Geðheilsa er líka heilsa Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. september 2019 07:15 Hugmyndafræðin gengur út á að opna möguleikann á að ná bata, eflast og starfa sem fullgildir samfélagsþegnar. Fréttablaðið/Valli „Við ætlum að gera okkur glaðan dag, í tilefni tvítugsafmælisins, njóta veitinga og skemmta okkur á Hard Rock,“ segir Benedikt Gestsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Klúbbsins Geysis. Hann telur fulla ástæðu til að fagna tímamótunum og því sem áunnist hefur í málefnum geðsjúkra síðustu tvo áratugina. „Þegar frumkvöðlar að stofnun Klúbbsins Geysis stigu sín fyrstu skref í þá átt að færa umræðuna um geðheilbrigðismál af stofnunum út í samfélagið var opnuð skúffa sem hafði verið haldið kyrfilega lokaðri,“ útskýrir hann. Benedikt segir það strax hafa verið forgangsmál að bjóða fólki með geðsjúkdóma upp á endurhæfingu og leitað hafi verið út fyrir landsteinana að fyrirmyndum. Þær hafi fundist í Bandaríkjunum í endurhæfingarúrræði, kenndu við Fountain House sem var líka komið með fótfestu í Svíþjóð á þeim tíma. „Hugmyndafræðin gengur út á að opna möguleika fólks á að ná bata, eflast og starfa sem fullgildir samfélagsþegnar, þrátt fyrir geðsjúkdóma, en vera ekki viðfangsefni stofnana og þolendur þöggunar af ýmsu tagi. Smátt og smátt varð hugarfarsbreyting og umræðan opnaði von í brjósti þeirra sem glímt höfðu við geðsjúkdóma. Allt í einu höfðu þeir eitthvað um meðferð sína að segja.“ Klúbburinn Geysir er í raun vinnustaður sem leggur áherslu á að virkja félagana og gefa þeim færi á að sýna sínar sterkustu hliðar og efla sjálfstraustið, að sögn Benedikts. „Það er gert með því að fela fólki hin ýmsu verkefni alla daga sem miðast öll við rekstur klúbbsins sjálfs. Félagar og starfsfólk skipta með sér verkum og ákveða í sameiningu hvaða störf þarf að inna af hendi þann daginn,“ lýsir hann og segir um að ræða matseld, skrifstofuvinnu, þrif og viðhald. Auk þess sé félagsleg dagskrá í boði alla fimmtudaga eftir klukkan 16 og einn laugardag í mánuði. „Þó að dagar Klúbbsins Geysis hafi ekki alltaf verið eintómur dans á rósum í þessi tuttugu ár hefur hann sannað gildi sitt og hlutverk í réttindabaráttu og auknum lífsgæðum fólks með geðraskanir,“ segir Benedikt. „Það kristallast í þeim fjölda sem hefur átt samleið með klúbbnum um lengri eða skemmri tíma.“ Hann tekur líka fram að klúbburinn hafi notið velvildar þeirra sem halda um opinbera stefnumótun hverju sinni. „Hugmyndunum sem frumkvöðlar Klúbbsins Geysis kynntu á sinni tíð fyrir yfirvöldum var vel tekið,“ segir hann. „Þær hafa verið hluti af fjölbreyttri sókn sem farið var í til að opna fyrir skilning á því að geðheilsa er líka heilsa og hluti af sjálfsmynd hvers og eins.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Sjá meira
„Við ætlum að gera okkur glaðan dag, í tilefni tvítugsafmælisins, njóta veitinga og skemmta okkur á Hard Rock,“ segir Benedikt Gestsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Klúbbsins Geysis. Hann telur fulla ástæðu til að fagna tímamótunum og því sem áunnist hefur í málefnum geðsjúkra síðustu tvo áratugina. „Þegar frumkvöðlar að stofnun Klúbbsins Geysis stigu sín fyrstu skref í þá átt að færa umræðuna um geðheilbrigðismál af stofnunum út í samfélagið var opnuð skúffa sem hafði verið haldið kyrfilega lokaðri,“ útskýrir hann. Benedikt segir það strax hafa verið forgangsmál að bjóða fólki með geðsjúkdóma upp á endurhæfingu og leitað hafi verið út fyrir landsteinana að fyrirmyndum. Þær hafi fundist í Bandaríkjunum í endurhæfingarúrræði, kenndu við Fountain House sem var líka komið með fótfestu í Svíþjóð á þeim tíma. „Hugmyndafræðin gengur út á að opna möguleika fólks á að ná bata, eflast og starfa sem fullgildir samfélagsþegnar, þrátt fyrir geðsjúkdóma, en vera ekki viðfangsefni stofnana og þolendur þöggunar af ýmsu tagi. Smátt og smátt varð hugarfarsbreyting og umræðan opnaði von í brjósti þeirra sem glímt höfðu við geðsjúkdóma. Allt í einu höfðu þeir eitthvað um meðferð sína að segja.“ Klúbburinn Geysir er í raun vinnustaður sem leggur áherslu á að virkja félagana og gefa þeim færi á að sýna sínar sterkustu hliðar og efla sjálfstraustið, að sögn Benedikts. „Það er gert með því að fela fólki hin ýmsu verkefni alla daga sem miðast öll við rekstur klúbbsins sjálfs. Félagar og starfsfólk skipta með sér verkum og ákveða í sameiningu hvaða störf þarf að inna af hendi þann daginn,“ lýsir hann og segir um að ræða matseld, skrifstofuvinnu, þrif og viðhald. Auk þess sé félagsleg dagskrá í boði alla fimmtudaga eftir klukkan 16 og einn laugardag í mánuði. „Þó að dagar Klúbbsins Geysis hafi ekki alltaf verið eintómur dans á rósum í þessi tuttugu ár hefur hann sannað gildi sitt og hlutverk í réttindabaráttu og auknum lífsgæðum fólks með geðraskanir,“ segir Benedikt. „Það kristallast í þeim fjölda sem hefur átt samleið með klúbbnum um lengri eða skemmri tíma.“ Hann tekur líka fram að klúbburinn hafi notið velvildar þeirra sem halda um opinbera stefnumótun hverju sinni. „Hugmyndunum sem frumkvöðlar Klúbbsins Geysis kynntu á sinni tíð fyrir yfirvöldum var vel tekið,“ segir hann. „Þær hafa verið hluti af fjölbreyttri sókn sem farið var í til að opna fyrir skilning á því að geðheilsa er líka heilsa og hluti af sjálfsmynd hvers og eins.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp