Eignaðist draumabarnið með gjafasæði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. ágúst 2019 10:33 Mæðginin, Sigga Lena og Hákon Orri. Stöð 2 Sigríður Lena Sigurbjarnadóttir, sem vakti athygli margra fyrir um tveimur árum síðan þegar hún kom fram í fjölmiðlum og talaði opinberlega um löngun sína til þess að eignast barn, hvort sem karlmaður væri í spilinu eða ekki, segist nú, tveimur árum síðar, hafa eignast draumabarnið. Sonur hennar, Hákon Orri, kom í heiminn fyrir tveimur mánuðum og var getinn með hjálp gjafasæðis. Í júlí 2017 var Sigríður, eða Sigga Lena eins og hún er oft kölluð, til viðtals í Íslandi í dag. Þar ræddi hún um drauminn um að eignast barn og sagðist ekki nenna að stressa sig á því að ná sér í mann. Barnið væri aðalatriðið. Hún var þá búin að ákveða að ef hún væri ekki búin að finna mann innan árs, myndi hún sjá um þessi mál ein, maðurinn kæmi bara seinna. Sindri Sindrason tók stöðuna hjá Siggu Lenu og Hákoni Orra í þætti gærkvöldsins og ræddu þau hverjar væntingar hennar voru, efasemdir og hugmyndir um ferlið en einnig hvernig ferlið var svo í raun og veru og hvort hún myndi fara þessa leið aftur. Einnig var viðtalið við Siggu Lenu frá því fyrir tveimur árum rifjað upp. „Ég fór í smá sjálfsskoðun og reyndi að átta mig á hvort að þetta væri eitthvað sem ég virkilega vildi, að vera ein með barn,“ segir Sigga Lena sem segist aldrei hafa verið efins um hvernig hún vildi haga sínum barnamálum. „Þetta var svona, ókei, jú. Ég ætla að gera þetta. Það tók svolítinn tíma að ákveða þetta alveg fullkomlega, hundrað prósent að þetta væri það sem ég ætlaði að gera. En ég sé ekki eftir því í dag.“ Sigga Lena fór í almenna skoðun hjá Livio til þess að athuga hvort allt væri í lagi og hvort hægt væri að halda út í ferlið. „Ég fékk þá niðurstöðu að ég væri með lítið af eggjum, svona miðað við hvað ég er gömul. Þau sögðu að ég ætti alveg að geta orðið ólétt þó að ég væri með fá egg. Þannig að ég bara prófaði þetta.“ Hálfu ári síðar tók Sigga Lena slaginn, prófaði eina uppsetningu og varð ólétt í fyrstu tilraun. Í viðtalinu sem sjá má hér að neðan talar Sigga Lena meðal annars um nafnavalið, hvernig hún valdi sæðisgjafa, hlutverk sitt sem einstæð móðir og viðhorf samfélagsins til ákvörðunar hennar, sem hún segir einkennast af stuðningi og gleði. Börn og uppeldi Ísland í dag Tímamót Tengdar fréttir Ætlar að eignast barn með gjafasæði: Fær að ráða hárlit, hæð, húðlit og menntun Ég er 32 ára og bý hérna ein í Árbænum, segir Sigríður Lena Sigurbjarnardóttir, flugfreyja, sem er einhleyp og langar í barn. Hún ætlar að öllum líkindum í tæknifrjóvgun með gjafasæði eftir um eitt ár. 19. september 2017 10:30 Íhugar að eignast barn með gjafasæði Sigríður Lena er 32 ára og barnlaus. Hún er ekki í sambandi en finnur fyrir löngun til að eignast börn. Hún íhugar að stofna fjölskyldu ein með því að þiggja gjafasæði og veit um konur í sömu pælingum. 20. júlí 2017 10:15 Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Fleiri fréttir Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Sjá meira
Sigríður Lena Sigurbjarnadóttir, sem vakti athygli margra fyrir um tveimur árum síðan þegar hún kom fram í fjölmiðlum og talaði opinberlega um löngun sína til þess að eignast barn, hvort sem karlmaður væri í spilinu eða ekki, segist nú, tveimur árum síðar, hafa eignast draumabarnið. Sonur hennar, Hákon Orri, kom í heiminn fyrir tveimur mánuðum og var getinn með hjálp gjafasæðis. Í júlí 2017 var Sigríður, eða Sigga Lena eins og hún er oft kölluð, til viðtals í Íslandi í dag. Þar ræddi hún um drauminn um að eignast barn og sagðist ekki nenna að stressa sig á því að ná sér í mann. Barnið væri aðalatriðið. Hún var þá búin að ákveða að ef hún væri ekki búin að finna mann innan árs, myndi hún sjá um þessi mál ein, maðurinn kæmi bara seinna. Sindri Sindrason tók stöðuna hjá Siggu Lenu og Hákoni Orra í þætti gærkvöldsins og ræddu þau hverjar væntingar hennar voru, efasemdir og hugmyndir um ferlið en einnig hvernig ferlið var svo í raun og veru og hvort hún myndi fara þessa leið aftur. Einnig var viðtalið við Siggu Lenu frá því fyrir tveimur árum rifjað upp. „Ég fór í smá sjálfsskoðun og reyndi að átta mig á hvort að þetta væri eitthvað sem ég virkilega vildi, að vera ein með barn,“ segir Sigga Lena sem segist aldrei hafa verið efins um hvernig hún vildi haga sínum barnamálum. „Þetta var svona, ókei, jú. Ég ætla að gera þetta. Það tók svolítinn tíma að ákveða þetta alveg fullkomlega, hundrað prósent að þetta væri það sem ég ætlaði að gera. En ég sé ekki eftir því í dag.“ Sigga Lena fór í almenna skoðun hjá Livio til þess að athuga hvort allt væri í lagi og hvort hægt væri að halda út í ferlið. „Ég fékk þá niðurstöðu að ég væri með lítið af eggjum, svona miðað við hvað ég er gömul. Þau sögðu að ég ætti alveg að geta orðið ólétt þó að ég væri með fá egg. Þannig að ég bara prófaði þetta.“ Hálfu ári síðar tók Sigga Lena slaginn, prófaði eina uppsetningu og varð ólétt í fyrstu tilraun. Í viðtalinu sem sjá má hér að neðan talar Sigga Lena meðal annars um nafnavalið, hvernig hún valdi sæðisgjafa, hlutverk sitt sem einstæð móðir og viðhorf samfélagsins til ákvörðunar hennar, sem hún segir einkennast af stuðningi og gleði.
Börn og uppeldi Ísland í dag Tímamót Tengdar fréttir Ætlar að eignast barn með gjafasæði: Fær að ráða hárlit, hæð, húðlit og menntun Ég er 32 ára og bý hérna ein í Árbænum, segir Sigríður Lena Sigurbjarnardóttir, flugfreyja, sem er einhleyp og langar í barn. Hún ætlar að öllum líkindum í tæknifrjóvgun með gjafasæði eftir um eitt ár. 19. september 2017 10:30 Íhugar að eignast barn með gjafasæði Sigríður Lena er 32 ára og barnlaus. Hún er ekki í sambandi en finnur fyrir löngun til að eignast börn. Hún íhugar að stofna fjölskyldu ein með því að þiggja gjafasæði og veit um konur í sömu pælingum. 20. júlí 2017 10:15 Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Fleiri fréttir Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Sjá meira
Ætlar að eignast barn með gjafasæði: Fær að ráða hárlit, hæð, húðlit og menntun Ég er 32 ára og bý hérna ein í Árbænum, segir Sigríður Lena Sigurbjarnardóttir, flugfreyja, sem er einhleyp og langar í barn. Hún ætlar að öllum líkindum í tæknifrjóvgun með gjafasæði eftir um eitt ár. 19. september 2017 10:30
Íhugar að eignast barn með gjafasæði Sigríður Lena er 32 ára og barnlaus. Hún er ekki í sambandi en finnur fyrir löngun til að eignast börn. Hún íhugar að stofna fjölskyldu ein með því að þiggja gjafasæði og veit um konur í sömu pælingum. 20. júlí 2017 10:15