Hagfræðingur sem gerði gagn Þorvaldur Gylfason skrifar 19. september 2019 08:00 Reykjavík – Ég hitti hann fyrst á fundi í Tennessee 1985. Hann hét Martin Weitzman og var þá rösklega fertugur prófessor í hagfræði í Tækniháskólanum í Massachusetts (MIT) en hann færði sig nokkrum árum síðar yfir í Harvard-háskóla hinum megin við Charles-ána sem rennur í gegnum Boston. Það sást langar leiðir að þar fór mikill töffari og hann var þegar þetta var í þann veginn að verða heimsfrægur fyrir kenningu sem New York Times kallaði í forustugrein eitt merkasta framlag hagfræðings í 50 ár. Leiðarahöfundur blaðsins átti við að tæp 50 ár voru þá liðin frá því er faðir þjóðhagfræðinnar, John Maynard Keynes, hafði lagt til leið til að girða fyrir djúpar efnahagskreppur. Stígum á bensíngjöfina ef hagkerfið lendir í lægð, sagði Keynes, og stígum á bremsuna til að sporna gegn ofþenslu. Þessi einfalda uppskrift útheimti vandlegan rökstuðning og er enn í fullu gildi og dugði eftirminnilega til að aftra fjármálakreppunni í Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu fyrir áratug frá því að leiða af sér nýja langvinna heimskreppu. Svo fór ekki. Hagfræði gerir gagn sé vel með hana farið.Hlutaskipti Hugmynd Weitzmans sem New York Times mærði svo mjög og með réttu fjallaði um einfalda leið til að vinna bug á atvinnuleysi samfara verðbólgu sem héldust þá í hendur bæði í Ameríku og Evrópu. Weitzman sagði: Ófullkomin samkeppni á vörumarkaði – fákeppni! – leiðir af sér hærra verð en ella og meðfylgjandi offramboð á vörum og þjónustu svo að seljendur þurfa að bítast um viðskiptavini, t.d. með auglýsingum. Vöruskortur þekkist því varla. Líku máli gegnir um vinnumarkað þar sem ófullkomin samkeppni leiðir af sér hærri laun en ella og meðfylgjandi offramboð vinnuafls og þá um leið atvinnuleysi. Weitzman lagði til einfalda lausn á vandanum: hlutaskipti. Semji launþegar við fyrirtækin um hlut frekar en, eða til viðbótar við, föst laun verða launin ívið lægri en ella, já, en allir fá vinnu. Íslendingar þekkja þetta. Atvinnuleysi er nær óþekkt meðal íslenzkra sjómanna enda hafa hlutaskipti lengi tíðkazt í sjávarútvegi. Atvinnuleysi þekkist varla heldur í Japan þar eð mörg fyrirtæki þar greiða starfsmönnum bæði föst laun og hlut. Hugmynd Weitzmans náði ekki fram að ganga sem almennt úrræði á vinnumarkaði einkum vegna andstöðu þeirra sem myndu þurfa að sætta sig við ívið lægri laun til hagsbóta fyrir heildina.Veiðigjald Martin Weitzman heimsótti Ísland sem ráðgjafi auðlindanefndar undir forustu dr. Jóhannesar Nordal 1998-2000 og kynnti nefndinni margþætt og sumpart nýstárleg rök fyrir veiðigjaldi sem hagkvæmu og réttlátu fiskveiðistjórnarúrræði. Hann sagði ákvörðun veiðigjalds þó ekki eiga heima í höndum stjórnmálamanna heldur óháðra aðila líkt og sjálfsagt þykir t.d. að dómstólar og nú orðið einnig seðlabankar séu óháðir stjórnmálahagsmunum. Skömmu síðar, 2002, var veiðigjald leitt í lög en þó aðeins að nafninu til og þá þannig að Alþingi ákveður gjaldið. Hálfur sigur vannst. Fullnaðarsigur bíður þess að Alþingi staðfesti nýju stjórnarskrána með ákvæðinu um auðlindir í þjóðareigu sem 83% kjósenda lýstu sig fylgjandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Síðustu ár fjallaði Martin Weitzman einkum um hlýnun loftslags og undirstrikaði hættuna á að mjög ólíklegir atburðir geta gerzt þrátt fyrir allt. Slíkir atburðir eru kenndir við svarta svani. Hann taldi að loftslag gæti hlýnað hratt, m.a. vegna losunar metans úr freðmýrum jarðar, því hann kunni einnig efnafræði. Weitzman hafði löngu fyrr skipað sér í röð fremstu umhverfishagfræðinga heims og fór víða til að reyna að sýna almenningi og stjórnvöldum fram á nauðsyn markvissra aðgerða gegn vánni. Hann kom í þessu skyni m.a. aftur til Íslands 2008. Sjálfum sér samkvæmur lagði hann megináherzlu á þörfina fyrir að draga úr losun koltvísýrings út í andrúmsloftið með skilvirkri gjaldheimtu. Hlýnun loftslags og ofveiði til sjós eru hliðstæð verkefni og útheimta hliðstæðar varnir. Um þetta eru nú orðið nær allir umhverfishagfræðingar á einu máli og ekki bara þeir. Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa lýst stuðningi við gjaldheimtu til að draga úr hlýnun loftslags. Skömmu áður en þó ekki fyrr en eftir hrun hafði AGS tekið af skarið og mælt opinskátt með hækkun veiðigjalds hér heima og síðan andmælt lækkun þess. Nú er rödd Martins Weitzman hljóðnuð. Hann lézt fyrir skömmu 77 ára að aldri en hann skilur eftir sig þakkláta samstarfsmenn, vini og aðdáendur um allan heim. Ég er einn þeirra. Hann hélt sig fjarri hamagangi heimsins og kaus heldur að vinna sín verk með hægð. Hann var afburðasnjall hagfræðingur og fjallaði helzt um þau efnahagsmál sem honum þóttu allra brýnust. Atvinnuleysi, óhagkvæmni, ranglæti og umhverfisspjöll að ekki sé talað um heimsvá voru sem eitur í beinum hans. Ævistarf hans allt vitnar um að hann hafði hjartað á réttum stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Reykjavík – Ég hitti hann fyrst á fundi í Tennessee 1985. Hann hét Martin Weitzman og var þá rösklega fertugur prófessor í hagfræði í Tækniháskólanum í Massachusetts (MIT) en hann færði sig nokkrum árum síðar yfir í Harvard-háskóla hinum megin við Charles-ána sem rennur í gegnum Boston. Það sást langar leiðir að þar fór mikill töffari og hann var þegar þetta var í þann veginn að verða heimsfrægur fyrir kenningu sem New York Times kallaði í forustugrein eitt merkasta framlag hagfræðings í 50 ár. Leiðarahöfundur blaðsins átti við að tæp 50 ár voru þá liðin frá því er faðir þjóðhagfræðinnar, John Maynard Keynes, hafði lagt til leið til að girða fyrir djúpar efnahagskreppur. Stígum á bensíngjöfina ef hagkerfið lendir í lægð, sagði Keynes, og stígum á bremsuna til að sporna gegn ofþenslu. Þessi einfalda uppskrift útheimti vandlegan rökstuðning og er enn í fullu gildi og dugði eftirminnilega til að aftra fjármálakreppunni í Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu fyrir áratug frá því að leiða af sér nýja langvinna heimskreppu. Svo fór ekki. Hagfræði gerir gagn sé vel með hana farið.Hlutaskipti Hugmynd Weitzmans sem New York Times mærði svo mjög og með réttu fjallaði um einfalda leið til að vinna bug á atvinnuleysi samfara verðbólgu sem héldust þá í hendur bæði í Ameríku og Evrópu. Weitzman sagði: Ófullkomin samkeppni á vörumarkaði – fákeppni! – leiðir af sér hærra verð en ella og meðfylgjandi offramboð á vörum og þjónustu svo að seljendur þurfa að bítast um viðskiptavini, t.d. með auglýsingum. Vöruskortur þekkist því varla. Líku máli gegnir um vinnumarkað þar sem ófullkomin samkeppni leiðir af sér hærri laun en ella og meðfylgjandi offramboð vinnuafls og þá um leið atvinnuleysi. Weitzman lagði til einfalda lausn á vandanum: hlutaskipti. Semji launþegar við fyrirtækin um hlut frekar en, eða til viðbótar við, föst laun verða launin ívið lægri en ella, já, en allir fá vinnu. Íslendingar þekkja þetta. Atvinnuleysi er nær óþekkt meðal íslenzkra sjómanna enda hafa hlutaskipti lengi tíðkazt í sjávarútvegi. Atvinnuleysi þekkist varla heldur í Japan þar eð mörg fyrirtæki þar greiða starfsmönnum bæði föst laun og hlut. Hugmynd Weitzmans náði ekki fram að ganga sem almennt úrræði á vinnumarkaði einkum vegna andstöðu þeirra sem myndu þurfa að sætta sig við ívið lægri laun til hagsbóta fyrir heildina.Veiðigjald Martin Weitzman heimsótti Ísland sem ráðgjafi auðlindanefndar undir forustu dr. Jóhannesar Nordal 1998-2000 og kynnti nefndinni margþætt og sumpart nýstárleg rök fyrir veiðigjaldi sem hagkvæmu og réttlátu fiskveiðistjórnarúrræði. Hann sagði ákvörðun veiðigjalds þó ekki eiga heima í höndum stjórnmálamanna heldur óháðra aðila líkt og sjálfsagt þykir t.d. að dómstólar og nú orðið einnig seðlabankar séu óháðir stjórnmálahagsmunum. Skömmu síðar, 2002, var veiðigjald leitt í lög en þó aðeins að nafninu til og þá þannig að Alþingi ákveður gjaldið. Hálfur sigur vannst. Fullnaðarsigur bíður þess að Alþingi staðfesti nýju stjórnarskrána með ákvæðinu um auðlindir í þjóðareigu sem 83% kjósenda lýstu sig fylgjandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Síðustu ár fjallaði Martin Weitzman einkum um hlýnun loftslags og undirstrikaði hættuna á að mjög ólíklegir atburðir geta gerzt þrátt fyrir allt. Slíkir atburðir eru kenndir við svarta svani. Hann taldi að loftslag gæti hlýnað hratt, m.a. vegna losunar metans úr freðmýrum jarðar, því hann kunni einnig efnafræði. Weitzman hafði löngu fyrr skipað sér í röð fremstu umhverfishagfræðinga heims og fór víða til að reyna að sýna almenningi og stjórnvöldum fram á nauðsyn markvissra aðgerða gegn vánni. Hann kom í þessu skyni m.a. aftur til Íslands 2008. Sjálfum sér samkvæmur lagði hann megináherzlu á þörfina fyrir að draga úr losun koltvísýrings út í andrúmsloftið með skilvirkri gjaldheimtu. Hlýnun loftslags og ofveiði til sjós eru hliðstæð verkefni og útheimta hliðstæðar varnir. Um þetta eru nú orðið nær allir umhverfishagfræðingar á einu máli og ekki bara þeir. Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa lýst stuðningi við gjaldheimtu til að draga úr hlýnun loftslags. Skömmu áður en þó ekki fyrr en eftir hrun hafði AGS tekið af skarið og mælt opinskátt með hækkun veiðigjalds hér heima og síðan andmælt lækkun þess. Nú er rödd Martins Weitzman hljóðnuð. Hann lézt fyrir skömmu 77 ára að aldri en hann skilur eftir sig þakkláta samstarfsmenn, vini og aðdáendur um allan heim. Ég er einn þeirra. Hann hélt sig fjarri hamagangi heimsins og kaus heldur að vinna sín verk með hægð. Hann var afburðasnjall hagfræðingur og fjallaði helzt um þau efnahagsmál sem honum þóttu allra brýnust. Atvinnuleysi, óhagkvæmni, ranglæti og umhverfisspjöll að ekki sé talað um heimsvá voru sem eitur í beinum hans. Ævistarf hans allt vitnar um að hann hafði hjartað á réttum stað.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun