálfur að selja meiri partinn af bjórnum í gegnum ríkisbúðina. „Og þar stjórna hann og félagar hans á Alþingi verðinu algjörlega, annars vegar með opinberum gjöldum á vöruna og hins vegar með álagninu ÁTVR. Því miður þá er fjármálaráðherrann í þessari færslu að dreifa athyglinni frá aðalatriðum málsins sem er að hið háa verð er í boði hans og annarra stjórnmálamanna,“ sagði Ólafur. Þá benti hann á að það væri ekkert nýtt að bjórinn væri dýrara á fínustu hótelum bæjarins en út úr búð. „Ef við horfum bara á útsöluverðið hvort sem er á bjór eða einhverju öðru áfengi í Vínbúðunum okkar þá eigum við Evrópumetið í öllum tilvikum nema að bjór er dýrari út úr búð í Noregi heldur en hér. Þar eru hærri opinber gjöld á honum sem útskýra það. Það er eina dæmið sem við finnum í þrjátíu og eitthvað Evrópulöndum um hærri gjaldtöku hins opinbera af áfengi og hærra verð.“ Ólafur sagði ástæðuna vera hæstu áfengisskatta í Evrópu. Félag atvinnurekenda hafi bent á það árum saman að menn hljóti að vera komnir að einhverjum mörkum í þessu. Ýmis rök hafi verið færð fram fyrir háum sköttum á áfengi, til dæmis er snýr að lýðheilsusjónarmiðum. Sagði Ólafur það geta verið gilt sjónarmið. „Það er hægt að færa rök fyrir því að áfengisneysla búi til vandamál sem kosta ríkissjóð einhverja tilteknar fjárhæðir og það sé ekki óeðlilegt að reyna að halda neyslunni niðri og fá tekjur á móti. En þá vaknar hins vegar spurningin hvar liggja mörkin því ef við horfum í kringum okkur í Evrópu þá skera norrænu ríkin sig úr. Noregur, Svíþjóð og Finnland eru með háa skatta á áfengi en þau eru samt, og þá sérstaklega Svíþjóð og Finnland, í öðrum keppnisflokki en Ísland. Við erum með helmingi hærri álögur á sterkt vín, kannski þrjátíu til sextíu prósent meira á bjór og svo framvegis. Það er mjög erfitt að gera atlögu að þessu Evrópumeti Íslendinga í áfengisverði,“ sagði Ólafur en viðtalið við hann í Reykjavík síðdegis má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Áfengi og tóbak Neytendur Tengdar fréttir Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59 Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Bjarna blöskraði bjórverðið á barnum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skellti sér á barinn á Nordica Hilton hótelinu á Suðurlandsbraut um helgina þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokksráðsfund sinn um helgina. 17. september 2019 12:59