Leika meira! Alfreð kynnir 6. september 2019 16:15 Þuríður Björg Guðnadóttir er framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Nova Tólf ár eru liðin frá því að Þuríður Björg Guðnadóttir hóf fyrst störf hjá Nova en þar starfar hún nú sem framkvæmdastjóri sölu og þjónustu. Fyrirtækið hefur löngum verið þekkt fyrir gleði og góðan anda enda er það meðvitað haft að leiðarljósi að skapa starfsfólki gott og umfram allt skemmtilegt umhverfi svo allir nái árangri.„Góður starfsandi innan fyrirtækis verður ekki til af sjálfu sér. Hann næst með því að mikil áhersla er lögð á að góður starfsandi skipti miklu máli. Það er ekki nóg að eiga einn peppara eða trúð sem heldur gleðinni á lofti. Þetta er verkefni sem allir þurfa að taka þátt í og leggja sig fram við á hverjum degi,“ segir Þuríður og bætir við að vinnustaður sem mótist af gleði, samheldi og löngun til að ná árangri skapi einfaldlega ánægðara starfsfólk.Stóladans á vinnudegi„Fyrir okkur snýst þetta um að hver dagur sé skemmtilegur og að vinnustaðurinn í heild mótist af gleði og vináttu. Opin og hreinskilin samskipti eru lykillinn að árangri, hrós og þakklæti fyrir vinnuframlagið er mikilvægt og baktal er ólíðandi. Svo erum við auðvitað með reglulega fundi og hópefli sem hjálpa okkur að byggja sterk lið. Nú og auðvitað erum við með bestu partýin – enda stærsti skemmtistaður í heimi.“ Það kann að hljóma undarlega í eyrum sumra en Þuríður segir að mikil áhersla sé lögð á að starfsfólkið leiki sér á vinnutíma. Sumir myndu jafnvel ganga svo langt að líkja dögunum á vinnustaðnum við fjörugt barnaafmæli. „Á göngunum hjá okkur má sjá pakkleiki, Lukku-Láka eða stóladans. Okkur finnst það bara eðlilegt. Við viljum vera óhrædd við að hafa gaman og gleðja aðra.“Ánægja skilar árangri„Árangursríkasta leiðin til að hvetja starfsfólk áfram til góðra verka er einfaldlega að fá alla til að kunna danssporin sín upp á 10 og dansa í takt! Þannig er mikilvægt að allir starfsmenn hafi skýra sýn á hlutverk sitt innan fyrirtækisins, viti til hvers sé ætlast af honum og að tenging sé á milli frammistöðu hvers einstaklings og velgengni fyrirtækisins. Við erum með skýr markmið svo hver og einn veit hvernig hann nær árangri í sínu starfi. Við höfum gögn eins og sölutölur og skýrslur sem segja til um afköst og ölum á keppnisskapi og löngun til að ná árangri. En óáþreifanlegu hlutirnir skipta ekki minna máli. Sjálfstæði, frumkvæði og jákvæðni eru mikilvægustu mælikvarðarnir á frammistöðu hjá Nova.“Mikilvægt að fagna öllum sigrum„Skemmtilegast er að fagna sigrum – fagna því sem við vinnum öll að á hverjum degi. Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að taka á móti viðurkenningunni Íslenska ánægjuvogin sem Nova hefur fengið síðastliðin tíu ár. Að eiga ánægðustu viðskiptavinina er ekki sjálfsagt og er markmið sem hver einasti starfsmaður leggur sig fram um að ná á hverjum degi. Það er því bæði sigur, gleði, stolt og innblástur þegar markmiðin nást og persónulega veit ég ekkert skemmtilegra. Það er hægt að ná ótrúlegum árangri með jákvæðni og því að fagna öllum sigrum, bæði stórum og smáum í vinnu og einkalífi. Nútíminn getur verið krefjandi og álagið mikið. Þess vegna er afar mikilvægt að hugsa vel um líkama og sál, hlúa að þáttum eins og svefni, næringu, hreyfingu og jákvæðum félagslegum tengslum. Ég tel að til að vera hamingjusamur í starfi verður maður að vera hamingjusamur í lífinu almennt. Látum hvern dag skipta máli, leikum okkur meira og gerum það sem okkur finnst nærandi og umfram allt skemmtilegt,“ segir Þuríður að lokum.Höfundur: Sólveig JónsdóttirFylgstu með á Alfreð blogginu Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Tólf ár eru liðin frá því að Þuríður Björg Guðnadóttir hóf fyrst störf hjá Nova en þar starfar hún nú sem framkvæmdastjóri sölu og þjónustu. Fyrirtækið hefur löngum verið þekkt fyrir gleði og góðan anda enda er það meðvitað haft að leiðarljósi að skapa starfsfólki gott og umfram allt skemmtilegt umhverfi svo allir nái árangri.„Góður starfsandi innan fyrirtækis verður ekki til af sjálfu sér. Hann næst með því að mikil áhersla er lögð á að góður starfsandi skipti miklu máli. Það er ekki nóg að eiga einn peppara eða trúð sem heldur gleðinni á lofti. Þetta er verkefni sem allir þurfa að taka þátt í og leggja sig fram við á hverjum degi,“ segir Þuríður og bætir við að vinnustaður sem mótist af gleði, samheldi og löngun til að ná árangri skapi einfaldlega ánægðara starfsfólk.Stóladans á vinnudegi„Fyrir okkur snýst þetta um að hver dagur sé skemmtilegur og að vinnustaðurinn í heild mótist af gleði og vináttu. Opin og hreinskilin samskipti eru lykillinn að árangri, hrós og þakklæti fyrir vinnuframlagið er mikilvægt og baktal er ólíðandi. Svo erum við auðvitað með reglulega fundi og hópefli sem hjálpa okkur að byggja sterk lið. Nú og auðvitað erum við með bestu partýin – enda stærsti skemmtistaður í heimi.“ Það kann að hljóma undarlega í eyrum sumra en Þuríður segir að mikil áhersla sé lögð á að starfsfólkið leiki sér á vinnutíma. Sumir myndu jafnvel ganga svo langt að líkja dögunum á vinnustaðnum við fjörugt barnaafmæli. „Á göngunum hjá okkur má sjá pakkleiki, Lukku-Láka eða stóladans. Okkur finnst það bara eðlilegt. Við viljum vera óhrædd við að hafa gaman og gleðja aðra.“Ánægja skilar árangri„Árangursríkasta leiðin til að hvetja starfsfólk áfram til góðra verka er einfaldlega að fá alla til að kunna danssporin sín upp á 10 og dansa í takt! Þannig er mikilvægt að allir starfsmenn hafi skýra sýn á hlutverk sitt innan fyrirtækisins, viti til hvers sé ætlast af honum og að tenging sé á milli frammistöðu hvers einstaklings og velgengni fyrirtækisins. Við erum með skýr markmið svo hver og einn veit hvernig hann nær árangri í sínu starfi. Við höfum gögn eins og sölutölur og skýrslur sem segja til um afköst og ölum á keppnisskapi og löngun til að ná árangri. En óáþreifanlegu hlutirnir skipta ekki minna máli. Sjálfstæði, frumkvæði og jákvæðni eru mikilvægustu mælikvarðarnir á frammistöðu hjá Nova.“Mikilvægt að fagna öllum sigrum„Skemmtilegast er að fagna sigrum – fagna því sem við vinnum öll að á hverjum degi. Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að taka á móti viðurkenningunni Íslenska ánægjuvogin sem Nova hefur fengið síðastliðin tíu ár. Að eiga ánægðustu viðskiptavinina er ekki sjálfsagt og er markmið sem hver einasti starfsmaður leggur sig fram um að ná á hverjum degi. Það er því bæði sigur, gleði, stolt og innblástur þegar markmiðin nást og persónulega veit ég ekkert skemmtilegra. Það er hægt að ná ótrúlegum árangri með jákvæðni og því að fagna öllum sigrum, bæði stórum og smáum í vinnu og einkalífi. Nútíminn getur verið krefjandi og álagið mikið. Þess vegna er afar mikilvægt að hugsa vel um líkama og sál, hlúa að þáttum eins og svefni, næringu, hreyfingu og jákvæðum félagslegum tengslum. Ég tel að til að vera hamingjusamur í starfi verður maður að vera hamingjusamur í lífinu almennt. Látum hvern dag skipta máli, leikum okkur meira og gerum það sem okkur finnst nærandi og umfram allt skemmtilegt,“ segir Þuríður að lokum.Höfundur: Sólveig JónsdóttirFylgstu með á Alfreð blogginu
Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira