Á grænni grein Agnar Tómas Möller skrifar 4. september 2019 07:00 Í byrjun sumars mátti gæta nokkurs titrings og óvissu á innlendum mörkuðum. WOW air fallið og Icelandair í erfiðleikum með að vinna sig út úr kyrrsetningu Boeing MAX vélanna. Hagvaxtarspár voru fremur svartsýnar, krónan að veikjast og verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði fjarlægðust verðbólgumarkmið. Nú í lok sumars er staðan önnur. Hagvaxtarspár hafa verið uppfærðar upp á við og greiningaraðilar eru minna svartsýnir. Þá hafa verðbólguvæntingar þokast á ný í átt að markmiði samfara því sem ró er að færast yfir markaði og krónan helst nokkuð stöðug. Það má því með sanni segja að jákvæður meðbyr hafi fylgt nýskipuðum seðlabankastjóra sem tók við embætti í ágúst síðastliðnum. Í dag eru stýrivextir 3,5 prósent, sem eru lágir vextir í sögulegu samhengi en háir vextir miðað við erlenda stýrivexti og langtíma vaxtamunur á bilinu 2 til 4,5 prósent við flest önnur þróuð ríki. Það er þó margt sem bendir til þess að hinir íslensku stýrivextir muni þokast enn neðar á næstu misserum. Í fyrsta lagi má nefna að þótt nýbirtar tölur (og leiðréttar) um landsframleiðslu máli mynd af hagkerfi sem byrjað er að hægja nokkuð á sér, virðist lending hagkerfisins ætla að verða mjúk þar sem minnkandi innflutningur og sterkur vöruútflutningur er að þrýsta viðskiptaafgangi upp á nýjan leik, yfir 4 prósent á ársgrundvelli á fyrri helmingi árs, og erlend staða þjóðarbúsins heldur áfram að vaxa, nú yfir 20 prósent af landsframleiðslu. Í öðru lagi virðist sem svo að lítil hætta sé á verulegu gengisfalli þrátt fyrir þá miklu aðlögun sem hagkerfið hefur gengið í gegn um undanfarið. Þótt rúmlega 100 milljarðar hafi leitað út úr hagkerfinu fyrstu sjö mánuði ársins í formi hreinnar erlendrar verðbréfafjárfestingar, verður „einungis“ 5 prósent veiking krónunnar að teljast mikið styrkleikamerki fyrir íslenska hagkerfið þegar stærsta útflutningsgrein þjóðarbúsins lendir í miklum áföllum á sama tíma og innlendir lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir flytja umtalsverða fjármuni út úr hagkerfinu. Í þriðja lagi fara verðbólgukraftar hnígandi ef marka má nýjustu verðmælingu Hagstofunnar. Í nýbirtri verðbólgumælingu ágústmánaðar er verðhjöðnun að mælast að undanskildum áhrifum útsöluloka. Virðist sem svo að verðbólgan fara þverrandi. Það, ásamt hinum sterku verðhjöðnunarkröftum sem eru að magnast upp í Asíu og Evrópu, bendir til þess að verðbólga fari í, og líklega undir, verðbólgumarkmið Seðlabankans áður en langt um líður. Í ljósi þeirrar stöðu sem að ofan er lýst, ætti Seðlabankinn að geta beitt vaxtatækinu nokkuð óhindrað til að örva hagkerfið á næstu misserum gerist þess þörf, bæði til að lækka fjármagnskostnað heimila og fyrirtækja, sem og til að gera arðbærar fjárfestingar meira aðlaðandi. Það er hins vegar ákaflega óheppilegt að margt bendir til þess að þrátt fyrir lækkandi stýrivexti muni lánakjör bankanna til fyrirtækja þrýstast upp á komandi vetri. Bæði er það tilkomið vegna hás kostnaðar í bankakerfinu, íþyngjandi skattheimtu og hárra kvaða um bindingu eigin- og lausafjár. Einnig hefur álag á sértryggð skuldabréf, þau skuldabréf sem komast næst ríkisbréfum í öryggi og seljanleika, nær tvöfaldast og því munu há fjármögnunarkjör bankanna á skuldabréfamarkaði einnig endurspeglast í hækkandi kjörum til fyrirtækja. Eitt mikilvægasta verk Seðlabankans og stjórnvalda á komandi vetri er að smyrja hjól fjármagnsmarkaðarins. Skattlagning og lausa- og eiginfjárkröfur bankanna þurfa að vera meira til samræmis við það sem gerist erlendis, hvetja þarf innlán, hvort sem heldur í bankakerfinu eða í Seðlabankanum, til að leita í arðsamari fjárfestingar og síðast en ekki síst þurfa bankarnir sjálfir að gera rekstur sinn hagkvæmari. Nú loksins þegar hillir undir lok „Vaxtaparadísar Norðursins“ væri verulega sorglegt ef heimili og fyrirtæki fengju ekki að njóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Í byrjun sumars mátti gæta nokkurs titrings og óvissu á innlendum mörkuðum. WOW air fallið og Icelandair í erfiðleikum með að vinna sig út úr kyrrsetningu Boeing MAX vélanna. Hagvaxtarspár voru fremur svartsýnar, krónan að veikjast og verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði fjarlægðust verðbólgumarkmið. Nú í lok sumars er staðan önnur. Hagvaxtarspár hafa verið uppfærðar upp á við og greiningaraðilar eru minna svartsýnir. Þá hafa verðbólguvæntingar þokast á ný í átt að markmiði samfara því sem ró er að færast yfir markaði og krónan helst nokkuð stöðug. Það má því með sanni segja að jákvæður meðbyr hafi fylgt nýskipuðum seðlabankastjóra sem tók við embætti í ágúst síðastliðnum. Í dag eru stýrivextir 3,5 prósent, sem eru lágir vextir í sögulegu samhengi en háir vextir miðað við erlenda stýrivexti og langtíma vaxtamunur á bilinu 2 til 4,5 prósent við flest önnur þróuð ríki. Það er þó margt sem bendir til þess að hinir íslensku stýrivextir muni þokast enn neðar á næstu misserum. Í fyrsta lagi má nefna að þótt nýbirtar tölur (og leiðréttar) um landsframleiðslu máli mynd af hagkerfi sem byrjað er að hægja nokkuð á sér, virðist lending hagkerfisins ætla að verða mjúk þar sem minnkandi innflutningur og sterkur vöruútflutningur er að þrýsta viðskiptaafgangi upp á nýjan leik, yfir 4 prósent á ársgrundvelli á fyrri helmingi árs, og erlend staða þjóðarbúsins heldur áfram að vaxa, nú yfir 20 prósent af landsframleiðslu. Í öðru lagi virðist sem svo að lítil hætta sé á verulegu gengisfalli þrátt fyrir þá miklu aðlögun sem hagkerfið hefur gengið í gegn um undanfarið. Þótt rúmlega 100 milljarðar hafi leitað út úr hagkerfinu fyrstu sjö mánuði ársins í formi hreinnar erlendrar verðbréfafjárfestingar, verður „einungis“ 5 prósent veiking krónunnar að teljast mikið styrkleikamerki fyrir íslenska hagkerfið þegar stærsta útflutningsgrein þjóðarbúsins lendir í miklum áföllum á sama tíma og innlendir lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir flytja umtalsverða fjármuni út úr hagkerfinu. Í þriðja lagi fara verðbólgukraftar hnígandi ef marka má nýjustu verðmælingu Hagstofunnar. Í nýbirtri verðbólgumælingu ágústmánaðar er verðhjöðnun að mælast að undanskildum áhrifum útsöluloka. Virðist sem svo að verðbólgan fara þverrandi. Það, ásamt hinum sterku verðhjöðnunarkröftum sem eru að magnast upp í Asíu og Evrópu, bendir til þess að verðbólga fari í, og líklega undir, verðbólgumarkmið Seðlabankans áður en langt um líður. Í ljósi þeirrar stöðu sem að ofan er lýst, ætti Seðlabankinn að geta beitt vaxtatækinu nokkuð óhindrað til að örva hagkerfið á næstu misserum gerist þess þörf, bæði til að lækka fjármagnskostnað heimila og fyrirtækja, sem og til að gera arðbærar fjárfestingar meira aðlaðandi. Það er hins vegar ákaflega óheppilegt að margt bendir til þess að þrátt fyrir lækkandi stýrivexti muni lánakjör bankanna til fyrirtækja þrýstast upp á komandi vetri. Bæði er það tilkomið vegna hás kostnaðar í bankakerfinu, íþyngjandi skattheimtu og hárra kvaða um bindingu eigin- og lausafjár. Einnig hefur álag á sértryggð skuldabréf, þau skuldabréf sem komast næst ríkisbréfum í öryggi og seljanleika, nær tvöfaldast og því munu há fjármögnunarkjör bankanna á skuldabréfamarkaði einnig endurspeglast í hækkandi kjörum til fyrirtækja. Eitt mikilvægasta verk Seðlabankans og stjórnvalda á komandi vetri er að smyrja hjól fjármagnsmarkaðarins. Skattlagning og lausa- og eiginfjárkröfur bankanna þurfa að vera meira til samræmis við það sem gerist erlendis, hvetja þarf innlán, hvort sem heldur í bankakerfinu eða í Seðlabankanum, til að leita í arðsamari fjárfestingar og síðast en ekki síst þurfa bankarnir sjálfir að gera rekstur sinn hagkvæmari. Nú loksins þegar hillir undir lok „Vaxtaparadísar Norðursins“ væri verulega sorglegt ef heimili og fyrirtæki fengju ekki að njóta.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar