Sveitarfélagið Odsherred, á Norður-Sjálandi, verður það fyrsta í Danmörku til að innleiða fjögurra daga vinnuviku. Um er að ræða þriggja ára tilraunaverkefni sem hefst strax í þessari viku. Hjá sveitarfélaginu starfa um 300 manns sem munu ekki vinna á föstudögum.
Styttingin nemur þó ekki heilum degi því að opnun á öðrum virkum dögum lengist í báða enda, þannig að vinna þarf einn dag í viku frá 7 til 19. Hefðbundin vinnuvika í Danmörku er 37,5 stundir en verður 35 hjá starfsmönnum Odsherred.
Samkvæmt Sören Kuhnrich, fulltrúa eins starfsmannafélagsins, eru starfsmenn fullir tilhlökkunar og hafa samskipti við bæjarstjórn um verkefnið hafi verið góð.

