Enski boltinn

Stóru liðin koma inn í Carabao-bikarinn og drógust gegn minni spámönnum í 3. umferðinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Richarlison fagnar marki í kvöld.
Richarlison fagnar marki í kvöld. vísir/getty
Búið er að draga í þriðju umferð enska Carabao-bikarsins en drátturinn fór fram eftir að síðustu leikirnir í 2. umferðinni kláruðust í kvöld.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar unnu Lincoln í kvöld í sex marka lei, 4-2, en í þriðju umferðinni bíður þeirra annar útileikur. Nú gegn B-deildarliðinu Sheffield Wednesday.

Ríkjandi meistararnir í Manchester City mæta Preston á útivelli og Liverpool heimsækir MK Dons. Manchester United fær Rochdale í heimsókn.







Arsenal fær heimaleik gegn Nottingham Forest og það verðuð grannaslagur er Portsmouth og Southampton mætast í hatrömmum grannaslag.

Tottenham mætir svo Colchester á útivelli og Chelsea mætir Macclesfield eða Grimsby. Leik þeirra var frestað vegna veðurs en dráttinn í heild sinni má sjá hér að neðan.

Þriðja umferðin:

Wolves - Reading

Oxford - West Ham

Watford - Swansea

Brighton - Aston Villa

Sheffield United - Sunderland

Colchester - Tottenham

Portsmouth - Southampton

Burton - Bournemouth

Preston - Man. City

MK Dons - Liverpool

Man. Utd - Rochdale

Luton - Leicester

Chelsea - Macclesfield/Grimsby

Sheffield Wednesday - Everton

Arsenal - Nottingham Forest

Crawley - Stoke




Fleiri fréttir

Sjá meira


×