Hættuleg blanda slævandi lyfja og áfengis: "Fólk kastar upp í svefni og kafnar“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. ágúst 2019 20:15 Embætti landlæknis hefur haft ellefu andlát til skoðunar á árinu þar sem fólk hefur látist eftir að hafa blandað saman áfengi og slævandi lyfjum. Yfirlæknir segir algengast að fólk kasti upp í svefni og kafni. Embættið rannsakar dauðsföll þegar talið er að lyf hafi valdið andlátinu og hafa 23 dauðsföll verið til skoðunar á árinu. Þrjátíu og níu lyfjatengd dauðsföll voru staðfest árið 2018, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu kemur fjöldi andláta þar sem bæði slævandi lyf og áfengi kemur við sögu á óvart í ár. Þau voru 15 allt árið í fyrra en eru nú orðin 11.„Það sem er algengt því miður það er að þegar þú hefur verið að drekka og kemur heim og þér svimar og þú getur ekki sofnað þá skellir þú í þig tveimur svefntöflum og þá sofnarðu og þú kastar upp í svefni og þú nærð ekki að hreinsa kokið. Þessi slævandi lyf og áfengi hafa lamað kokboðin og þú nærð ekki að hreinsa æluna úr hálsinum og kafnar," segir Andrés Magnússon, yfirlæknir hjá Landlækni. Hann bendir á að þegar þessi róandi- og kvíðastillandi lyf komu fyrst á markað hafi áfengisneysla hér á landi verið mun minni en í dag. „Það er orðið miklu algengara, þetta er út um allt. Þessi lyf eins og benzodízepín, þessi svefnlyf og róandi lyf, þau eru ekkert sérlega hættuleg ein og sér. En um leið og það er verið að blanda því saman við önnur lyf, til dæmis áfengi, eru þau orðin stórhættuleg. Og ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað það er hættulegt að blanda saman til dæmis svefntöflum og áfengi," segir Andrés. Hann bendir þó á að taka þurfi tölurnar með fyrirvara þar sem Ísland sé lítið land. „Það getur vel verið að þetta séu tilviljunarkenndar sveiflur. En það er á hreinu að fólk er að blanda saman tveimur slævandi efnum og það er stórhættulegt,“ segir Andrés. Tuttugu og þrjú lyfjatengd andlát á árinu sé allt of há tala. „Þetta er alveg hræðilegt og við verðum að nota öll ráð til þess að reyna minnka þetta,“ segir Andrés. Fíkn Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Embætti landlæknis hefur haft ellefu andlát til skoðunar á árinu þar sem fólk hefur látist eftir að hafa blandað saman áfengi og slævandi lyfjum. Yfirlæknir segir algengast að fólk kasti upp í svefni og kafni. Embættið rannsakar dauðsföll þegar talið er að lyf hafi valdið andlátinu og hafa 23 dauðsföll verið til skoðunar á árinu. Þrjátíu og níu lyfjatengd dauðsföll voru staðfest árið 2018, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu kemur fjöldi andláta þar sem bæði slævandi lyf og áfengi kemur við sögu á óvart í ár. Þau voru 15 allt árið í fyrra en eru nú orðin 11.„Það sem er algengt því miður það er að þegar þú hefur verið að drekka og kemur heim og þér svimar og þú getur ekki sofnað þá skellir þú í þig tveimur svefntöflum og þá sofnarðu og þú kastar upp í svefni og þú nærð ekki að hreinsa kokið. Þessi slævandi lyf og áfengi hafa lamað kokboðin og þú nærð ekki að hreinsa æluna úr hálsinum og kafnar," segir Andrés Magnússon, yfirlæknir hjá Landlækni. Hann bendir á að þegar þessi róandi- og kvíðastillandi lyf komu fyrst á markað hafi áfengisneysla hér á landi verið mun minni en í dag. „Það er orðið miklu algengara, þetta er út um allt. Þessi lyf eins og benzodízepín, þessi svefnlyf og róandi lyf, þau eru ekkert sérlega hættuleg ein og sér. En um leið og það er verið að blanda því saman við önnur lyf, til dæmis áfengi, eru þau orðin stórhættuleg. Og ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað það er hættulegt að blanda saman til dæmis svefntöflum og áfengi," segir Andrés. Hann bendir þó á að taka þurfi tölurnar með fyrirvara þar sem Ísland sé lítið land. „Það getur vel verið að þetta séu tilviljunarkenndar sveiflur. En það er á hreinu að fólk er að blanda saman tveimur slævandi efnum og það er stórhættulegt,“ segir Andrés. Tuttugu og þrjú lyfjatengd andlát á árinu sé allt of há tala. „Þetta er alveg hræðilegt og við verðum að nota öll ráð til þess að reyna minnka þetta,“ segir Andrés.
Fíkn Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira