Bandarískur þingmaður þakkar nauðgunum og sifjaspelli velgengni mannkyns Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. ágúst 2019 23:30 Steve King, þingmaður repúblikana, á fundi í Boone í Iowa fyrir skömmu. Vísir/getty Steve King, þingmaður repúblikana frá Iowa, rökstuddi í dag frumvarp um algjört bann á fóstureyðingum með því að segja að mannkynið ætti velgengni sína m.a. sifjaspelli og nauðgunum að þakka. Ef ekki væri fyrir slíkt athæfi væri kynstofn manna líklega útdauður. King, sem er þekktur fyrir andúð sína á innflytjendum og kvenfrelsismálum, lét ummælin falla á morgunverðarfundi í bænum Urbandale í Iowa í dag en hann freistar þess nú að ná endurkjöri í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem hann hefur setið í níu kjörtímabil. „Ef við litum yfir öll ættartrén og tækjum burt þá sem voru getnir með nauðgun eða sifjaspelli. […] Væri einhver eftir í heiminum ef við gerðum það? Þegar litið er til allra stríðanna og allra nauðgananna og allra ránanna sem fóru fram hjá öllum þessum þjóðum, ég veit að ég get ekki neitað því að vera að hluta til ávöxtur þess,“ sagði King á fundinum.Sjá einnig: Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina King er stuðningsmaður frumvarps um algjört bann á fóstureyðingum, einnig þegar um nauðgun eða sifjaspell er að ræða. Hann var að færa rök fyrir stuðningi sínum með áðurnefndum ummælum. Ummælin hafa vakið mikla reiði síðan fyrst var fjallað um þau í héraðsblaðinu Des Moines Register. Öldungadeildarþingmennirnir Kirsten Gillibrand og Cory Booker, sem bæði eru frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins til forsetakosninganna árið 2020, fordæmdu ummælin og kröfðust þess að King segði af sér..@SteveKingIA: You are a disgrace. Resign. https://t.co/Tbu1e1mZ9O— Kirsten Gillibrand (@SenGillibrand) August 14, 2019 Iowans have long deserved better than Steve King and his hateful, insulting words. He should resign.We can show him it's time to go by donating to the guy who will beat him—my inspiring friend @JDScholten: https://t.co/v3Kd7Y9JCV https://t.co/g6cgOswmjp— Cory Booker (@CoryBooker) August 14, 2019 King var sviptur nefndarsætum sínum í þinginu fyrr á þessu ári eftir að hann kom hvítum þjóðernissinnum og öfgamönnum til varnar í viðtali við New York Times í janúar. King velti eftirfarandi upp í viðtalinu: „Hvítur þjóðernissinni, hvítur öfgamaður, vestræn menning. Hvernig varð þessi orðræða móðgandi?“ Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti, með velþóknun, lýst King sem „íhaldssömustu manneskju í heimi“. King hefur jafnframt ítrekað lýst yfir andúð sinni á innflytjendum og stofnað til bandalaga með hægri öfgamönnum í Evrópu, Kanada og víðar. Bandaríkin Tengdar fréttir Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina Steve King, þingmaður Repúblikana, segir að gjörðir Obama á forsetastóli hafi valdið skotárásinni í gær. 15. júní 2017 22:58 Segir íhaldsmenn þurfa að berjast gegn öfgaöflum "Þetta er ekki íhaldssemi. Þetta er rasismi. þetta er þjóðernishyggja.“ 19. júlí 2018 17:54 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Sjá meira
Steve King, þingmaður repúblikana frá Iowa, rökstuddi í dag frumvarp um algjört bann á fóstureyðingum með því að segja að mannkynið ætti velgengni sína m.a. sifjaspelli og nauðgunum að þakka. Ef ekki væri fyrir slíkt athæfi væri kynstofn manna líklega útdauður. King, sem er þekktur fyrir andúð sína á innflytjendum og kvenfrelsismálum, lét ummælin falla á morgunverðarfundi í bænum Urbandale í Iowa í dag en hann freistar þess nú að ná endurkjöri í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem hann hefur setið í níu kjörtímabil. „Ef við litum yfir öll ættartrén og tækjum burt þá sem voru getnir með nauðgun eða sifjaspelli. […] Væri einhver eftir í heiminum ef við gerðum það? Þegar litið er til allra stríðanna og allra nauðgananna og allra ránanna sem fóru fram hjá öllum þessum þjóðum, ég veit að ég get ekki neitað því að vera að hluta til ávöxtur þess,“ sagði King á fundinum.Sjá einnig: Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina King er stuðningsmaður frumvarps um algjört bann á fóstureyðingum, einnig þegar um nauðgun eða sifjaspell er að ræða. Hann var að færa rök fyrir stuðningi sínum með áðurnefndum ummælum. Ummælin hafa vakið mikla reiði síðan fyrst var fjallað um þau í héraðsblaðinu Des Moines Register. Öldungadeildarþingmennirnir Kirsten Gillibrand og Cory Booker, sem bæði eru frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins til forsetakosninganna árið 2020, fordæmdu ummælin og kröfðust þess að King segði af sér..@SteveKingIA: You are a disgrace. Resign. https://t.co/Tbu1e1mZ9O— Kirsten Gillibrand (@SenGillibrand) August 14, 2019 Iowans have long deserved better than Steve King and his hateful, insulting words. He should resign.We can show him it's time to go by donating to the guy who will beat him—my inspiring friend @JDScholten: https://t.co/v3Kd7Y9JCV https://t.co/g6cgOswmjp— Cory Booker (@CoryBooker) August 14, 2019 King var sviptur nefndarsætum sínum í þinginu fyrr á þessu ári eftir að hann kom hvítum þjóðernissinnum og öfgamönnum til varnar í viðtali við New York Times í janúar. King velti eftirfarandi upp í viðtalinu: „Hvítur þjóðernissinni, hvítur öfgamaður, vestræn menning. Hvernig varð þessi orðræða móðgandi?“ Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti, með velþóknun, lýst King sem „íhaldssömustu manneskju í heimi“. King hefur jafnframt ítrekað lýst yfir andúð sinni á innflytjendum og stofnað til bandalaga með hægri öfgamönnum í Evrópu, Kanada og víðar.
Bandaríkin Tengdar fréttir Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina Steve King, þingmaður Repúblikana, segir að gjörðir Obama á forsetastóli hafi valdið skotárásinni í gær. 15. júní 2017 22:58 Segir íhaldsmenn þurfa að berjast gegn öfgaöflum "Þetta er ekki íhaldssemi. Þetta er rasismi. þetta er þjóðernishyggja.“ 19. júlí 2018 17:54 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Sjá meira
Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina Steve King, þingmaður Repúblikana, segir að gjörðir Obama á forsetastóli hafi valdið skotárásinni í gær. 15. júní 2017 22:58
Segir íhaldsmenn þurfa að berjast gegn öfgaöflum "Þetta er ekki íhaldssemi. Þetta er rasismi. þetta er þjóðernishyggja.“ 19. júlí 2018 17:54