Ensku úrvalsdeildarliðin vilja breyta félagsskiptaglugganum aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2019 08:30 Það hefur verið mikil óvissa með framtíð Christian Eriksen hjá Tottenham og hún hélt áfram í margar vikur eftir að glugginn lokaði í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Julian Finney Enska úrvalsdeildin hefur verið úr takti við aðrar deildir í Evrópu í haust þegar kemur að félagsskiptum leikmanna. Glugginn lokaði hjá flestum evrópsku deildunum í gær en þá var hann búinn að vera lokaður í ensku úrvalsdeildinni í rúmar þrjár vikur. Telegraph segir að það sé næstum því öruggt að ensku úrvalsdeildarfélögin muni kjósa það á næstu fundum sínum að breyta aftur til baka þannig að félagsskiptaglugginn í ensku úrvalsdeildinni loki á sama tíma og hann gerir á Spáni, á Ítalíu, í Þýskalandi og annars staðar í Evrópu. Þrjú af félögunum sem börðust fyrir breytingunni fyrir tveimur árum vilja nú að það verði kosið aftur um málið á næsta fundi félaganna sem verður 12. september.Premier League clubs to vote to realign transfer window with Europe after loss of bargaining power this summer https://t.co/MXWiS568Lq — Telegraph Football (@TeleFootball) September 3, 2019 Það er samt ekkert víst að kosið verði um málið strax á þessum fundi í september því líklegt er að kosningunni verði frestað fram í nóvember þannig að félögin fái lengri tíma til að skoða kostina og gallana frá öllum hliðum. Árið 2017 voru fjórtán félög í ensku úrvalsdeildinni með því að loka félagsskiptaglugganum einum eða tveimur dögum áður en fyrstu leikir tímabilsins færu fram. Manchester City, Manchester United, Crystal Palace, Watford og Swansea kusu öll á móti því en Burnley sat hjá. Vinsældir breytingarinnar hafa minnkað mikið á þessum tveimur árum og nú eru aðeins níu félög enn með því að halda sig við það að loka glugganum fyrir tímabil. Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, er einn af þeim sem hafa verið hvað ósáttastir með fyrirkomulagið en það er hans mat og fleiri að ensku félögin séu fyrir vikið í verri samningsstöðu gagnvart hinum evrópsku félögunum. Ensku félögin eiga nefnilega á hættu að missa sterka leikmenn eftir að þau hafa misst af möguleikanum að fá einhvern leikmann í staðinn. England Enski boltinn Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Enska úrvalsdeildin hefur verið úr takti við aðrar deildir í Evrópu í haust þegar kemur að félagsskiptum leikmanna. Glugginn lokaði hjá flestum evrópsku deildunum í gær en þá var hann búinn að vera lokaður í ensku úrvalsdeildinni í rúmar þrjár vikur. Telegraph segir að það sé næstum því öruggt að ensku úrvalsdeildarfélögin muni kjósa það á næstu fundum sínum að breyta aftur til baka þannig að félagsskiptaglugginn í ensku úrvalsdeildinni loki á sama tíma og hann gerir á Spáni, á Ítalíu, í Þýskalandi og annars staðar í Evrópu. Þrjú af félögunum sem börðust fyrir breytingunni fyrir tveimur árum vilja nú að það verði kosið aftur um málið á næsta fundi félaganna sem verður 12. september.Premier League clubs to vote to realign transfer window with Europe after loss of bargaining power this summer https://t.co/MXWiS568Lq — Telegraph Football (@TeleFootball) September 3, 2019 Það er samt ekkert víst að kosið verði um málið strax á þessum fundi í september því líklegt er að kosningunni verði frestað fram í nóvember þannig að félögin fái lengri tíma til að skoða kostina og gallana frá öllum hliðum. Árið 2017 voru fjórtán félög í ensku úrvalsdeildinni með því að loka félagsskiptaglugganum einum eða tveimur dögum áður en fyrstu leikir tímabilsins færu fram. Manchester City, Manchester United, Crystal Palace, Watford og Swansea kusu öll á móti því en Burnley sat hjá. Vinsældir breytingarinnar hafa minnkað mikið á þessum tveimur árum og nú eru aðeins níu félög enn með því að halda sig við það að loka glugganum fyrir tímabil. Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, er einn af þeim sem hafa verið hvað ósáttastir með fyrirkomulagið en það er hans mat og fleiri að ensku félögin séu fyrir vikið í verri samningsstöðu gagnvart hinum evrópsku félögunum. Ensku félögin eiga nefnilega á hættu að missa sterka leikmenn eftir að þau hafa misst af möguleikanum að fá einhvern leikmann í staðinn.
England Enski boltinn Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira