Lífeyrissjóðir bættu við sig í Högum fyrir um 1,8 milljarð Hörður Ægisson skrifar 28. ágúst 2019 07:30 Hagar reka meðal annars verslanir Bónuss. vísir/vilhelm Íslenskir lífeyrissjóðir keyptu að langstærstum hluta bréf FISK-Seafood, dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga, í Högum þegar útgerðarfélagið seldi allan 4,6 prósenta hlut sinn í smásölurisanum í síðustu viku fyrir samtals 2,3 milljarða króna. Sé litið yfir nýjan lista yfir 20 stærstu hluthafa Haga eiga lífeyrissjóðir orðið samanlagt um 63 prósenta hlut í félaginu. Samhliða sölu sinni í Högum, á samtals 55,5 milljónum hluta á genginu 41,5 krónur á hlut, keypti FISK-Seafood nær allan eignarhlut Gildis lífeyrissjóðs í Brimi, áður HB Granda, eða 8,3 prósenta hlut, fyrir um fimm milljarða króna. Fyrir hlut sinn í Brimi fékk Gildi meðal annars afhentar 25 milljónir hluta í Högum og nemur eignarhlutur lífeyrissjóðsins núna 14,56 prósentum. Aðrir lífeyrissjóðir sem bættu við sig í Högum í liðinni viku, eins og lesa má úr nýjum lista yfir stærstu hluthafa, voru Festa en sjóðurinn keypti 9,5 milljónir hluta og fer núna fyrir rúmlega 3,8 prósenta hlut í félaginu. Þá bætti Birta lífeyrissjóður, sem er fimmti stærsti hluthafi Haga, við sig 5,3 milljónum hluta auk þess sem lífeyrissjóðirnir Stapi og Lífsverk juku einnig lítillega við hlut sinn. Samtals bættu þessir lífeyrissjóðir við sig rúmlega 43 milljónum hluta í smásölurisanum. Það jafngildir um 1.800 milljónum króna sé miðað við gengið 41,5 í viðskiptunum við FISK-Seafood á mánudag í síðustu viku. Frá því að viðskiptin gengu í gegn hefur hlutabréfaverð Haga lækkað um tæplega fimm prósent og stóð í 39,5 krónum á hlut við lokun markaða í gær. Frá áramótum hefur gengi bréfa Haga lækkað um fjórtán prósent. Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Íslenskir lífeyrissjóðir keyptu að langstærstum hluta bréf FISK-Seafood, dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga, í Högum þegar útgerðarfélagið seldi allan 4,6 prósenta hlut sinn í smásölurisanum í síðustu viku fyrir samtals 2,3 milljarða króna. Sé litið yfir nýjan lista yfir 20 stærstu hluthafa Haga eiga lífeyrissjóðir orðið samanlagt um 63 prósenta hlut í félaginu. Samhliða sölu sinni í Högum, á samtals 55,5 milljónum hluta á genginu 41,5 krónur á hlut, keypti FISK-Seafood nær allan eignarhlut Gildis lífeyrissjóðs í Brimi, áður HB Granda, eða 8,3 prósenta hlut, fyrir um fimm milljarða króna. Fyrir hlut sinn í Brimi fékk Gildi meðal annars afhentar 25 milljónir hluta í Högum og nemur eignarhlutur lífeyrissjóðsins núna 14,56 prósentum. Aðrir lífeyrissjóðir sem bættu við sig í Högum í liðinni viku, eins og lesa má úr nýjum lista yfir stærstu hluthafa, voru Festa en sjóðurinn keypti 9,5 milljónir hluta og fer núna fyrir rúmlega 3,8 prósenta hlut í félaginu. Þá bætti Birta lífeyrissjóður, sem er fimmti stærsti hluthafi Haga, við sig 5,3 milljónum hluta auk þess sem lífeyrissjóðirnir Stapi og Lífsverk juku einnig lítillega við hlut sinn. Samtals bættu þessir lífeyrissjóðir við sig rúmlega 43 milljónum hluta í smásölurisanum. Það jafngildir um 1.800 milljónum króna sé miðað við gengið 41,5 í viðskiptunum við FISK-Seafood á mánudag í síðustu viku. Frá því að viðskiptin gengu í gegn hefur hlutabréfaverð Haga lækkað um tæplega fimm prósent og stóð í 39,5 krónum á hlut við lokun markaða í gær. Frá áramótum hefur gengi bréfa Haga lækkað um fjórtán prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira