Borgin setur milljónir í minni tónleikastaði Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 14. ágúst 2019 06:00 Tónleikastaðnum Húrra var lokað nýlega og þar verður bráðlega opnaður sportbar. Sjóðnum er ætlað að styrkja minni staði. Fréttablaðið/Sigtryggur Reykjavíkurborg hyggst verja sextán milljónum til úrbótasjóðs tónleikastaða í Reykjavík á næstu tveimur árum. Hlutverk sjóðsins er að styðja við tilvist minni og miðlungsstórra tónleikastaða í Reykjavík með því að veita styrki til úrbóta á aðstöðu, aðbúnaði og aðgengi staðanna. „Þessi hugmynd kviknaði út frá verkefninu Tónlistarborgin Reykjavík. Fjármagnið kemur að mestu leyti frá borginni en hagsmunasamtök í tónlist koma líka að verkefninu, STEF, FÍH og FHF,“ segir María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur. „Borgin leggur átta milljónir í verkefnið og hagsmunasamtökin saman um eina og hálfa milljón.“ Um er því að ræða tæplega tíu milljónir sem fara í uppbyggingu tónleikastaðanna, svo sem tækjakost, húsnæði eða aðgengi. María segir að þétting byggðar og fjölgun ferðamanna hafi áhrif á menningarstarfsemi borga og að mikilvægt sé að svara kallinu um aukna menningartengda starfsemi í miðborginni.María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistaborgarinnar Reykjavík„Menningarstarfsemi af þessu tagi á undir högg að sækja og einnig litlir og meðalstórir tónleikastaðir, þeim er oft ýtt úr miðborginni í svona aðstæðum en það er mikilvægt að halda í menningu og mannlíf í miðborginni til þess að gera hana aðlaðandi. Þetta er ein leið til þess að styðja og halda í menninguna,“ segir María. Allir litlir og meðalstórir tónleikastaðir í Reykjavík geta sótt um styrk, en um krónu á móti krónu styrk er að ræða. „Þetta er hugsað þannig að tónleikastaðirnir sem vilja fara í einhverjar úrbætur geta sótt um í sjóðinn en þurfa að sýna fram á hvað þeir ætla að gera og hvernig þeir ætla að gera það. Þannig að í rauninni er hægt að sækja um fyrir helmingi kostnaðar í þennan sjóð,“ segir María. Þegar tillaga um sjóðinn var lögð fyrir borgarráð í júlí var ekki samhljómur um niðurstöðuna. Lagðar voru fram nokkrar bókanir um málið þar sem fram kom að fjármagninu væri betur varið í önnur málefni borgarinnar. „Það voru ekki allir sáttir við þetta en meirihlutinn þó,“ segir María og bætir því við að borgarbúar græði mikið á verkefninu. „Að sjálfsögðu eykur þetta mannlíf og menningu hér ásamt því að gera Reykjavíkurborg samkeppnishæfa við aðrar borgir,“ segir María. „Með því að styðja við þessa staði þá erum við að tryggja að ungar hljómsveitir og ungt tónlistarfólk hafi staði til þess að koma fram á. Við verðum að passa upp á að það sé til vettvangur fyrir alla, það geta ekki allir byrjað í Hörpu. Við vitum öll hvað íslenskt tónlistarlíf hefur náð langt og hvert orðspor þess er og við getum ekki tekið því sem gefnum hlut. Við þurfum að halda áfram að hlúa að því,“ bætir hún við. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tónlist Veitingastaðir Tengdar fréttir Gummi Ben sportbar opnar í miðborginni Kemur í stað skemmtistaðarins Húrra. 29. júlí 2019 11:15 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Sjá meira
Reykjavíkurborg hyggst verja sextán milljónum til úrbótasjóðs tónleikastaða í Reykjavík á næstu tveimur árum. Hlutverk sjóðsins er að styðja við tilvist minni og miðlungsstórra tónleikastaða í Reykjavík með því að veita styrki til úrbóta á aðstöðu, aðbúnaði og aðgengi staðanna. „Þessi hugmynd kviknaði út frá verkefninu Tónlistarborgin Reykjavík. Fjármagnið kemur að mestu leyti frá borginni en hagsmunasamtök í tónlist koma líka að verkefninu, STEF, FÍH og FHF,“ segir María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur. „Borgin leggur átta milljónir í verkefnið og hagsmunasamtökin saman um eina og hálfa milljón.“ Um er því að ræða tæplega tíu milljónir sem fara í uppbyggingu tónleikastaðanna, svo sem tækjakost, húsnæði eða aðgengi. María segir að þétting byggðar og fjölgun ferðamanna hafi áhrif á menningarstarfsemi borga og að mikilvægt sé að svara kallinu um aukna menningartengda starfsemi í miðborginni.María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistaborgarinnar Reykjavík„Menningarstarfsemi af þessu tagi á undir högg að sækja og einnig litlir og meðalstórir tónleikastaðir, þeim er oft ýtt úr miðborginni í svona aðstæðum en það er mikilvægt að halda í menningu og mannlíf í miðborginni til þess að gera hana aðlaðandi. Þetta er ein leið til þess að styðja og halda í menninguna,“ segir María. Allir litlir og meðalstórir tónleikastaðir í Reykjavík geta sótt um styrk, en um krónu á móti krónu styrk er að ræða. „Þetta er hugsað þannig að tónleikastaðirnir sem vilja fara í einhverjar úrbætur geta sótt um í sjóðinn en þurfa að sýna fram á hvað þeir ætla að gera og hvernig þeir ætla að gera það. Þannig að í rauninni er hægt að sækja um fyrir helmingi kostnaðar í þennan sjóð,“ segir María. Þegar tillaga um sjóðinn var lögð fyrir borgarráð í júlí var ekki samhljómur um niðurstöðuna. Lagðar voru fram nokkrar bókanir um málið þar sem fram kom að fjármagninu væri betur varið í önnur málefni borgarinnar. „Það voru ekki allir sáttir við þetta en meirihlutinn þó,“ segir María og bætir því við að borgarbúar græði mikið á verkefninu. „Að sjálfsögðu eykur þetta mannlíf og menningu hér ásamt því að gera Reykjavíkurborg samkeppnishæfa við aðrar borgir,“ segir María. „Með því að styðja við þessa staði þá erum við að tryggja að ungar hljómsveitir og ungt tónlistarfólk hafi staði til þess að koma fram á. Við verðum að passa upp á að það sé til vettvangur fyrir alla, það geta ekki allir byrjað í Hörpu. Við vitum öll hvað íslenskt tónlistarlíf hefur náð langt og hvert orðspor þess er og við getum ekki tekið því sem gefnum hlut. Við þurfum að halda áfram að hlúa að því,“ bætir hún við.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tónlist Veitingastaðir Tengdar fréttir Gummi Ben sportbar opnar í miðborginni Kemur í stað skemmtistaðarins Húrra. 29. júlí 2019 11:15 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Sjá meira