Hættuleg blanda slævandi lyfja og áfengis: "Fólk kastar upp í svefni og kafnar“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. ágúst 2019 20:15 Embætti landlæknis hefur haft ellefu andlát til skoðunar á árinu þar sem fólk hefur látist eftir að hafa blandað saman áfengi og slævandi lyfjum. Yfirlæknir segir algengast að fólk kasti upp í svefni og kafni. Embættið rannsakar dauðsföll þegar talið er að lyf hafi valdið andlátinu og hafa 23 dauðsföll verið til skoðunar á árinu. Þrjátíu og níu lyfjatengd dauðsföll voru staðfest árið 2018, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu kemur fjöldi andláta þar sem bæði slævandi lyf og áfengi kemur við sögu á óvart í ár. Þau voru 15 allt árið í fyrra en eru nú orðin 11.„Það sem er algengt því miður það er að þegar þú hefur verið að drekka og kemur heim og þér svimar og þú getur ekki sofnað þá skellir þú í þig tveimur svefntöflum og þá sofnarðu og þú kastar upp í svefni og þú nærð ekki að hreinsa kokið. Þessi slævandi lyf og áfengi hafa lamað kokboðin og þú nærð ekki að hreinsa æluna úr hálsinum og kafnar," segir Andrés Magnússon, yfirlæknir hjá Landlækni. Hann bendir á að þegar þessi róandi- og kvíðastillandi lyf komu fyrst á markað hafi áfengisneysla hér á landi verið mun minni en í dag. „Það er orðið miklu algengara, þetta er út um allt. Þessi lyf eins og benzodízepín, þessi svefnlyf og róandi lyf, þau eru ekkert sérlega hættuleg ein og sér. En um leið og það er verið að blanda því saman við önnur lyf, til dæmis áfengi, eru þau orðin stórhættuleg. Og ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað það er hættulegt að blanda saman til dæmis svefntöflum og áfengi," segir Andrés. Hann bendir þó á að taka þurfi tölurnar með fyrirvara þar sem Ísland sé lítið land. „Það getur vel verið að þetta séu tilviljunarkenndar sveiflur. En það er á hreinu að fólk er að blanda saman tveimur slævandi efnum og það er stórhættulegt,“ segir Andrés. Tuttugu og þrjú lyfjatengd andlát á árinu sé allt of há tala. „Þetta er alveg hræðilegt og við verðum að nota öll ráð til þess að reyna minnka þetta,“ segir Andrés. Fíkn Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Embætti landlæknis hefur haft ellefu andlát til skoðunar á árinu þar sem fólk hefur látist eftir að hafa blandað saman áfengi og slævandi lyfjum. Yfirlæknir segir algengast að fólk kasti upp í svefni og kafni. Embættið rannsakar dauðsföll þegar talið er að lyf hafi valdið andlátinu og hafa 23 dauðsföll verið til skoðunar á árinu. Þrjátíu og níu lyfjatengd dauðsföll voru staðfest árið 2018, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu kemur fjöldi andláta þar sem bæði slævandi lyf og áfengi kemur við sögu á óvart í ár. Þau voru 15 allt árið í fyrra en eru nú orðin 11.„Það sem er algengt því miður það er að þegar þú hefur verið að drekka og kemur heim og þér svimar og þú getur ekki sofnað þá skellir þú í þig tveimur svefntöflum og þá sofnarðu og þú kastar upp í svefni og þú nærð ekki að hreinsa kokið. Þessi slævandi lyf og áfengi hafa lamað kokboðin og þú nærð ekki að hreinsa æluna úr hálsinum og kafnar," segir Andrés Magnússon, yfirlæknir hjá Landlækni. Hann bendir á að þegar þessi róandi- og kvíðastillandi lyf komu fyrst á markað hafi áfengisneysla hér á landi verið mun minni en í dag. „Það er orðið miklu algengara, þetta er út um allt. Þessi lyf eins og benzodízepín, þessi svefnlyf og róandi lyf, þau eru ekkert sérlega hættuleg ein og sér. En um leið og það er verið að blanda því saman við önnur lyf, til dæmis áfengi, eru þau orðin stórhættuleg. Og ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað það er hættulegt að blanda saman til dæmis svefntöflum og áfengi," segir Andrés. Hann bendir þó á að taka þurfi tölurnar með fyrirvara þar sem Ísland sé lítið land. „Það getur vel verið að þetta séu tilviljunarkenndar sveiflur. En það er á hreinu að fólk er að blanda saman tveimur slævandi efnum og það er stórhættulegt,“ segir Andrés. Tuttugu og þrjú lyfjatengd andlát á árinu sé allt of há tala. „Þetta er alveg hræðilegt og við verðum að nota öll ráð til þess að reyna minnka þetta,“ segir Andrés.
Fíkn Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira