Newcastle komið á blað eftir sigur á Tottenham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Joelinton fagnar eftir að hafa skorað eina mark leiksins gegn Tottenham.
Joelinton fagnar eftir að hafa skorað eina mark leiksins gegn Tottenham. vísir/getty
Newcastle United gerði góða ferð til Lundúna og vann 0-1 sigur á Tottenham í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Þetta var fyrsti sigur Newcastle á tímabilinu og sá fyrsti undir stjórn Steves Bruce í keppnisleik.

Joelinton, dýrasti leikmaður í sögu Newcastle, skoraði eina mark leiksins á 27. mínútu. Brassinn fékk þá boltann inn fyrir galopna vörn Tottenham frá varamanninum Christian Atsu og skoraði framhjá Hugo Lloris. Þetta var fyrsta mark Joelintons fyrir Newcastle.

Heimamenn voru miklu meira með boltann en varnarleikur gestanna var sterkur.

Tottenham vildi fá vítaspyrnu á 78. mínútu en ekkert var dæmt eftir að atvikið var skoðað á myndbandi.

Spurs er í 7. sæti deildarinnar með fjögur stig. Newcastle er í nítjánda og næstneðsta sætinu með þrjú stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira