Enski boltinn

Klopp segir að Liverpool hugsi vel um unga leikmenn og þar á meðal hinn umtalaða Bobby Duncan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp ásamt hinum unga Leighton Clarkson.
Klopp ásamt hinum unga Leighton Clarkson. vísir/getty
Liverpool hefur verið mikið í fréttum í vikunni eftir að umboðsmaður hinn unga, Bobby Duncan, kom fram í fjölmiðlum og sagði að umbjóðandi sinn vildi komast burt frá Liverpool.

Umboðsmaðurinn sagði að Liverpool vildi ekki hleypa Duncan burt frá félaginu og að hann hefði ekki farið út úr húsi í fjóra daga vegna málsins.

Jamie Carragher og umboðsmaðurinn lentu svo upp á kant við hvorn annan á Twitter í vikunni áður en Liverpool sendi frá sér yfirlýsingu.

„Við sendum frá okkur yfirlýsingu um málið,“ sagði Klopp þegar hann var aðspurður um álið á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Burnley í dag.







„Þetta er staða og það er erfitt að tala um þetta því hvert orð þarf að vera rétt. Það sem ég get sagt er að við hugsum mjög, mjög vel um okkar ungu leikmenn og þar á meðal Bobby.“

„Í fótboltanum geta samningamál stundum ollið vandræðum. Það er eðlileg staða á öllum aldri en með unga leikmenn erum við sérstaklega viðkvæmir. Allir aðilar þurfa að gera réttu hlutina,“ sagði Klopp.


Tengdar fréttir

Umboðsmaður Duncan lýgur segir Liverpool

Liverpool hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna hins 18 ára gamla frænda Steven Gerrard, Bobby Duncan, en umboðsmaður Duncan sakaði félagið um að eyðileggja líf leikmannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×