Lögmannsstofurnar BBA Legal og Fjeldsted & Blöndal sameinast Hörður Ægisson skrifar 21. ágúst 2019 09:00 Sameinuð lögmannsstofa verður til húsa í turninum við Höfðatorg. Lögmannsstofunar BBA Legal og Fjeldsted & Blöndal, tvær af stærri stofum landsins, hafa gengið frá samkomulagi um sameiningu. Áætlað er að samruninn muni taka gildi í haust, samkvæmt heimildum Markaðarins. Samanlögð velta félaganna var um 860 milljónir króna í fyrra. Sameinuð lögmannsstofa fyrirtækjanna verður í turninum við Höfðatorg þar sem BBA Legal er nú til húsa. Þá verður starfrækt skrifstofa í London í gegnum dótturfélag sem verður stýrt af Gunnari Þór Þórarinssyni, hæstaréttarlögmanni, en hann gekk nýlega til liðs við Fjeldsted & Blöndal. Helstu hluthafar BBA Legal, hvor um sig með rúmlega 21 prósenta hlut, eru þeir Einar Baldvin Árnason, Baldvin Björn Haraldsson, Ásgeir Árni Ragnarsson og Atli Rafn Þorbjörnsson. Í árslok 2018 störfuðu átján manns hjá BBA Legal og námu tekjur stofunnar um 490 milljónum króna. Hagnaður lögmannsstofunnar var ríflega 88 milljónir króna og jókst um 12 milljónir frá fyrra ári. Þannig nam hagnaður á hvern af stærstu eigendum félagsins því um 18,5 milljónum króna. Eigendur Fjeldsted & Blöndal, sem fækkaði úr fjórum í þrjá í fyrra, eru þeir Halldór Karl Halldórsson, sem er jafnframt framkvæmdastjóri stofunnar, Hafliði K. Lárusson og Þórir Júlíusson. Rekstrartekjur stofunnar voru samtals 369 milljónir í fyrra og héldust nánast óbreyttar á milli ára. Stöðugildi á Fjeldsted & Blöndal voru að meðaltali ellefu talsins á liðnu ári. Hagnaður lögmannsstofunnar, sem gengur iðulega undir nafninu Fjeldco, nam rúmlega 114 milljónum króna á árinu 2018 og minnkaði um fimm milljónir á milli ára. Nam hagnaður á hvern eiganda vegna afkomu síðasta árs því um 38 milljónum króna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Lögmannsstofunar BBA Legal og Fjeldsted & Blöndal, tvær af stærri stofum landsins, hafa gengið frá samkomulagi um sameiningu. Áætlað er að samruninn muni taka gildi í haust, samkvæmt heimildum Markaðarins. Samanlögð velta félaganna var um 860 milljónir króna í fyrra. Sameinuð lögmannsstofa fyrirtækjanna verður í turninum við Höfðatorg þar sem BBA Legal er nú til húsa. Þá verður starfrækt skrifstofa í London í gegnum dótturfélag sem verður stýrt af Gunnari Þór Þórarinssyni, hæstaréttarlögmanni, en hann gekk nýlega til liðs við Fjeldsted & Blöndal. Helstu hluthafar BBA Legal, hvor um sig með rúmlega 21 prósenta hlut, eru þeir Einar Baldvin Árnason, Baldvin Björn Haraldsson, Ásgeir Árni Ragnarsson og Atli Rafn Þorbjörnsson. Í árslok 2018 störfuðu átján manns hjá BBA Legal og námu tekjur stofunnar um 490 milljónum króna. Hagnaður lögmannsstofunnar var ríflega 88 milljónir króna og jókst um 12 milljónir frá fyrra ári. Þannig nam hagnaður á hvern af stærstu eigendum félagsins því um 18,5 milljónum króna. Eigendur Fjeldsted & Blöndal, sem fækkaði úr fjórum í þrjá í fyrra, eru þeir Halldór Karl Halldórsson, sem er jafnframt framkvæmdastjóri stofunnar, Hafliði K. Lárusson og Þórir Júlíusson. Rekstrartekjur stofunnar voru samtals 369 milljónir í fyrra og héldust nánast óbreyttar á milli ára. Stöðugildi á Fjeldsted & Blöndal voru að meðaltali ellefu talsins á liðnu ári. Hagnaður lögmannsstofunnar, sem gengur iðulega undir nafninu Fjeldco, nam rúmlega 114 milljónum króna á árinu 2018 og minnkaði um fimm milljónir á milli ára. Nam hagnaður á hvern eiganda vegna afkomu síðasta árs því um 38 milljónum króna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira