Vilja meira en 115 milljónir dollara í bætur frá Boeing vegna MAX-vélanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 22:00 Myndin er tekin í verksmiðju Boeing þar sem MAX 8-vélarnar eru framleiddar skömmu eftir kyrrsetningu þeirra í mars á þessu ári. vísir/getty Rússneska flugvélaleigufyrirtækið Avia hefur höfðað mál á hendur bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing vegna 737 MAX 8-vélanna sem voru kyrrsettar um allan heim fyrr á þessu ári eftir tvö mannskæð flugslys. Avia er fyrsti viðskiptavinur Boeing sem fer í mál gegn framleiðandanum vegna kyrrsetningarinnar en fyrirtækið krefst meira 115 milljóna dollara í bætur, sem samsvarar rúmlega 14 milljörðum króna á gengi dagsins í dag.Fjallað er um málið á vef CNN. Þar kemur fram að Avia hafi fyrir nokkrum árum samið við Boeing um að kaupa 35 737 MAX 8-vélar. Málsókn Avia byggir á því að Boeing hafi brotið gegn samningum sínum við fyrirtækið með því að halda því fram að flugvélarnar væru öruggari en þær í raun voru. Þá heldur Avia því fram að Boeing hafi tekið gróðann fram yfir öryggið meðan á samningaviðræðum stóð þar sem það átti í mjög harðri samkeppni við Airbus um markaðshlutdeild á flugmarkaði. Avia höfðar málið í Illinois-ríki í Bandaríkjunum þar sem höfuðstöðvar Boeing eru. Avia vill nú hætta við pöntun sína á vélunum og krefst eins og áður segir milljarða í skaðabætur. Fyrirtækið byggir á því að Boeing hafi gefið flugmálayfirvöldum ranga mynd af MAX 8-vélunum þegar vottun vélanna fór fram. Þá telur Avia að Boeing hafi gert lítið úr vandamálum sem komu upp í kjölfar þess að MAX 8-vél flugfélagsins Lion Air hrapaði í fyrra. Nokkrum mánuðum síðar hrapaði sams konar vél Ethiopian Airlines. Alls létust 346 í flugslysunum tveimur. Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Rússland Tengdar fréttir „Algjörlega óhugsandi“ að Icelandair fái ekki bætur frá Boeing Forstjóri Icelandair Group segir félagið stefna á að fá allt tjón vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna bætt frá flugvélaframleiðandanum. 2. ágúst 2019 11:21 Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. 25. júlí 2019 10:31 Skoða flutning MAX-vélanna Það er nú til skoðunar hjá Icelandair að flytja Boeing 737 MAX-vélar sínar úr landi. 26. ágúst 2019 06:00 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rússneska flugvélaleigufyrirtækið Avia hefur höfðað mál á hendur bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing vegna 737 MAX 8-vélanna sem voru kyrrsettar um allan heim fyrr á þessu ári eftir tvö mannskæð flugslys. Avia er fyrsti viðskiptavinur Boeing sem fer í mál gegn framleiðandanum vegna kyrrsetningarinnar en fyrirtækið krefst meira 115 milljóna dollara í bætur, sem samsvarar rúmlega 14 milljörðum króna á gengi dagsins í dag.Fjallað er um málið á vef CNN. Þar kemur fram að Avia hafi fyrir nokkrum árum samið við Boeing um að kaupa 35 737 MAX 8-vélar. Málsókn Avia byggir á því að Boeing hafi brotið gegn samningum sínum við fyrirtækið með því að halda því fram að flugvélarnar væru öruggari en þær í raun voru. Þá heldur Avia því fram að Boeing hafi tekið gróðann fram yfir öryggið meðan á samningaviðræðum stóð þar sem það átti í mjög harðri samkeppni við Airbus um markaðshlutdeild á flugmarkaði. Avia höfðar málið í Illinois-ríki í Bandaríkjunum þar sem höfuðstöðvar Boeing eru. Avia vill nú hætta við pöntun sína á vélunum og krefst eins og áður segir milljarða í skaðabætur. Fyrirtækið byggir á því að Boeing hafi gefið flugmálayfirvöldum ranga mynd af MAX 8-vélunum þegar vottun vélanna fór fram. Þá telur Avia að Boeing hafi gert lítið úr vandamálum sem komu upp í kjölfar þess að MAX 8-vél flugfélagsins Lion Air hrapaði í fyrra. Nokkrum mánuðum síðar hrapaði sams konar vél Ethiopian Airlines. Alls létust 346 í flugslysunum tveimur.
Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Rússland Tengdar fréttir „Algjörlega óhugsandi“ að Icelandair fái ekki bætur frá Boeing Forstjóri Icelandair Group segir félagið stefna á að fá allt tjón vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna bætt frá flugvélaframleiðandanum. 2. ágúst 2019 11:21 Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. 25. júlí 2019 10:31 Skoða flutning MAX-vélanna Það er nú til skoðunar hjá Icelandair að flytja Boeing 737 MAX-vélar sínar úr landi. 26. ágúst 2019 06:00 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
„Algjörlega óhugsandi“ að Icelandair fái ekki bætur frá Boeing Forstjóri Icelandair Group segir félagið stefna á að fá allt tjón vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna bætt frá flugvélaframleiðandanum. 2. ágúst 2019 11:21
Vill að Boeing 737 MAX verði kyrrsett varanlega Neytendafrömuðurinn Ralph Nader hvetur bandarísku flugmálastjórnina, FAA, til að kyrrsetja 737 MAX-þotu Boeing varanlega. Þetta sagði Nader í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina. 25. júlí 2019 10:31
Skoða flutning MAX-vélanna Það er nú til skoðunar hjá Icelandair að flytja Boeing 737 MAX-vélar sínar úr landi. 26. ágúst 2019 06:00
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent