Ekkert hámhorf á nýju streymisveitunni hjá Disney Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. ágúst 2019 11:00 Disney+ er ný streymisveita. Nordicphotos/Getty Ný streymisveita Disney er fremst í röð þeirra keppinauta sem leitast við að steypa Netflix af stóli. Þetta sagði í greiningu The Verge á markaðnum í gær. Eitt helsta merkið um að Disney+, nýja streymisveitan, ætli að reyna að skera sig úr felst í þeirri ákvörðun að nýir þættir verða ekki birtir allir á sama tíma. Þess í stað verður haldið í þá áratugagömlu venju að birta einn og einn þátt á sama tíma í hverri viku. Þetta er reyndar nákvæmlega það sama og Hulu gerir, utan þess að Hulu birtir fyrstu þrjá þættina á sama tíma, og HBO Now sömuleiðis. Þá er búist við því að Apple fylgi í þessi fótspor þegar Apple TV Plus fer í loftið í haust. Með því að gefa þætti út einn í einu vonast Disney væntanlega til þess að halda áskrifendum lengur. Þeir horfi ekki á heila seríu á einum mánuði og segi svo upp áskrift. Ágætishliðarverkun er svo að umræðan um höskuldarviðvaranir verður vonandi örlítið minna hávær þar sem fólk mun væntanlega frekar horfa á þættina á svipuðum hraða og aðrir. Birtist í Fréttablaðinu Disney Netflix Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Ný streymisveita Disney er fremst í röð þeirra keppinauta sem leitast við að steypa Netflix af stóli. Þetta sagði í greiningu The Verge á markaðnum í gær. Eitt helsta merkið um að Disney+, nýja streymisveitan, ætli að reyna að skera sig úr felst í þeirri ákvörðun að nýir þættir verða ekki birtir allir á sama tíma. Þess í stað verður haldið í þá áratugagömlu venju að birta einn og einn þátt á sama tíma í hverri viku. Þetta er reyndar nákvæmlega það sama og Hulu gerir, utan þess að Hulu birtir fyrstu þrjá þættina á sama tíma, og HBO Now sömuleiðis. Þá er búist við því að Apple fylgi í þessi fótspor þegar Apple TV Plus fer í loftið í haust. Með því að gefa þætti út einn í einu vonast Disney væntanlega til þess að halda áskrifendum lengur. Þeir horfi ekki á heila seríu á einum mánuði og segi svo upp áskrift. Ágætishliðarverkun er svo að umræðan um höskuldarviðvaranir verður vonandi örlítið minna hávær þar sem fólk mun væntanlega frekar horfa á þættina á svipuðum hraða og aðrir.
Birtist í Fréttablaðinu Disney Netflix Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira