Bandarískur þingmaður þakkar nauðgunum og sifjaspelli velgengni mannkyns Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. ágúst 2019 23:30 Steve King, þingmaður repúblikana, á fundi í Boone í Iowa fyrir skömmu. Vísir/getty Steve King, þingmaður repúblikana frá Iowa, rökstuddi í dag frumvarp um algjört bann á fóstureyðingum með því að segja að mannkynið ætti velgengni sína m.a. sifjaspelli og nauðgunum að þakka. Ef ekki væri fyrir slíkt athæfi væri kynstofn manna líklega útdauður. King, sem er þekktur fyrir andúð sína á innflytjendum og kvenfrelsismálum, lét ummælin falla á morgunverðarfundi í bænum Urbandale í Iowa í dag en hann freistar þess nú að ná endurkjöri í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem hann hefur setið í níu kjörtímabil. „Ef við litum yfir öll ættartrén og tækjum burt þá sem voru getnir með nauðgun eða sifjaspelli. […] Væri einhver eftir í heiminum ef við gerðum það? Þegar litið er til allra stríðanna og allra nauðgananna og allra ránanna sem fóru fram hjá öllum þessum þjóðum, ég veit að ég get ekki neitað því að vera að hluta til ávöxtur þess,“ sagði King á fundinum.Sjá einnig: Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina King er stuðningsmaður frumvarps um algjört bann á fóstureyðingum, einnig þegar um nauðgun eða sifjaspell er að ræða. Hann var að færa rök fyrir stuðningi sínum með áðurnefndum ummælum. Ummælin hafa vakið mikla reiði síðan fyrst var fjallað um þau í héraðsblaðinu Des Moines Register. Öldungadeildarþingmennirnir Kirsten Gillibrand og Cory Booker, sem bæði eru frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins til forsetakosninganna árið 2020, fordæmdu ummælin og kröfðust þess að King segði af sér..@SteveKingIA: You are a disgrace. Resign. https://t.co/Tbu1e1mZ9O— Kirsten Gillibrand (@SenGillibrand) August 14, 2019 Iowans have long deserved better than Steve King and his hateful, insulting words. He should resign.We can show him it's time to go by donating to the guy who will beat him—my inspiring friend @JDScholten: https://t.co/v3Kd7Y9JCV https://t.co/g6cgOswmjp— Cory Booker (@CoryBooker) August 14, 2019 King var sviptur nefndarsætum sínum í þinginu fyrr á þessu ári eftir að hann kom hvítum þjóðernissinnum og öfgamönnum til varnar í viðtali við New York Times í janúar. King velti eftirfarandi upp í viðtalinu: „Hvítur þjóðernissinni, hvítur öfgamaður, vestræn menning. Hvernig varð þessi orðræða móðgandi?“ Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti, með velþóknun, lýst King sem „íhaldssömustu manneskju í heimi“. King hefur jafnframt ítrekað lýst yfir andúð sinni á innflytjendum og stofnað til bandalaga með hægri öfgamönnum í Evrópu, Kanada og víðar. Bandaríkin Tengdar fréttir Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina Steve King, þingmaður Repúblikana, segir að gjörðir Obama á forsetastóli hafi valdið skotárásinni í gær. 15. júní 2017 22:58 Segir íhaldsmenn þurfa að berjast gegn öfgaöflum "Þetta er ekki íhaldssemi. Þetta er rasismi. þetta er þjóðernishyggja.“ 19. júlí 2018 17:54 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Steve King, þingmaður repúblikana frá Iowa, rökstuddi í dag frumvarp um algjört bann á fóstureyðingum með því að segja að mannkynið ætti velgengni sína m.a. sifjaspelli og nauðgunum að þakka. Ef ekki væri fyrir slíkt athæfi væri kynstofn manna líklega útdauður. King, sem er þekktur fyrir andúð sína á innflytjendum og kvenfrelsismálum, lét ummælin falla á morgunverðarfundi í bænum Urbandale í Iowa í dag en hann freistar þess nú að ná endurkjöri í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem hann hefur setið í níu kjörtímabil. „Ef við litum yfir öll ættartrén og tækjum burt þá sem voru getnir með nauðgun eða sifjaspelli. […] Væri einhver eftir í heiminum ef við gerðum það? Þegar litið er til allra stríðanna og allra nauðgananna og allra ránanna sem fóru fram hjá öllum þessum þjóðum, ég veit að ég get ekki neitað því að vera að hluta til ávöxtur þess,“ sagði King á fundinum.Sjá einnig: Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina King er stuðningsmaður frumvarps um algjört bann á fóstureyðingum, einnig þegar um nauðgun eða sifjaspell er að ræða. Hann var að færa rök fyrir stuðningi sínum með áðurnefndum ummælum. Ummælin hafa vakið mikla reiði síðan fyrst var fjallað um þau í héraðsblaðinu Des Moines Register. Öldungadeildarþingmennirnir Kirsten Gillibrand og Cory Booker, sem bæði eru frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins til forsetakosninganna árið 2020, fordæmdu ummælin og kröfðust þess að King segði af sér..@SteveKingIA: You are a disgrace. Resign. https://t.co/Tbu1e1mZ9O— Kirsten Gillibrand (@SenGillibrand) August 14, 2019 Iowans have long deserved better than Steve King and his hateful, insulting words. He should resign.We can show him it's time to go by donating to the guy who will beat him—my inspiring friend @JDScholten: https://t.co/v3Kd7Y9JCV https://t.co/g6cgOswmjp— Cory Booker (@CoryBooker) August 14, 2019 King var sviptur nefndarsætum sínum í þinginu fyrr á þessu ári eftir að hann kom hvítum þjóðernissinnum og öfgamönnum til varnar í viðtali við New York Times í janúar. King velti eftirfarandi upp í viðtalinu: „Hvítur þjóðernissinni, hvítur öfgamaður, vestræn menning. Hvernig varð þessi orðræða móðgandi?“ Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti, með velþóknun, lýst King sem „íhaldssömustu manneskju í heimi“. King hefur jafnframt ítrekað lýst yfir andúð sinni á innflytjendum og stofnað til bandalaga með hægri öfgamönnum í Evrópu, Kanada og víðar.
Bandaríkin Tengdar fréttir Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina Steve King, þingmaður Repúblikana, segir að gjörðir Obama á forsetastóli hafi valdið skotárásinni í gær. 15. júní 2017 22:58 Segir íhaldsmenn þurfa að berjast gegn öfgaöflum "Þetta er ekki íhaldssemi. Þetta er rasismi. þetta er þjóðernishyggja.“ 19. júlí 2018 17:54 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina Steve King, þingmaður Repúblikana, segir að gjörðir Obama á forsetastóli hafi valdið skotárásinni í gær. 15. júní 2017 22:58
Segir íhaldsmenn þurfa að berjast gegn öfgaöflum "Þetta er ekki íhaldssemi. Þetta er rasismi. þetta er þjóðernishyggja.“ 19. júlí 2018 17:54