Google greiðir sekt fyrir að safna persónuupplýsingum um börn Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2019 23:40 Joe Simons, forstjóri Alríkisviðskiptastofnunar Bandaríkjanna, kynnti sáttina á blaðamannafundi í Washington-borg í dag. AP/Andrew Harnik Tæknirisinn Google hefur samþykkt að greiða rúmlega 21 milljarðs króna sekt í Bandaríkjunum vegna ásakana um að fyrirtækið hafi safnað persónuupplýsingum um börn í gegnum myndbandavefinn Youtube án samþykkis foreldra þeirra. Bandarísk lög banna fyrirtækjum að safna og deila persónuupplýsingum um börn yngri en þrettán ára án samþykkis foreldra þeirra. Google er engu að síður sakað um að hafa beint myndböndum á Youtube sérstaklega að börnum og nýtt vinsældir þeirra á meðal barna til að selja auglýsendum þjónustu sína. Google viðurkenndi ekki sök en féllst á að greiða 136 milljónir dollara, jafnvirði rúmra sautján milljarða íslenskra króna, í sekt til Alríkisviðskiptastofnunar Bandaríkjanna (FTC) auk 34 milljóna dollara, jafnvirði rúmra fjögurra milljarða króna til New York-ríkis sem einnig rannsakaði ásakanirnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Réttindasamtök barna gagnrýna engu að síður að sektin sé alltof lág til að hafa áhrif á Google. Alphabet, móðurfyrirtæki Google, hagnaðist þannig um tæpan 31 milljarð dollara í fyrra, aðallega í gegnum auglýsingar sem eru sérsniðnar að notendum. Með sáttinni lofar Google að afla staðfests samþykkis frá foreldrum barna áður en fyrirtækið safna eða deilir persónuupplýsingum um börn þeirra og að nota ekki þær upplýsingar frekar sem það hefur þegar aflað. Google Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Tæknirisinn Google hefur samþykkt að greiða rúmlega 21 milljarðs króna sekt í Bandaríkjunum vegna ásakana um að fyrirtækið hafi safnað persónuupplýsingum um börn í gegnum myndbandavefinn Youtube án samþykkis foreldra þeirra. Bandarísk lög banna fyrirtækjum að safna og deila persónuupplýsingum um börn yngri en þrettán ára án samþykkis foreldra þeirra. Google er engu að síður sakað um að hafa beint myndböndum á Youtube sérstaklega að börnum og nýtt vinsældir þeirra á meðal barna til að selja auglýsendum þjónustu sína. Google viðurkenndi ekki sök en féllst á að greiða 136 milljónir dollara, jafnvirði rúmra sautján milljarða íslenskra króna, í sekt til Alríkisviðskiptastofnunar Bandaríkjanna (FTC) auk 34 milljóna dollara, jafnvirði rúmra fjögurra milljarða króna til New York-ríkis sem einnig rannsakaði ásakanirnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Réttindasamtök barna gagnrýna engu að síður að sektin sé alltof lág til að hafa áhrif á Google. Alphabet, móðurfyrirtæki Google, hagnaðist þannig um tæpan 31 milljarð dollara í fyrra, aðallega í gegnum auglýsingar sem eru sérsniðnar að notendum. Með sáttinni lofar Google að afla staðfests samþykkis frá foreldrum barna áður en fyrirtækið safna eða deilir persónuupplýsingum um börn þeirra og að nota ekki þær upplýsingar frekar sem það hefur þegar aflað.
Google Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira