Katrín - Merkel - Pence Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2019 06:30 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tekur á móti Angelu Merkel kanslara Þýskalands í vikunni. Í september tekur stjórnin svo á móti Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna. Pólitísk þýðing heimsóknanna er rík og tilefni umræðu um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu.Sameiginlegur heimamarkaður Innan vébanda ESB eigum við sameiginlegan heimamarkað með Þýskalandi og öðrum ríkjum þess. Koma Merkel er staðfesting á því hvernig við höfum bundist Evrópu djúpum tengslum. Þar liggur pólitískt skjól Íslands í nýjum heimi. Koma Pence sýnir á hinn bóginn merki um endurvakinn áhuga Bandaríkjanna á hernaðarlegu mikilvægi Íslands vegna breyttrar stöðu norðurslóða. Það er fagnaðarefni. Varnarsamstarfið er mikilvægt. Og við viljum efla viðskipti við ríki Norður-Ameríku. En tímarnir eru breyttir. Lögmál kaldastríðsins gilda ekki. Vestrænar þjóðir stóðu áður sameinaðar undir forystu Bandaríkjanna um markmið í fjölþjóðasamvinnu. Nú eru þær klofnar. Annars vegar er stefna áframhaldandi fjölþjóðasamvinnu undir forystu ESB en hins vegar er stefna tvíhliða viðskiptasamninga undir forystu Bandaríkjanna og Bretlands. Bandaríkin eru enn öflugasta þjóðin í vestrænum heimi og öðrum þjóðum mikilvæg, en ekki lengur forystuþjóð um þau gildi sem sameinað hafa vestrænar þjóðir frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Þau standa ekki fyrir frjálsa fjölmiðlun, sjálfstæða dómstóla eða rétt minnihluta hópa. Það er af sem áður var. Tilgangur Bandaríkjanna nú er að veikja fjölþjóðasamvinnu Evrópuríkja og styrkja eigin stöðu í tvíhliða samskiptum. Þetta blasir við. Bandaríkin styðja Brexit af kappi. Þessar breytingar hafa áhrif.Ný nálgun Sú ábyrgð hvílir fyrst og fremst á herðum Katrínar Jakobsdóttur að gera leiðtogum mikilvægustu samstarfsþjóða okkar skýra grein fyrir því hvernig Ísland nálgast alþjóðasamstarf í ljósi breyttra aðstæðna. Mikilvægt er að ríkisstjórnin komi þessum skilaboðum á framfæri; 1. Skýrar yfirlýsingar um að fjölþjóðasamstarf á innri markaði ESB verði áfram þungamiðjan í utanríkisstefnunni. Vandræðagangur Sjálfstæðisflokksins í orkupakkamálinu kallar á ótvíræð skilaboð til leiðtoganna beggja. 2. Ríkisstjórnin þarf að vera fús til að ræða varnarsamstarf við Bandaríkin og uppbyggingu hér í því sambandi, hvort sem forsætisráðherra líkar betur eða verr. Um leið verður að árétta að þar sé fyrst og fremst um að ræða varnir Íslands. Aðstaða vegna aukinna varnarumsvifa á norðurslóðum sé opið umræðuefni sem Ísland þurfi að meta sjálfstætt og í samráði við grannþjóðir. 3. Stjórnin þarf að fara fram á að samhliða viðræðum um varnarviðbúnað á Íslandi þurfi að gera viðbótarsamning um varnarmál í samræmi við þjóðaröryggisstefnuna frá 2016, sem tekur til netöryggis, hryðjuverka og loftslagsmála. Afneitun forseta Bandaríkjanna í loftslagsmálum má ekki ráða för. Það skal sagt umbúðalaust að aðgerðir í loftslagsmálum verði ekki undanskildar í þessum efnum. Forsætisráðherra ætlar hins vegar ekki að vera til staðar til að koma þessum áherslum á framfæri við varaforsetann. Kúnstug forgangsröðun. 4. Ríkisstjórnin þarf að segja afdráttarlaust að Ísland muni á síðara stigi eftir samráð, umræður og ákvarðanir Alþingis setja sér markmið með efnahags- og viðskiptasamráði við Bandaríkin. Það skal vera ótvírætt að samtöl um efnahags- og viðskiptamál annars vegar og varnir Íslands og norðurslóða hins vegar eru tvö aðskilin efni sem ekki skal blanda saman. Við þýðingarmiklar heimsóknir leiðtoga samstarfsþjóða er brýnt að senda ótvíræð skilaboð. Óeining innan stjórnarflokkanna má ekki gera utanríkisstefnu þjóðarinnar torræða. Við verðum að tala tæpitungulaust í þágu öryggis, mannréttinda og loftslagsmála. Nú sem aldrei fyrr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tekur á móti Angelu Merkel kanslara Þýskalands í vikunni. Í september tekur stjórnin svo á móti Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna. Pólitísk þýðing heimsóknanna er rík og tilefni umræðu um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu.Sameiginlegur heimamarkaður Innan vébanda ESB eigum við sameiginlegan heimamarkað með Þýskalandi og öðrum ríkjum þess. Koma Merkel er staðfesting á því hvernig við höfum bundist Evrópu djúpum tengslum. Þar liggur pólitískt skjól Íslands í nýjum heimi. Koma Pence sýnir á hinn bóginn merki um endurvakinn áhuga Bandaríkjanna á hernaðarlegu mikilvægi Íslands vegna breyttrar stöðu norðurslóða. Það er fagnaðarefni. Varnarsamstarfið er mikilvægt. Og við viljum efla viðskipti við ríki Norður-Ameríku. En tímarnir eru breyttir. Lögmál kaldastríðsins gilda ekki. Vestrænar þjóðir stóðu áður sameinaðar undir forystu Bandaríkjanna um markmið í fjölþjóðasamvinnu. Nú eru þær klofnar. Annars vegar er stefna áframhaldandi fjölþjóðasamvinnu undir forystu ESB en hins vegar er stefna tvíhliða viðskiptasamninga undir forystu Bandaríkjanna og Bretlands. Bandaríkin eru enn öflugasta þjóðin í vestrænum heimi og öðrum þjóðum mikilvæg, en ekki lengur forystuþjóð um þau gildi sem sameinað hafa vestrænar þjóðir frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Þau standa ekki fyrir frjálsa fjölmiðlun, sjálfstæða dómstóla eða rétt minnihluta hópa. Það er af sem áður var. Tilgangur Bandaríkjanna nú er að veikja fjölþjóðasamvinnu Evrópuríkja og styrkja eigin stöðu í tvíhliða samskiptum. Þetta blasir við. Bandaríkin styðja Brexit af kappi. Þessar breytingar hafa áhrif.Ný nálgun Sú ábyrgð hvílir fyrst og fremst á herðum Katrínar Jakobsdóttur að gera leiðtogum mikilvægustu samstarfsþjóða okkar skýra grein fyrir því hvernig Ísland nálgast alþjóðasamstarf í ljósi breyttra aðstæðna. Mikilvægt er að ríkisstjórnin komi þessum skilaboðum á framfæri; 1. Skýrar yfirlýsingar um að fjölþjóðasamstarf á innri markaði ESB verði áfram þungamiðjan í utanríkisstefnunni. Vandræðagangur Sjálfstæðisflokksins í orkupakkamálinu kallar á ótvíræð skilaboð til leiðtoganna beggja. 2. Ríkisstjórnin þarf að vera fús til að ræða varnarsamstarf við Bandaríkin og uppbyggingu hér í því sambandi, hvort sem forsætisráðherra líkar betur eða verr. Um leið verður að árétta að þar sé fyrst og fremst um að ræða varnir Íslands. Aðstaða vegna aukinna varnarumsvifa á norðurslóðum sé opið umræðuefni sem Ísland þurfi að meta sjálfstætt og í samráði við grannþjóðir. 3. Stjórnin þarf að fara fram á að samhliða viðræðum um varnarviðbúnað á Íslandi þurfi að gera viðbótarsamning um varnarmál í samræmi við þjóðaröryggisstefnuna frá 2016, sem tekur til netöryggis, hryðjuverka og loftslagsmála. Afneitun forseta Bandaríkjanna í loftslagsmálum má ekki ráða för. Það skal sagt umbúðalaust að aðgerðir í loftslagsmálum verði ekki undanskildar í þessum efnum. Forsætisráðherra ætlar hins vegar ekki að vera til staðar til að koma þessum áherslum á framfæri við varaforsetann. Kúnstug forgangsröðun. 4. Ríkisstjórnin þarf að segja afdráttarlaust að Ísland muni á síðara stigi eftir samráð, umræður og ákvarðanir Alþingis setja sér markmið með efnahags- og viðskiptasamráði við Bandaríkin. Það skal vera ótvírætt að samtöl um efnahags- og viðskiptamál annars vegar og varnir Íslands og norðurslóða hins vegar eru tvö aðskilin efni sem ekki skal blanda saman. Við þýðingarmiklar heimsóknir leiðtoga samstarfsþjóða er brýnt að senda ótvíræð skilaboð. Óeining innan stjórnarflokkanna má ekki gera utanríkisstefnu þjóðarinnar torræða. Við verðum að tala tæpitungulaust í þágu öryggis, mannréttinda og loftslagsmála. Nú sem aldrei fyrr.
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun