Ólöglegir vextir og óraunhæfar væntingar Már Wolfgang Mixa skrifar 19. september 2019 08:00 Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins ákváðu í sumar að hætta notkun á áður auglýstum viðmiðum verðtryggðra íbúðalána með breytilegum vöxtum. Mikið var deilt um þá ákvörðun, meðal annars vegna þess að nýlegir kjarasamningar áttu að stuðla að lækkun vaxta. Eitt hefur ekki farið hátt í þeirri umræðu en það er að í 34. grein laga um fasteignalán til neytenda kemur fram að lánveitendur megi einungis miða breytilega vexti við skýr viðmið, sem í tilfelli ofangreindra lána voru markaðsvextir íbúðabréfa. Lífeyrissjóðirnir hafa í fjöldamörg ár auglýst þau viðmið á heimasíðu sinni en hafa nú breytt þeim með lakari vaxtakjörum til þeirra sem tóku þá áhættu að vaxtastig gæti allt eins hækkað eins og lækkað. Því er þessi viðsnúningur sjóðanna að mínu mati ólöglegur. Ég bíð eftir að Neytendastofa bregðist við þessu. Ein þeirra raka sem fram komu af hálfu lífeyrissjóðanna voru að vaxtastig væri orðið svo lágt að það væri ekki í þágu sjóðanna að lækka vaxtakjör enn frekar. Það eru undarleg rök þar sem þeir stýra sjálfir að stórum hluta vaxtastiginu í landinu, sem vextir ofangreindra húsnæðislána miðast við. Þetta ætti þó ekki að hafa komið lífeyrissjóðunum alveg á óvart. Ég og dr. Ólafur Margeirsson vöruðum ítrekað við í upphafi þessa áratugar að þær forsendur að raunávöxtun framtíðarinnar yrði 3,5% árlega væru ekki lengur fyrir hendi, meðal annars á síðum Fréttablaðsins. Í einni slíkri grein skrifaði ég: Hægt er að horfast í augu við þær staðreyndir að í óbreyttu ástandi eru framtíðarvæntingar óraunhæfar. Slíkt kallar á endurmat lífeyrissparnaðar. Slíkt endurmat ætti þó ekki að knýja lífeyrissjóði til þess að brjóta lög í garð lántaka þeirra. Það að þeir grípi til slíkra ráðstafana hlýtur hins vegar að vera aðvörun um að sú prósenta sem í dag er lögð í lífeyri sé síst of há. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Lífeyrissjóðir Már Wolfgang Mixa Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins ákváðu í sumar að hætta notkun á áður auglýstum viðmiðum verðtryggðra íbúðalána með breytilegum vöxtum. Mikið var deilt um þá ákvörðun, meðal annars vegna þess að nýlegir kjarasamningar áttu að stuðla að lækkun vaxta. Eitt hefur ekki farið hátt í þeirri umræðu en það er að í 34. grein laga um fasteignalán til neytenda kemur fram að lánveitendur megi einungis miða breytilega vexti við skýr viðmið, sem í tilfelli ofangreindra lána voru markaðsvextir íbúðabréfa. Lífeyrissjóðirnir hafa í fjöldamörg ár auglýst þau viðmið á heimasíðu sinni en hafa nú breytt þeim með lakari vaxtakjörum til þeirra sem tóku þá áhættu að vaxtastig gæti allt eins hækkað eins og lækkað. Því er þessi viðsnúningur sjóðanna að mínu mati ólöglegur. Ég bíð eftir að Neytendastofa bregðist við þessu. Ein þeirra raka sem fram komu af hálfu lífeyrissjóðanna voru að vaxtastig væri orðið svo lágt að það væri ekki í þágu sjóðanna að lækka vaxtakjör enn frekar. Það eru undarleg rök þar sem þeir stýra sjálfir að stórum hluta vaxtastiginu í landinu, sem vextir ofangreindra húsnæðislána miðast við. Þetta ætti þó ekki að hafa komið lífeyrissjóðunum alveg á óvart. Ég og dr. Ólafur Margeirsson vöruðum ítrekað við í upphafi þessa áratugar að þær forsendur að raunávöxtun framtíðarinnar yrði 3,5% árlega væru ekki lengur fyrir hendi, meðal annars á síðum Fréttablaðsins. Í einni slíkri grein skrifaði ég: Hægt er að horfast í augu við þær staðreyndir að í óbreyttu ástandi eru framtíðarvæntingar óraunhæfar. Slíkt kallar á endurmat lífeyrissparnaðar. Slíkt endurmat ætti þó ekki að knýja lífeyrissjóði til þess að brjóta lög í garð lántaka þeirra. Það að þeir grípi til slíkra ráðstafana hlýtur hins vegar að vera aðvörun um að sú prósenta sem í dag er lögð í lífeyri sé síst of há.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar