Áhrif skatta á vaxtakjör Katrín Júlíusdóttir skrifar 4. september 2019 07:00 Eitt af meginmarkmiðum lífskjarasamninganna var að leita leiða til þess að lækka vaxtastig í landinu. Fjölmörg tækifæri er að finna í rekstrarumhverfi fjármálafyrirtækja til að ná fram því markmiði og mikilvægt að allir leggist á eitt í því verkefni. Í þessu samhengi má benda á að Bankasýsla ríkisins hefur bent á skilvirkar leiðir til þess að ná fram minni vaxtamun. Í minnisblaði Bankasýslunnar sem fylgdi hvítbók stjórnvalda um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er bent á að hófleg lækkun á eftirlitsgjaldi fjármálafyrirtækja ásamt helmingslækkun á fjársýsluskatti á laun annars vegar og hagnað umfram milljarð hins vegar geta minnkað vaxtamun vaxtaberandi eigna og skulda úr 2,6 prósent niður í 2,3 prósent. Þessi útreikningur miðast við að stjórnvöld standi við áform ríkisfjármálaáætlunar um að lækka gjaldhlutfall bankaskattsins úr 0,376 prósent í 0,145 prósent í jöfnum skrefum á árunum 2020 til 2023. Því miður ákváðu stjórnvöld að fresta þeirri lækkun fyrr á þessu ári. Til viðbótar telur Bankasýslan að lækkun eiginfjárkrafna og hagræðing sem skilar sér í lægri rekstrarkostnaði í tengslum við samstarf um rekstur sameiginlegra fjármálainnviða gæti leitt til þess að vaxtamunurinn færi niður í 2,1 prósent.Ná þarf tökum á kostnaði Í nýjustu útgáfu Fjármála, tímarits Fjármálaeftirlitsins, fjalla þeir Finnur Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri bankasviðs, Elmar Ásbjörnsson, forstöðumaður áhættugreiningar á bankasviði, og Skúli Magnússon, sérfræðingur í fjárhagslegu eftirliti, um þær áskoranir sem íslenska bankakerfið stendur frammi fyrir um þessar mundir. Sérfræðingar FME draga fram sterka stöðu íslensku bankanna en benda á sama tíma á að þeir standi frammi fyrir krefjandi aðstæðum. Styrkurinn felst meðal annars í háum eiginfjárhlutföllum og sterkum efnahagsreikningi. Helstu áskoranirnar í rekstri bankanna snúa hins vegar að því að auka arðsemi og ná tökum á rekstrarkostnaði og annars vegar að gera þá betur í stakk búna til þess að takast á við breyttar aðstæður í efnahagslífinu. Í greininni er bent á að arðsemi íslensku bankanna sé ekki fullnægjandi. Þannig var arðsemi Arion banka, Landsbankans og Íslandsbanka að meðaltali 6,1 prósent í fyrra og 6,8 prósent fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Til samanburðar er bent á að í gögn frá Evrópska bankaeftirlitinu sýni að meðaltal arðsemi ríflega 150 evrópskra banka var 7,1 prósent árið 2018. Sérfræðingar FME segja að það sé ólíklegt að hluthafar íslensku bankanna muni til lengdar sætta sig við svona lága arðsemi. Þeir sem fara með eignarhlut ríkisins í bankakerfinu ættu að taka þessi orð til sín en sem kunnugt er þá eru Íslandsbanki og Landsbanki enn í ríkiseigu.Í minnisblaði Bankasýslu ríkisins sem fylgdi hvítbók stjórnvalda um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið var bent á skilvirkar leiðir til að minnka vaxtamun.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari20 milljarðar í ótekjutengd gjöld og skatta Það sem einkennir rekstrarumhverfi íslenskra banka í samanburði við aðra banka á Vesturlöndum er séríslensk álagning opinberra gjalda. Um er að ræða sérstakan bankaskatt en álagning hans er um um 12 prósent af rekstrarkostnaði bankanna. Þá er lagður fjársýsluskattur á launagreiðslur fjármálafyrirtækja og sérstakur fjársýsluskattur á hagnað fjármálafyrirtækja umfram 1 milljarð. Íslenskir bankar hafa á undanförnum árum verið að borga um 40 milljarða í opinber gjöld á ári. Helmingurinn af þessari upphæð, eða um 20 milljarðar, er ótekjutengdur. Heildarvaxtatekjur stóru viðskiptabankanna hafa á undanförnum árum verið í kringum 100 milljarðar og eru því ótekjutengd gjöld um fimmtungur af þeirri upphæð. Þessi skattlagning er fordæmalaus í evrópsku samhengi og ljóst er að arðsemi íslensku bankanna myndi batna umtalsvert ef skattaumhverfi þeirra væri fært í sambærilegt horf og þekkist á meginlandinu. Að sama skapi myndi virði eignarhlutar ríkisins í bankakerfinu aukast við slíkar breytingar.Allir hagnast á bættu rekstrarumhverfi Þung skattlagning sem ekki á sér hliðstæðu í nágrannalöndunum og er ótengd tekjum eða hagnaði dregur úr getu fjármálafyrirtækja til að þjóna efnahagslífinu og verður til þess að auka kostnað við fjármálaþjónustu. Það eykur kostnað sem bitnar á þeim vaxtakjörum sem fjármálafyrirtæki geta boðið heimilum og fyrirtækjum og skerðir þannig samkeppnishæfni efnahagslífsins. Fjármálafyrirtæki eru mikilvægur hluti samfélagsins og þátttakendur í flestum af stærstu fjárhagslegu ákvörðunum heimila og fyrirtækja. Því er nauðsynlegt að gagnger endurskoðun fari fram á skattaumhverfi fjármálafyrirtækja með það að markmiði að tryggja að þau geti fjármagnað fjárfestingar einstaklinga og fyrirtækja og ávaxtað sparnað með sem skilvirkustum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af meginmarkmiðum lífskjarasamninganna var að leita leiða til þess að lækka vaxtastig í landinu. Fjölmörg tækifæri er að finna í rekstrarumhverfi fjármálafyrirtækja til að ná fram því markmiði og mikilvægt að allir leggist á eitt í því verkefni. Í þessu samhengi má benda á að Bankasýsla ríkisins hefur bent á skilvirkar leiðir til þess að ná fram minni vaxtamun. Í minnisblaði Bankasýslunnar sem fylgdi hvítbók stjórnvalda um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er bent á að hófleg lækkun á eftirlitsgjaldi fjármálafyrirtækja ásamt helmingslækkun á fjársýsluskatti á laun annars vegar og hagnað umfram milljarð hins vegar geta minnkað vaxtamun vaxtaberandi eigna og skulda úr 2,6 prósent niður í 2,3 prósent. Þessi útreikningur miðast við að stjórnvöld standi við áform ríkisfjármálaáætlunar um að lækka gjaldhlutfall bankaskattsins úr 0,376 prósent í 0,145 prósent í jöfnum skrefum á árunum 2020 til 2023. Því miður ákváðu stjórnvöld að fresta þeirri lækkun fyrr á þessu ári. Til viðbótar telur Bankasýslan að lækkun eiginfjárkrafna og hagræðing sem skilar sér í lægri rekstrarkostnaði í tengslum við samstarf um rekstur sameiginlegra fjármálainnviða gæti leitt til þess að vaxtamunurinn færi niður í 2,1 prósent.Ná þarf tökum á kostnaði Í nýjustu útgáfu Fjármála, tímarits Fjármálaeftirlitsins, fjalla þeir Finnur Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri bankasviðs, Elmar Ásbjörnsson, forstöðumaður áhættugreiningar á bankasviði, og Skúli Magnússon, sérfræðingur í fjárhagslegu eftirliti, um þær áskoranir sem íslenska bankakerfið stendur frammi fyrir um þessar mundir. Sérfræðingar FME draga fram sterka stöðu íslensku bankanna en benda á sama tíma á að þeir standi frammi fyrir krefjandi aðstæðum. Styrkurinn felst meðal annars í háum eiginfjárhlutföllum og sterkum efnahagsreikningi. Helstu áskoranirnar í rekstri bankanna snúa hins vegar að því að auka arðsemi og ná tökum á rekstrarkostnaði og annars vegar að gera þá betur í stakk búna til þess að takast á við breyttar aðstæður í efnahagslífinu. Í greininni er bent á að arðsemi íslensku bankanna sé ekki fullnægjandi. Þannig var arðsemi Arion banka, Landsbankans og Íslandsbanka að meðaltali 6,1 prósent í fyrra og 6,8 prósent fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Til samanburðar er bent á að í gögn frá Evrópska bankaeftirlitinu sýni að meðaltal arðsemi ríflega 150 evrópskra banka var 7,1 prósent árið 2018. Sérfræðingar FME segja að það sé ólíklegt að hluthafar íslensku bankanna muni til lengdar sætta sig við svona lága arðsemi. Þeir sem fara með eignarhlut ríkisins í bankakerfinu ættu að taka þessi orð til sín en sem kunnugt er þá eru Íslandsbanki og Landsbanki enn í ríkiseigu.Í minnisblaði Bankasýslu ríkisins sem fylgdi hvítbók stjórnvalda um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið var bent á skilvirkar leiðir til að minnka vaxtamun.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari20 milljarðar í ótekjutengd gjöld og skatta Það sem einkennir rekstrarumhverfi íslenskra banka í samanburði við aðra banka á Vesturlöndum er séríslensk álagning opinberra gjalda. Um er að ræða sérstakan bankaskatt en álagning hans er um um 12 prósent af rekstrarkostnaði bankanna. Þá er lagður fjársýsluskattur á launagreiðslur fjármálafyrirtækja og sérstakur fjársýsluskattur á hagnað fjármálafyrirtækja umfram 1 milljarð. Íslenskir bankar hafa á undanförnum árum verið að borga um 40 milljarða í opinber gjöld á ári. Helmingurinn af þessari upphæð, eða um 20 milljarðar, er ótekjutengdur. Heildarvaxtatekjur stóru viðskiptabankanna hafa á undanförnum árum verið í kringum 100 milljarðar og eru því ótekjutengd gjöld um fimmtungur af þeirri upphæð. Þessi skattlagning er fordæmalaus í evrópsku samhengi og ljóst er að arðsemi íslensku bankanna myndi batna umtalsvert ef skattaumhverfi þeirra væri fært í sambærilegt horf og þekkist á meginlandinu. Að sama skapi myndi virði eignarhlutar ríkisins í bankakerfinu aukast við slíkar breytingar.Allir hagnast á bættu rekstrarumhverfi Þung skattlagning sem ekki á sér hliðstæðu í nágrannalöndunum og er ótengd tekjum eða hagnaði dregur úr getu fjármálafyrirtækja til að þjóna efnahagslífinu og verður til þess að auka kostnað við fjármálaþjónustu. Það eykur kostnað sem bitnar á þeim vaxtakjörum sem fjármálafyrirtæki geta boðið heimilum og fyrirtækjum og skerðir þannig samkeppnishæfni efnahagslífsins. Fjármálafyrirtæki eru mikilvægur hluti samfélagsins og þátttakendur í flestum af stærstu fjárhagslegu ákvörðunum heimila og fyrirtækja. Því er nauðsynlegt að gagnger endurskoðun fari fram á skattaumhverfi fjármálafyrirtækja með það að markmiði að tryggja að þau geti fjármagnað fjárfestingar einstaklinga og fyrirtækja og ávaxtað sparnað með sem skilvirkustum hætti.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun