Snúin staða Hörður Ægisson skrifar 16. ágúst 2019 07:00 Stærstu seðlabönkum heims er vandi á höndum. Horfur í heimshagkerfinu hafa farið versnandi að undanförnu. Spenna í milliríkjaviðskiptum Bandaríkjanna og Kína fer vaxandi, iðnaðarframleiðsla í Evrópu er að dragast saman og afkomu fyrirtækja vestanhafs hefur hrakað. Hlutabréfaverð hefur fallið og fjárfestar flýja með fé sitt í öruggari eignir á borð við ríkisskuldabréf, gull og svissneska frankann og japanska jenið. Svigrúm peningamálayfirvalda, einkum á evrusvæðinu, til að stemma stigu við niðursveiflu með frekari vaxtalækkunum er takmarkað. Neikvæða vexti má nú finna víða í Evrópu – sænska ríkið gaf út tíu ára skuldabréf í fyrradag á neikvæðum vöxtum í fyrsta sinn – og ávöxtunarkrafa bandarískra ríkisskuldabréfa fer hríðlækkandi. Hvað þýðir þetta fyrir Ísland? Ólíkt evruríkjunum, sem hafa fá úrræði með vextina við núllið og eru föst í spennitreyju misheppnaðs myntbandalags, erum við – með stýrivextina í 3,75 prósentum – vel í stakk búin til að takast á við samdrátt. Við núverandi aðstæður er það í reynd heilbrigðismerki að vera með vextina á þeim stað – réttum megin við núllið. Óþarfi er að fjölyrða um hver áhrifin hefðu verið á stöðugleika ef vaxtastigið hefði verið ákvarðað af Evrópska seðlabankanum á sama tíma og Ísland upplifði fordæmalausa uppsveiflu. Þótt flestum ætti að vera ljóst þetta samhengi hlutanna hafa samt verið stofnaðir stjórnmálaflokkar út frá þeirri misráðnu greiningu að flest efnahagsleg vandamál Íslands stafi af því hver sé skammstöfunin á gjaldmiðlinum. Alþjóðahagkerfið hefur ekki verið í veikari stöðu í mörg ár. Verði samdráttur í eftirspurn á erlendum mörkuðum mun það að óbreyttu að skapa forsendur fyrir frekari vaxtalækkunum hér á landi. Verðbólga ætti að haldast lág og ef vextir úti í heimi lækka enn gæti það þýtt aukið innstreymi fjármagns sem mun styðja við krónuna. Fátt bendir því til annars en að langtímavextir á Íslandi lækki verulega á komandi árum, rétt eins og Agnar Tómas Möller, forstöðumaður skuldabréfa hjá Júpiter, benti á í samtali við Markaðinn í vikunni. Með skynsamlegri hagstjórn og hóflegum launahækkunum er ástæða til að ætla að þróunin verði sú hin sama og hjá öðrum litlum ríkjum með sjálfstæða mynt, eins og Nýja-Sjálandi og Ísrael, þar sem langtímavextir hafa hríðlækkað á einum áratug og eru í dag um eitt prósent. Fáir skilja þetta betur en Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri. Hans bíður snúin staða þegar hann tekur við embættinu í næstu viku. Á sama tíma og óveðursskýin hafa hrannast upp á alþjóðamörkuðum, sem mun hafa einhver áhrif á íslenskt efnahagslíf, er margt sem bendir til að samdrátturinn vegna falls WOW verði minni en margir óttuðust. Þótt ferðamönnum hafi fækkað um fimmtung hefur erlend kortavelta ekki dregist saman, gistinóttum útlendinga á hótelum hefur fjölgað og ekki er útlit fyrir sama atvinnuleysi og svartsýnni spár gerðu ráð fyrir. Stóru tíðindin eru hins vegar þau að Seðlabankinn getur nú, sökum sterkrar stöðu þjóðarbúsins, lækkað vexti í niðursveiflu án þess að þurfa að óttast að slíkt valdi gengisfalli og aukinni verðbólgu. Nýr seðlabankastjóri mun að líkindum nýta það tækifæri og mæla fyrir hóflegri lækkun vaxta á fyrsta vaxtaákvörðunarfundi sínum í lok mánaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Hörður Ægisson Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Stærstu seðlabönkum heims er vandi á höndum. Horfur í heimshagkerfinu hafa farið versnandi að undanförnu. Spenna í milliríkjaviðskiptum Bandaríkjanna og Kína fer vaxandi, iðnaðarframleiðsla í Evrópu er að dragast saman og afkomu fyrirtækja vestanhafs hefur hrakað. Hlutabréfaverð hefur fallið og fjárfestar flýja með fé sitt í öruggari eignir á borð við ríkisskuldabréf, gull og svissneska frankann og japanska jenið. Svigrúm peningamálayfirvalda, einkum á evrusvæðinu, til að stemma stigu við niðursveiflu með frekari vaxtalækkunum er takmarkað. Neikvæða vexti má nú finna víða í Evrópu – sænska ríkið gaf út tíu ára skuldabréf í fyrradag á neikvæðum vöxtum í fyrsta sinn – og ávöxtunarkrafa bandarískra ríkisskuldabréfa fer hríðlækkandi. Hvað þýðir þetta fyrir Ísland? Ólíkt evruríkjunum, sem hafa fá úrræði með vextina við núllið og eru föst í spennitreyju misheppnaðs myntbandalags, erum við – með stýrivextina í 3,75 prósentum – vel í stakk búin til að takast á við samdrátt. Við núverandi aðstæður er það í reynd heilbrigðismerki að vera með vextina á þeim stað – réttum megin við núllið. Óþarfi er að fjölyrða um hver áhrifin hefðu verið á stöðugleika ef vaxtastigið hefði verið ákvarðað af Evrópska seðlabankanum á sama tíma og Ísland upplifði fordæmalausa uppsveiflu. Þótt flestum ætti að vera ljóst þetta samhengi hlutanna hafa samt verið stofnaðir stjórnmálaflokkar út frá þeirri misráðnu greiningu að flest efnahagsleg vandamál Íslands stafi af því hver sé skammstöfunin á gjaldmiðlinum. Alþjóðahagkerfið hefur ekki verið í veikari stöðu í mörg ár. Verði samdráttur í eftirspurn á erlendum mörkuðum mun það að óbreyttu að skapa forsendur fyrir frekari vaxtalækkunum hér á landi. Verðbólga ætti að haldast lág og ef vextir úti í heimi lækka enn gæti það þýtt aukið innstreymi fjármagns sem mun styðja við krónuna. Fátt bendir því til annars en að langtímavextir á Íslandi lækki verulega á komandi árum, rétt eins og Agnar Tómas Möller, forstöðumaður skuldabréfa hjá Júpiter, benti á í samtali við Markaðinn í vikunni. Með skynsamlegri hagstjórn og hóflegum launahækkunum er ástæða til að ætla að þróunin verði sú hin sama og hjá öðrum litlum ríkjum með sjálfstæða mynt, eins og Nýja-Sjálandi og Ísrael, þar sem langtímavextir hafa hríðlækkað á einum áratug og eru í dag um eitt prósent. Fáir skilja þetta betur en Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri. Hans bíður snúin staða þegar hann tekur við embættinu í næstu viku. Á sama tíma og óveðursskýin hafa hrannast upp á alþjóðamörkuðum, sem mun hafa einhver áhrif á íslenskt efnahagslíf, er margt sem bendir til að samdrátturinn vegna falls WOW verði minni en margir óttuðust. Þótt ferðamönnum hafi fækkað um fimmtung hefur erlend kortavelta ekki dregist saman, gistinóttum útlendinga á hótelum hefur fjölgað og ekki er útlit fyrir sama atvinnuleysi og svartsýnni spár gerðu ráð fyrir. Stóru tíðindin eru hins vegar þau að Seðlabankinn getur nú, sökum sterkrar stöðu þjóðarbúsins, lækkað vexti í niðursveiflu án þess að þurfa að óttast að slíkt valdi gengisfalli og aukinni verðbólgu. Nýr seðlabankastjóri mun að líkindum nýta það tækifæri og mæla fyrir hóflegri lækkun vaxta á fyrsta vaxtaákvörðunarfundi sínum í lok mánaðarins.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun