Norðurlandameistarar í dýraníði? Ole Anton Bieltvedt skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Það var mikið gleðiefni, þegar lesa mátti þetta í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar: „Dýralíf á Íslandi er hluti af íslenskri náttúru sem ber að vernda. Náttúran er auk þess stærsta aðdráttarafl Íslands fyrir ferðamenn. Endurskoða þarf löggjöf um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum.“ Þarna voru Vinstri grænir greinilega á ferð. Gott fólk. Gott mál. Gleðidagur. Fannst manni. En það er eitt að hafa stefnu og annað að standa við hana, og, því miður hafa Vinstri grænir ekki staðið við neitt af því, sem ofangreind stefna markar. Þessi gleði varð því skammvinn og endaslepp, og minnist undirritaður vart annarra eins vanefnda og hjá VG í þessum málaflokki. Vinstri grænir höfðu skýra stefnu í hvalveiðimálum fyrir kosningar. Á flokksþingi 2015 var samþykkt, að stefna skyldi einarðlega að stöðvun hvalveiða. Því miður fór þetta samt svo, að á þessu herrans ári hefur sjávarútvegsráðherra – auðvitað með fulltingi forsætisráðherra og ríkisstjórnar allrar, ekki fer hann einn með stærri stjórnunarmál – slegið öll met í setningu reglugerðar til hvalveiða; veiða má 2.130 langreyðar og hrefnur 2019-2023. Skammarlegt met það fyrir VG. Og nú virðist umhverfisráðherra VG, undir stjórnarforystu VG, vera að slá enn eitt metið; Norðurlandamet í illri meðferð hreindýra. 1. ágúst máttu hreindýraveiðimenn byrja að drepa hreindýrskýr, í byrjun frá 2ja mánaða gömlum kálfum þeirra, allt að 1.043 kýr, en kálfarnir fæðast í seinni hluta maí, og eru því kálfaskinnin rétt farin að standa vel í fæturna, þegar farið er að drepa þá frá fullmjólkandi mæðrum þeirra. Ef bæði lifa, drekkur kálfur minnst í 5-6 mánuði og fylgir móður sinni fram á næsta vor. Ákvörðun um, hvenær dráp á hreindýrskúm megi hefjast, er í höndum umhverfisráðherra, en honum til ráðgjafar standa Umhverfisstofnun og Náttúrustofa Austurlands. Það ótrúlega við þetta kerfi er þó það, að greiðslur fyrir veiðileyfi, sem nema hvorki meira né minna en 150 milljónum króna á ári, renna til Umhverfisstofnunar, sem heldur um helmingi fjárins, og svo að nokkrum hluta til Náttúrustofu Austurlands. Þurfa þessar stofnanir því á mestum mögulegum veiðum og lengstum mögulegum veiðitíma að halda til að tryggja fjárhagslega afkomu sína. Þetta veiðkerfi, sem einhver skynlítill og ógæfulegur ráðherra kom á og aðrir svipaðir viðhéldu – væntanlega með dyggum stuðningi veiðimanna, en hjá þeim virðist fátt gilda, nema að drepa sem fyrst og mest af þessum saklausu, tignarlegu og varnarlausu dýrum, veiðigleði sinni og drápsfýsn til fullnægingar – þýðir því í reynd, að þeir menn og þær stofnanir, sem eiga að gæta verndar og velferðar dýranna, þurfa að standa að sem umfangsmestu drápi þeirra til að tryggja eigin fjárhagsafkomu. Ef hægt er að tala um snillinga í heimsku eða ljótum leik, þá á það við um höfunda þessa kerfis. Því miður fyrirfinnast veiðifíklar í öðrum löndum líka, og mætti kannske ætla, að þetta veiðilið, t.a.m. á Norðurlöndunum, sé ekkert skárra en veiðifíklar hér. Í Noregi má þó ekki byrja að drepa hreindýrskýr fyrr en 20. ágúst, og stendur veiðitími hreindýra þar aðeins til 10. september. „Árásartíminn“ á saklaus og varnarlaus dýrin, með því hræðilega álagi, ofsahræðslu og öngþveiti, sem honum fylgir, stendur því „aðeins“ í 21 dag. Þar sem kálfar fæðast nokkru fyrr í Noregi en hér – það vorar þar fyrr – eru þeir því a.m.k. 3ja mánaða, þegar dráp mæðra þeirra hefst. Höfum við, í Jarðarvinum, lagt hart að umhverfisráðherra, að hann fylgi a.m.k. þessu fordæmi Norðmanna, en, því miður, höfum við talað fyrir daufum eyrum. Hér eru yngstu kálfar sem sagt 2ja mánaða, og ekki nóg með það, heldur er farið að drepa feður þeirra hér 15. júlí, þegar yngstu kálfar eru rétt 6 vikna, en auðvitað fara skotárásir á tarfa ekki fram hjá öðrum dýrum í hópnum – kálfum jafnt og sem kúm – með þeirri skelfingu, sem þeim fylgir. Hér halda hreindýraveiðar síðan áfram til 20. september, og stendur því haustveiðitími í 67 daga. Elgir eru líka af hjartarætt. Elgskálfar fæðast á sama tíma í Svíþjóð og hreindýrskálfar í Noregi; um miðjan maí. Elgsveiðar hefjast þó ekki þar fyrr en 3. september, þegar yngstu kálfar eru minnst 3,5 mánaða, og standa til 25. september, í 22 daga. Dádýr eru líka náskyld hreindýrum. Í Svíþjóð fæðast kálfar líka um miðjan maí. Dádýrskýr má hins vegar ekki fara að veiða þar fyrr en 1. október; þegar yngstu kálfar eru um 4,5 mánaða. Allir, sem eitthvað þekkja til spendýra, vita, að það er mikill munur á burðum 2ja mánaða og 3-4 mánaða ungviðis. Tekur ungviðið miklum framförum 3ja og 4ða mánuðinn, og styrkist til muna. Má merkja þetta t.a.m. á hvolpum, kálfum og folöldum. Þetta virða Norðmenn og Svíar, enda gildir hjá þeim veiðisiðfræði, sem hér virðist óþekkt, og telst það í góðu lagi, að setja 2ja mánaða hreindýrskálfa út á Guð og gaddinn. Hvar er gott hjartalag okkar Íslendinga gagnvart dýrum og öðrum lífverum eiginlega komið?Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dýr Ole Anton Bieltvedt Umhverfismál Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Sjá meira
Það var mikið gleðiefni, þegar lesa mátti þetta í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar: „Dýralíf á Íslandi er hluti af íslenskri náttúru sem ber að vernda. Náttúran er auk þess stærsta aðdráttarafl Íslands fyrir ferðamenn. Endurskoða þarf löggjöf um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum.“ Þarna voru Vinstri grænir greinilega á ferð. Gott fólk. Gott mál. Gleðidagur. Fannst manni. En það er eitt að hafa stefnu og annað að standa við hana, og, því miður hafa Vinstri grænir ekki staðið við neitt af því, sem ofangreind stefna markar. Þessi gleði varð því skammvinn og endaslepp, og minnist undirritaður vart annarra eins vanefnda og hjá VG í þessum málaflokki. Vinstri grænir höfðu skýra stefnu í hvalveiðimálum fyrir kosningar. Á flokksþingi 2015 var samþykkt, að stefna skyldi einarðlega að stöðvun hvalveiða. Því miður fór þetta samt svo, að á þessu herrans ári hefur sjávarútvegsráðherra – auðvitað með fulltingi forsætisráðherra og ríkisstjórnar allrar, ekki fer hann einn með stærri stjórnunarmál – slegið öll met í setningu reglugerðar til hvalveiða; veiða má 2.130 langreyðar og hrefnur 2019-2023. Skammarlegt met það fyrir VG. Og nú virðist umhverfisráðherra VG, undir stjórnarforystu VG, vera að slá enn eitt metið; Norðurlandamet í illri meðferð hreindýra. 1. ágúst máttu hreindýraveiðimenn byrja að drepa hreindýrskýr, í byrjun frá 2ja mánaða gömlum kálfum þeirra, allt að 1.043 kýr, en kálfarnir fæðast í seinni hluta maí, og eru því kálfaskinnin rétt farin að standa vel í fæturna, þegar farið er að drepa þá frá fullmjólkandi mæðrum þeirra. Ef bæði lifa, drekkur kálfur minnst í 5-6 mánuði og fylgir móður sinni fram á næsta vor. Ákvörðun um, hvenær dráp á hreindýrskúm megi hefjast, er í höndum umhverfisráðherra, en honum til ráðgjafar standa Umhverfisstofnun og Náttúrustofa Austurlands. Það ótrúlega við þetta kerfi er þó það, að greiðslur fyrir veiðileyfi, sem nema hvorki meira né minna en 150 milljónum króna á ári, renna til Umhverfisstofnunar, sem heldur um helmingi fjárins, og svo að nokkrum hluta til Náttúrustofu Austurlands. Þurfa þessar stofnanir því á mestum mögulegum veiðum og lengstum mögulegum veiðitíma að halda til að tryggja fjárhagslega afkomu sína. Þetta veiðkerfi, sem einhver skynlítill og ógæfulegur ráðherra kom á og aðrir svipaðir viðhéldu – væntanlega með dyggum stuðningi veiðimanna, en hjá þeim virðist fátt gilda, nema að drepa sem fyrst og mest af þessum saklausu, tignarlegu og varnarlausu dýrum, veiðigleði sinni og drápsfýsn til fullnægingar – þýðir því í reynd, að þeir menn og þær stofnanir, sem eiga að gæta verndar og velferðar dýranna, þurfa að standa að sem umfangsmestu drápi þeirra til að tryggja eigin fjárhagsafkomu. Ef hægt er að tala um snillinga í heimsku eða ljótum leik, þá á það við um höfunda þessa kerfis. Því miður fyrirfinnast veiðifíklar í öðrum löndum líka, og mætti kannske ætla, að þetta veiðilið, t.a.m. á Norðurlöndunum, sé ekkert skárra en veiðifíklar hér. Í Noregi má þó ekki byrja að drepa hreindýrskýr fyrr en 20. ágúst, og stendur veiðitími hreindýra þar aðeins til 10. september. „Árásartíminn“ á saklaus og varnarlaus dýrin, með því hræðilega álagi, ofsahræðslu og öngþveiti, sem honum fylgir, stendur því „aðeins“ í 21 dag. Þar sem kálfar fæðast nokkru fyrr í Noregi en hér – það vorar þar fyrr – eru þeir því a.m.k. 3ja mánaða, þegar dráp mæðra þeirra hefst. Höfum við, í Jarðarvinum, lagt hart að umhverfisráðherra, að hann fylgi a.m.k. þessu fordæmi Norðmanna, en, því miður, höfum við talað fyrir daufum eyrum. Hér eru yngstu kálfar sem sagt 2ja mánaða, og ekki nóg með það, heldur er farið að drepa feður þeirra hér 15. júlí, þegar yngstu kálfar eru rétt 6 vikna, en auðvitað fara skotárásir á tarfa ekki fram hjá öðrum dýrum í hópnum – kálfum jafnt og sem kúm – með þeirri skelfingu, sem þeim fylgir. Hér halda hreindýraveiðar síðan áfram til 20. september, og stendur því haustveiðitími í 67 daga. Elgir eru líka af hjartarætt. Elgskálfar fæðast á sama tíma í Svíþjóð og hreindýrskálfar í Noregi; um miðjan maí. Elgsveiðar hefjast þó ekki þar fyrr en 3. september, þegar yngstu kálfar eru minnst 3,5 mánaða, og standa til 25. september, í 22 daga. Dádýr eru líka náskyld hreindýrum. Í Svíþjóð fæðast kálfar líka um miðjan maí. Dádýrskýr má hins vegar ekki fara að veiða þar fyrr en 1. október; þegar yngstu kálfar eru um 4,5 mánaða. Allir, sem eitthvað þekkja til spendýra, vita, að það er mikill munur á burðum 2ja mánaða og 3-4 mánaða ungviðis. Tekur ungviðið miklum framförum 3ja og 4ða mánuðinn, og styrkist til muna. Má merkja þetta t.a.m. á hvolpum, kálfum og folöldum. Þetta virða Norðmenn og Svíar, enda gildir hjá þeim veiðisiðfræði, sem hér virðist óþekkt, og telst það í góðu lagi, að setja 2ja mánaða hreindýrskálfa út á Guð og gaddinn. Hvar er gott hjartalag okkar Íslendinga gagnvart dýrum og öðrum lífverum eiginlega komið?Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar