Milljón tonn af mengun Hannes Friðriksson skrifar 23. ágúst 2019 15:03 „Í dag er tími aðgerða því afleiðingar hamfarahlýnunar blasa við um heim allan.“ Þetta skrifaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún kvaddi jökulinn OK , sem var fyrstur íslenskra jökla til að hverfa. Hún boðaði nýja tíma, aðrar áherslur, og umfram allt kallaði hún eftir samstöðu í þeirri baráttu sem fram undan er, „fyrir jöklana, fyrir framtíðina, og fyrir okkur sjálf“. Af sama tilefni sór umhverfisráðherra þess dýran eið að hann skyldi gera allt sem í sínu valdi stæði til að koma í veg fyrir að fleiri jöklar hyrfu. Áherslur þeirra endurómuðu svo á ársfundi forsætisráðherra Norðurlandanna sem fram fór dagana á eftir.Tími aðgerða er kominn Engum dylst lengur að komið er að tímum aðgerða, orðin ein nægja ekki lengur. Loftlagsváin er fyrsta mál á dagskrá um heim allan. Þjóðarleiðtogar, vísindamenn, fjármálastofnanir og fyrirtæki um heim allan hafa tekið saman höndum, sett sér siðferðileg og samfélagsleg markmið í viðleitni sinni til að leggja sitt af mörkum til að snúa vörn í sókn. Að draga úr losun svonefndra gróðurhúsaloftegunda út í andrúmsloftið og koma í veg fyrir frekari eyðileggingu á jörðinni af manna völdum.Mengunarslysið í Helguvík Í Helguvík í Reykjanesbæ eru tvö fyrirtæki Stakksberg ehf, í eigu Arion banka og Thorsil sem undanfarin ár hafa haft uppi áform um að byggja tvö stærstu kísilver í heimi, í aðeins 1500 metra fjarlægð frá byggðarkjörnum Reykjanesbæjar. Sú reynsla sem nú þegar hefur fengist af rekstri fyrsta ofnsins er ekki góð, og var rekstur hans að lokum stöðvaður af Umhverfistofnun sökum þeirrar mengunar sem þessi rekstur hafði á nærumhverfi sitt.Áfram skal haldið Stakksberg (í eigu Arion banka) hefur á undanförnum mánuðum unnið að tillögum að deiliskipulagsbreytingu sem nauðsynleg er til að hefja rekstur verksmiðjunnar á ný, án þess þó að fyrir lægi eitthvað vilyrði eða loforð um að slíkt deiliskipulag yrði að lokum samþykkt. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér m.a. aukið byggingarmagn, auk skorteins sem vera á 52.metra hár og þar með aðeins 20 metrum lægri en Hallgrímskirkja. Stakksberg virðist af yfirlýsingum sínum ganga út frá því sem gefnu, að tillaga þeirri verði samþykkt og hafa gefið í skyn, að verði henni henni hafnað, til að mynda í bindandi íbúakosningu, muni þau sækja milljarða í skaðabætur hjá illa stöddu bæjarfélaginu. Úr vöndu er að ráða og mikil ábyrgð er sett á herðar þeim sem sitja í núverandi bæjarstjórn. Þeir standa frammi fyrir því að láta undan kröfum Stakksbergs ehf, eða taka afstöðu með þeim íbúum sem vilja að náttúran og heilsa þeirra fái að njóta vafans.Eftirliti var ábótavant Málinu hefur verið stillt þannig upp að þetta sé einkamál íbúa og bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sem á sínum tíma samþykktu framkvæmdina út frá fyrirliggjandi gögnum sem opinberar stofnanir höfðu samþykkt. Þau gögn reyndust því miður ekki í neinu samræmi við útkomuna. Núverandi meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar (Bein leið, Samfylking og Framsókn) ásamt fulltrúa Miðflokksins hafa ályktað að þeim hugnist ekki þær hugmyndir sem kynntar hafa verið um uppbyggingu kísilvera í Helguvík, og hvatt framkvæmdaraðila til að koma í vegferð með bæjaryfirvöldum um uppbyggingu skynsamari atvinnukosta í Helguvík. Engin svör hafa að því best er vitað borist, en áréttingar um hugsanlegar skaðabótakröfur nái hugmyndir Stakksbergs ehf gagnvart Reykjanesbæ látnar liggja áfram í loftinu.Milljón tonn af mengun Verði áform Stakksbergs og Thorsil að veruleika er ljóst að í bakgarði Reykjanesbæjar verður dælt um það bil einni milljón tonna af gróðurhúsaloftegundum út í andrúmloftið ár hvert, eða tæplega þrjú þúsundum tonnum á hverjum sólarhring. Að auki munu þessi kísilver losa þúsundir tonna af öðrum miður skemmtilegum efnum sem enginn vill hafa í sínu nærumhverfi. Þegar tvö fyrirtæki boða að þau hyggist dæla slíkum óþrifnaði út í andrúmsloftið er ástæða til að bregaðst við. Loftlagsvandinn verður ekki leystur með auknum útblæstri heldur þarf að minnka hann. Íbúum Reykjanebæjar eða bæjarstjórn hefur enn ekki tekist að sannfæra framkvæmdaraðilana Arion banka og Thorsil um að áform þeirra séu ekki skynsamleg með tilliti til framtíðar þeirrar jarðar sem við jú öll lifum af og lifum á.Stöndum saman um aðgerðir gegn mengun „Í dag er tími aðgerða en ekki orða“, sagði forsætisráðherrann svo skynsamlega. Við skulum flykkja okkur að baki orða hennar og hvetja framkvæmdaraðila uppbyggingar kísilvera í Helguvík til að láta af eyðileggjandi áformum sínum , “fyrir jöklana, fyrir framtíðina, og fyrir okkur sjálf“, en umfram allt fyrir börn okkar og barnabörn svo þau geti líka fengið að njóta þeirra gæða og fegurðar sem jörðin okkar hefur upp á að bjóða. Með bestu kveðju Hannes Friðriksson íbúi í Reykjanesbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Umhverfismál Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
„Í dag er tími aðgerða því afleiðingar hamfarahlýnunar blasa við um heim allan.“ Þetta skrifaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún kvaddi jökulinn OK , sem var fyrstur íslenskra jökla til að hverfa. Hún boðaði nýja tíma, aðrar áherslur, og umfram allt kallaði hún eftir samstöðu í þeirri baráttu sem fram undan er, „fyrir jöklana, fyrir framtíðina, og fyrir okkur sjálf“. Af sama tilefni sór umhverfisráðherra þess dýran eið að hann skyldi gera allt sem í sínu valdi stæði til að koma í veg fyrir að fleiri jöklar hyrfu. Áherslur þeirra endurómuðu svo á ársfundi forsætisráðherra Norðurlandanna sem fram fór dagana á eftir.Tími aðgerða er kominn Engum dylst lengur að komið er að tímum aðgerða, orðin ein nægja ekki lengur. Loftlagsváin er fyrsta mál á dagskrá um heim allan. Þjóðarleiðtogar, vísindamenn, fjármálastofnanir og fyrirtæki um heim allan hafa tekið saman höndum, sett sér siðferðileg og samfélagsleg markmið í viðleitni sinni til að leggja sitt af mörkum til að snúa vörn í sókn. Að draga úr losun svonefndra gróðurhúsaloftegunda út í andrúmsloftið og koma í veg fyrir frekari eyðileggingu á jörðinni af manna völdum.Mengunarslysið í Helguvík Í Helguvík í Reykjanesbæ eru tvö fyrirtæki Stakksberg ehf, í eigu Arion banka og Thorsil sem undanfarin ár hafa haft uppi áform um að byggja tvö stærstu kísilver í heimi, í aðeins 1500 metra fjarlægð frá byggðarkjörnum Reykjanesbæjar. Sú reynsla sem nú þegar hefur fengist af rekstri fyrsta ofnsins er ekki góð, og var rekstur hans að lokum stöðvaður af Umhverfistofnun sökum þeirrar mengunar sem þessi rekstur hafði á nærumhverfi sitt.Áfram skal haldið Stakksberg (í eigu Arion banka) hefur á undanförnum mánuðum unnið að tillögum að deiliskipulagsbreytingu sem nauðsynleg er til að hefja rekstur verksmiðjunnar á ný, án þess þó að fyrir lægi eitthvað vilyrði eða loforð um að slíkt deiliskipulag yrði að lokum samþykkt. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér m.a. aukið byggingarmagn, auk skorteins sem vera á 52.metra hár og þar með aðeins 20 metrum lægri en Hallgrímskirkja. Stakksberg virðist af yfirlýsingum sínum ganga út frá því sem gefnu, að tillaga þeirri verði samþykkt og hafa gefið í skyn, að verði henni henni hafnað, til að mynda í bindandi íbúakosningu, muni þau sækja milljarða í skaðabætur hjá illa stöddu bæjarfélaginu. Úr vöndu er að ráða og mikil ábyrgð er sett á herðar þeim sem sitja í núverandi bæjarstjórn. Þeir standa frammi fyrir því að láta undan kröfum Stakksbergs ehf, eða taka afstöðu með þeim íbúum sem vilja að náttúran og heilsa þeirra fái að njóta vafans.Eftirliti var ábótavant Málinu hefur verið stillt þannig upp að þetta sé einkamál íbúa og bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sem á sínum tíma samþykktu framkvæmdina út frá fyrirliggjandi gögnum sem opinberar stofnanir höfðu samþykkt. Þau gögn reyndust því miður ekki í neinu samræmi við útkomuna. Núverandi meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar (Bein leið, Samfylking og Framsókn) ásamt fulltrúa Miðflokksins hafa ályktað að þeim hugnist ekki þær hugmyndir sem kynntar hafa verið um uppbyggingu kísilvera í Helguvík, og hvatt framkvæmdaraðila til að koma í vegferð með bæjaryfirvöldum um uppbyggingu skynsamari atvinnukosta í Helguvík. Engin svör hafa að því best er vitað borist, en áréttingar um hugsanlegar skaðabótakröfur nái hugmyndir Stakksbergs ehf gagnvart Reykjanesbæ látnar liggja áfram í loftinu.Milljón tonn af mengun Verði áform Stakksbergs og Thorsil að veruleika er ljóst að í bakgarði Reykjanesbæjar verður dælt um það bil einni milljón tonna af gróðurhúsaloftegundum út í andrúmloftið ár hvert, eða tæplega þrjú þúsundum tonnum á hverjum sólarhring. Að auki munu þessi kísilver losa þúsundir tonna af öðrum miður skemmtilegum efnum sem enginn vill hafa í sínu nærumhverfi. Þegar tvö fyrirtæki boða að þau hyggist dæla slíkum óþrifnaði út í andrúmsloftið er ástæða til að bregaðst við. Loftlagsvandinn verður ekki leystur með auknum útblæstri heldur þarf að minnka hann. Íbúum Reykjanebæjar eða bæjarstjórn hefur enn ekki tekist að sannfæra framkvæmdaraðilana Arion banka og Thorsil um að áform þeirra séu ekki skynsamleg með tilliti til framtíðar þeirrar jarðar sem við jú öll lifum af og lifum á.Stöndum saman um aðgerðir gegn mengun „Í dag er tími aðgerða en ekki orða“, sagði forsætisráðherrann svo skynsamlega. Við skulum flykkja okkur að baki orða hennar og hvetja framkvæmdaraðila uppbyggingar kísilvera í Helguvík til að láta af eyðileggjandi áformum sínum , “fyrir jöklana, fyrir framtíðina, og fyrir okkur sjálf“, en umfram allt fyrir börn okkar og barnabörn svo þau geti líka fengið að njóta þeirra gæða og fegurðar sem jörðin okkar hefur upp á að bjóða. Með bestu kveðju Hannes Friðriksson íbúi í Reykjanesbæ
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun