Smíðaði sér áhöld sjálfur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 10:00 Ólafur í skúrnum. "Ef ég hengi ekki áhöldin upp á vegg þá týni ég þeim,“ segir hann kíminn. Fréttablaðið/Stefán Ólafur Andrés Guðmundsson er völundarsmiður, bæði á tré og járn. Sýningin sem stendur yfir í Hraunseli, húsnæði eldri borgara í Hafnarfirði, nefnist Úr skúrnum en við Stefán ljósmyndari byrjum á að fara í skúrinn og hitta Ólaf þar. Hann er reyndar ekki í vinnugallanum, enda á leið á sýninguna að hitta mann og annan, en í skúrnum eru verkfærin hans, sem hann hefur sum hver smíðað sjálfur, og þar verða hlutirnir til. Ólafur kveðst ungur hafa byrjað að fást við smíðar. „Ég smíðaði litlar flugvélar þegar ég var strákur,“ segir hann brosandi. „Svo hafði ég það embætti sem krakki í skóla að tálga blýanta fyrir kennarann.“ Hann kveðst hafa verið svolítið til sjós með föður sínum á bátnum Hermóði og tekið bæði mótoristapróf og stýrimannsréttindi. „En rennismíði var mín uppáhaldsiðja og ég var tíu ár að vinna í Vélsmiðjunni Hamri í Reykjavík þar sem ég lærði þá grein. Svo flutti ég í Hafnarfjörð og var önnur tíu ár í Vélsmiðjunni Kletti og fimm í Vélsmiðju Jóhanns Ólafs.“Tafl sem barnabarn Ólafs fékk frá honum í fermingargjöf. Forláta kassi fylgir með.Nú erum við komin í Hraunsel þar sem höfundarverk Ólafs blasir við og birtir hans einstaka hagleik. Einnig ber sýningin vott smekkvísi þeirra sem settu hana upp. Myndir á veggjum segja sögur, til dæmis af aldagömlum kertastjökum í Bessastaðakirkju sem innbrotsmaður skemmdi en Ólafur gerði við.Viti með ljósi er það nýjasta úr smiðju Ólafs, hann er með nokkra í vinnslu.„Það komu um 300 manns á sýninguna í gær, á afmælinu mínu, á svona tveimur og hálfum tíma,“ segir listamaðurinn. „Einstaka sögðust ætla að koma aftur, það gefst ekkert næði til að skoða neitt í svona mannmergð.“ Hann er ánægður með hvernig hlutunum er komið fyrir. „Ég slapp við alla vinnuna, nema hvað ég þurfti að safna mununum víða að af landinu, frá Ísafirði, Akureyri og víðar. Ég á ekkert af þessu sjálfur en frúin á eitthvað smávegis og svo börn og barnabörn, hér eru til dæmis flugvélar sem ég hef tálgað fyrir barnabörnin.“ Þarna eru bæði stórir smíðisgripir og smáir, sumir jafnvel örsmáir eins og ermahnappar og nælur. Aðrir stærri, beislisstangir, laufabrauðsjárn, kertastjakar, vasapelar. Virðulegir munir sem tilheyra Oddfellowreglunni eru út við vegg, þá hefur Ólafur rennt og einnig smíðað kassa utan um þá.Kría á leið með síli til að fóðra unga á.Í sýningarskránni kemur fram að Ólafur fór til Noregs að mennta sig í kennslufræðum og er með meistararéttindi í vélvirkjun. Hann starfaði við uppbyggingu málmiðnaðardeildar við Iðnskólann í Hafnarfirði og starfaði þar við kennslu til 1996, er hann hætti sökum aldurs. „Svo tók bílskúrinn við og þar er hann enn,“ stendur þar. Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Tímamót Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira
Ólafur Andrés Guðmundsson er völundarsmiður, bæði á tré og járn. Sýningin sem stendur yfir í Hraunseli, húsnæði eldri borgara í Hafnarfirði, nefnist Úr skúrnum en við Stefán ljósmyndari byrjum á að fara í skúrinn og hitta Ólaf þar. Hann er reyndar ekki í vinnugallanum, enda á leið á sýninguna að hitta mann og annan, en í skúrnum eru verkfærin hans, sem hann hefur sum hver smíðað sjálfur, og þar verða hlutirnir til. Ólafur kveðst ungur hafa byrjað að fást við smíðar. „Ég smíðaði litlar flugvélar þegar ég var strákur,“ segir hann brosandi. „Svo hafði ég það embætti sem krakki í skóla að tálga blýanta fyrir kennarann.“ Hann kveðst hafa verið svolítið til sjós með föður sínum á bátnum Hermóði og tekið bæði mótoristapróf og stýrimannsréttindi. „En rennismíði var mín uppáhaldsiðja og ég var tíu ár að vinna í Vélsmiðjunni Hamri í Reykjavík þar sem ég lærði þá grein. Svo flutti ég í Hafnarfjörð og var önnur tíu ár í Vélsmiðjunni Kletti og fimm í Vélsmiðju Jóhanns Ólafs.“Tafl sem barnabarn Ólafs fékk frá honum í fermingargjöf. Forláta kassi fylgir með.Nú erum við komin í Hraunsel þar sem höfundarverk Ólafs blasir við og birtir hans einstaka hagleik. Einnig ber sýningin vott smekkvísi þeirra sem settu hana upp. Myndir á veggjum segja sögur, til dæmis af aldagömlum kertastjökum í Bessastaðakirkju sem innbrotsmaður skemmdi en Ólafur gerði við.Viti með ljósi er það nýjasta úr smiðju Ólafs, hann er með nokkra í vinnslu.„Það komu um 300 manns á sýninguna í gær, á afmælinu mínu, á svona tveimur og hálfum tíma,“ segir listamaðurinn. „Einstaka sögðust ætla að koma aftur, það gefst ekkert næði til að skoða neitt í svona mannmergð.“ Hann er ánægður með hvernig hlutunum er komið fyrir. „Ég slapp við alla vinnuna, nema hvað ég þurfti að safna mununum víða að af landinu, frá Ísafirði, Akureyri og víðar. Ég á ekkert af þessu sjálfur en frúin á eitthvað smávegis og svo börn og barnabörn, hér eru til dæmis flugvélar sem ég hef tálgað fyrir barnabörnin.“ Þarna eru bæði stórir smíðisgripir og smáir, sumir jafnvel örsmáir eins og ermahnappar og nælur. Aðrir stærri, beislisstangir, laufabrauðsjárn, kertastjakar, vasapelar. Virðulegir munir sem tilheyra Oddfellowreglunni eru út við vegg, þá hefur Ólafur rennt og einnig smíðað kassa utan um þá.Kría á leið með síli til að fóðra unga á.Í sýningarskránni kemur fram að Ólafur fór til Noregs að mennta sig í kennslufræðum og er með meistararéttindi í vélvirkjun. Hann starfaði við uppbyggingu málmiðnaðardeildar við Iðnskólann í Hafnarfirði og starfaði þar við kennslu til 1996, er hann hætti sökum aldurs. „Svo tók bílskúrinn við og þar er hann enn,“ stendur þar.
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Tímamót Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira