Stjórnkænska og styrkur Einar Benediktsson skrifar 20. ágúst 2019 06:45 Það er vissulega heiður að fagna Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, gesti Íslendinga þessa daga. Merkel er oft lýst sem hinum raunverulega leiðtoga Evrópusambandsins og hún er tvímælalaust einn merkasti stjórnmálamaður Evrópu á seinni tímum. Frásögn af ævi hennar er jafnframt kafli í sögu Evrópu. Í lok heimsstyrjaldarinnar er Austur- og Vestur-Evrópa voru aðskildar með lokuðum landamærum voru örlög öll í höndum kjarnavopnaveldanna tveggja, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Þjóðverjar voru ein af sex stofnþjóðum Evrópusambandsins 1956 og með efnahagslegum þunga sínum, sterkum gjaldmiðli og vexti, urðu þar mikið afl. Árið 1989 verða þau sögulegu straumhvörf að Sovétríkin leysast upp, Austur- og Vestur-Þýskaland sameinast og mörg ríki Austur Evrópu hverfa til stofnana vestræns samstarfs. Angela Merkel var kjörin á þing hins nýlega sameinaða Þýskalands 1990 af heimahéraði sínu í hinu fyrrum Austur-Þýskalandi og hefur síðan ávallt verið endurkjörin þar. Á þinginu – Bundestag – var frami hennar skjótur og varanlegur þar sem hún sinnti ýmsum embættum og eftir kosningarnar 2005 varð hún fyrst kvenna kanslari Þýskalands. Eftir enn annan sigur í kosningunum árið 2017 lýsti hún því yfir að hún myndi ekki gegna starfi kanslara lengur en til 2021 og hefur þegar hætt sem flokksformaður. Hún var áhugasöm um að varnarmálaráðherra Þýskalands, Ursula von der Leyen, tæki við á árinu sem forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, svo sem varð og er athyglisvert. Sendiherra ESB á Íslandi, Michael Mann, kynnti von der Leyen til leiks í grein í Fréttablaðinu 31. júlí sl. undir fyrirsögninni „Nýr kafli í sögu ESB“. Þar segir m.a. að hinn nýi forseti vilji auka lögmæti evrópsks lýðræðis með því að lúta vilja meirihluta þingmanna Evrópuþingsins um að samin skuli ný löggjöf. Þá vill von der Leyen líka að borgarar Evrópusambandsins taki þátt og leiki lykilhlutverk í uppbyggingu Evrópusambandsins til framtíðar, meðal annars með tveggja ára ráðstefnu um framtíð Evrópu sem hefjist árið 2020. Minnt er á að undanfarna áratugi hafi Evrópusambandið stækkað svo að telja 28 aðildarríki með 500 milljónum íbúa, sé til áhrifa og vilji taka ábyrgð á sjálfu sér. Að sögn sendiherrans verður viðfangsefni Ursulu von der Leyen að leiða þetta einstaka og öfluga verkefni til farsællar framtíðar. Þá mætti ætla að stjórnkænska og styrkur Þýskalandskanslarans vegi þungt. Það væru mikil og verðug lok hins einstaka ferils Angelu Merkel, að koma að þeim endurbótum á starfsemi ESB sem nútíminn kallar eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Evrópusambandið Þýskaland Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er vissulega heiður að fagna Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, gesti Íslendinga þessa daga. Merkel er oft lýst sem hinum raunverulega leiðtoga Evrópusambandsins og hún er tvímælalaust einn merkasti stjórnmálamaður Evrópu á seinni tímum. Frásögn af ævi hennar er jafnframt kafli í sögu Evrópu. Í lok heimsstyrjaldarinnar er Austur- og Vestur-Evrópa voru aðskildar með lokuðum landamærum voru örlög öll í höndum kjarnavopnaveldanna tveggja, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Þjóðverjar voru ein af sex stofnþjóðum Evrópusambandsins 1956 og með efnahagslegum þunga sínum, sterkum gjaldmiðli og vexti, urðu þar mikið afl. Árið 1989 verða þau sögulegu straumhvörf að Sovétríkin leysast upp, Austur- og Vestur-Þýskaland sameinast og mörg ríki Austur Evrópu hverfa til stofnana vestræns samstarfs. Angela Merkel var kjörin á þing hins nýlega sameinaða Þýskalands 1990 af heimahéraði sínu í hinu fyrrum Austur-Þýskalandi og hefur síðan ávallt verið endurkjörin þar. Á þinginu – Bundestag – var frami hennar skjótur og varanlegur þar sem hún sinnti ýmsum embættum og eftir kosningarnar 2005 varð hún fyrst kvenna kanslari Þýskalands. Eftir enn annan sigur í kosningunum árið 2017 lýsti hún því yfir að hún myndi ekki gegna starfi kanslara lengur en til 2021 og hefur þegar hætt sem flokksformaður. Hún var áhugasöm um að varnarmálaráðherra Þýskalands, Ursula von der Leyen, tæki við á árinu sem forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, svo sem varð og er athyglisvert. Sendiherra ESB á Íslandi, Michael Mann, kynnti von der Leyen til leiks í grein í Fréttablaðinu 31. júlí sl. undir fyrirsögninni „Nýr kafli í sögu ESB“. Þar segir m.a. að hinn nýi forseti vilji auka lögmæti evrópsks lýðræðis með því að lúta vilja meirihluta þingmanna Evrópuþingsins um að samin skuli ný löggjöf. Þá vill von der Leyen líka að borgarar Evrópusambandsins taki þátt og leiki lykilhlutverk í uppbyggingu Evrópusambandsins til framtíðar, meðal annars með tveggja ára ráðstefnu um framtíð Evrópu sem hefjist árið 2020. Minnt er á að undanfarna áratugi hafi Evrópusambandið stækkað svo að telja 28 aðildarríki með 500 milljónum íbúa, sé til áhrifa og vilji taka ábyrgð á sjálfu sér. Að sögn sendiherrans verður viðfangsefni Ursulu von der Leyen að leiða þetta einstaka og öfluga verkefni til farsællar framtíðar. Þá mætti ætla að stjórnkænska og styrkur Þýskalandskanslarans vegi þungt. Það væru mikil og verðug lok hins einstaka ferils Angelu Merkel, að koma að þeim endurbótum á starfsemi ESB sem nútíminn kallar eftir.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun