Fótbolti

Bayern staðfestir að félagið fái Coutinho á láni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Coutinho varð tvisvar sinnum Spánarmeistari með Barcelona.
Coutinho varð tvisvar sinnum Spánarmeistari með Barcelona. vísir/getty
Bayern München staðfesti á Twitter að félagið hefði náð samkomulagi við Barcelona um að fá Philippe Coutinho á láni út tímabilið. Að því loknu á Bayern svo forkaupsrétt á Coutinho.



Brassinn varð dýrasti leikmaður í sögu Barcelona þegar félagið keypti hann frá Liverpool fyrir 142 milljónir punda í ársbyrjun 2018.

Coutinho gekk illa að festa sig í sessi hjá Barcelona og staða hans þrengdist enn frekar þegar félagið keypti Antoine Griezmann frá Atlético Madrid í sumar. Þá hefur landi Coutinhos, Neymar, verið orðaður við Barcelona í allt sumar.

Coutinho, sem varð Suður-Ameríkumeistari með Brasilíu í sumar, varð tvisvar sinnum Spánarmeistari með Barcelona.

Bayern gerði 2-2 jafntefli við Herthu Berlin í upphafsleik þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Barcelona tapaði hins vegar fyrir Athletic Bilbao, 1-0, í upphafsleik spænsku úrvalsdeildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×